Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 61

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 61
Riskið í dílum Stefán Svavarsson, einn helsti fræðimaður landsins á sviði end- urskoðunar og stjórnarformað- ur Fjármálaeftirlitsins, er um- hugað um íslenskt málfar. Kom það skýrt fram í ræðu hans á ársfundi Fjármálaeftirlitsins á mánudaginn þegar hann sagði alltof algengt í umræðu um fjár- hagsleg málefni fyrirtækja að menn sletti ensku. Vonlaust væri að nota ebitda eða jafnvel e-bytta þegar unnt væri að segja rekstrarhagnaður án afskrifta. Nefndi hann dæmi um orðnotk- un í opinberri umræðu sem hann hefði heyrt og væri ótæk: „Ebit- dan verður að duga fyrir vakk- inu af hæfilegu kapitali, einkum ef riskið er mikið í struktueruð- um dílum og þegar hedgið er illa unnið.“ Sambankahlaup Stór hópur manna úr fjármála- lífinu flaug til New York fyrir síðustu helgi og hljóp þar mara- þon á sunnudaginn. Þetta var sannkallað sambankahlaup því þarna sameinuðust menn úr nokkrum fjármálafyrirtækjum. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Guðmundur Þ. Guðmundsson og Stefán Ákason, sem allir starfa hjá KB banka, tóku vel á því. Vil- helm Þorsteinsson og Jóhannes Baldursson, hjá Íslandsbanka, létu sig ekki vanta. Ekki heldur Ómar Sigtryggsson frá MP banka né Halldór Friðrik Þor- steinsson hjá HF Verðbréfum. Helgi Eysteinsson hjá Úrval – Útsýn getur líka hlaupið því hann fylgdi köppunum eftir, sem allir kláruðu hlaupið. Nokkrir „hittu vegginn“ eftir 35 kíló- metra enda NY-hlaup talin erfið vegna mikils hæðarmismunar. Hlaupið var í gegnum fimm hverfi og var það mikil upplifun. Spurningin sem vaknar er hvort Landsbankamenn geti ekkert hlaupið? Hækkun í hafi Danskir fjölmiðlar láta sitt ekki eftir liggja þegar tækifæri er til að sá tortryggni um íslenska fjárfesta í Danmörku. Þeir tóku því gagnrýni Vilhjálms Bjarna- sonar, aðjúnkts við Háskóla Ís- lands, fagnandi og gerðu henn góð skil sem og þeimi sögusögn- um sem hafa verið í gangi um FL Group og Sterling. Svona til þess að gefa Vilhjálmi aukið vægi var hann af Dönun- um tiltlaður lektor sem er föst staða við háskóla. Fjarlægðin gerir víst fjöllin blá og mennina mikla og þegar viðskiptalífið var í föstum skorðum þægilegra hafta, þá var virðisauki af þessu tagi kallaður hækkun í hafi. 160% 93 7,6%aukning í eignum Straums-Burðar-áss frá áramótum. þúsund gistinætur á íslenskum hótelum íseptember. samdráttur í verðmæti útfluttrasjávarafurða fyrstu níu mánuðiársins. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð 01_24_Markadur-lesið 8.11.2005 15:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.