Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 77
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR32 Hundruð manna brugðu undir sig betri fætinum á laugardags- kvöldið og litu við á Radisson SAS 1919 Hótel við Pósthússtræti þegar hárgreiðslustofan Senter og Snyrtistofan Jóna voru opn- aðar hlið við hlið í hýbýlum þess. Svavar Örn Svavarsson, eigandi Senter, og Jónína Hallgrímsdóttir, eigandi snyrtistofunnar, gerðu vel við vini og vandamenn, bæði í mat og drykk og var dansað langt fram á kvöld. „Eins og sönnum Íslend- ingum sæmir sat fólk sem fastast þangað til dæmið var búið. Þetta var mjög gaman,“ segir Svavar Örn. Þetta er fyrsta hársnyrtistofa Svavars en fyrir á Jónína snyrti- stofu í Hamraborg sem hún hyggst starfrækja áfram. Stuðningsmenn Vilhjálms Þ.Vilhjálmssonar Við óskum sjálfstæðismönnum í Reykjavík til hamingju með glæsilegt prófkjör. Þá þökkum við öllum sjálfboðaliðum óeigingjarnt starf í þágu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og meðframbjóðendum drengilega baráttu. Framundan eru spennandi tímar. Fyrsta áfanganum að sigri sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum næsta vor er náð. Hamingjuóskir og þakkir Einstakt enskunámskeið ����������������������������������������� ��������������������������� • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.pareto.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 Í kvöld verður sannkölluð veisla fyrir dansáhugafólk. Hitt húsið verður með sýninguna Darraðar- dans sem er hluti af Unglist Hins hússins. „Sérstakir gestir okkar í ár eru nemendur í Listdans- skóla Íslands,“ segir Sóley Kaldal, umsjónarmaður sýningarinnar. „Það á nefnilega að loka Listdans- skólanum í vor og þetta er mikið hitamál. Af því tilefni ákvað ég að bjóða menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að vera viðstödd sýninguna – ekki til þess að vera með neikvæðni og gagnrýni heldur til þess að leyfa henni að fá innsýn í starfsemi dansskólana og þá sérstaklega Listdansskólans. Hún sýndi okkur þann mikla heiður að þiggja boðið sem mér fannst alveg rosalega flott hjá henni.“ Listdansskóli Íslands hefur verið starfræktur síðan árið 1952 og að sögn Arnar Guðmundssonar, skólastjóra skólans, er lokun skól- ans liður í einkavæðingu liststofn- ana á Íslandi. „Það má segja að það sé verið að kippa fótunum undan faginu með þessum aðgerðum.“ Örn segir að flestir listdansskól- ar í heiminum séu ríkisreknir og nefnir þar sem dæmi Konunglega danska ballettskólann sem einmitt sýndi nýverið í Þjóðleikhúsinu við frábærar undirtektir. „Skólinn er fyrir þá sem ætla sér atvinnu- mennsku í faginu og þetta hefur vægast sagt verið mikið áfall fyrir okkur.“ Því er vert að hvetja dansunn- endur til að mæta á sýninguna í kvöld í Tjarnarbíói sem hefst klukkan átta og er ókeypis. „Sýn- ingin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg, enda fáheyrt að mismunandi dansskólar samein- ist svona á einni sýningu,“ segir Sóley. Meðal annarra atriða er magadans frá Kramhúsinu og frá Magadanshúsinu og sýningar frá Jazzbellettskóla Báru og Ball- ettskóla Guðbjargar Björgvins, hip hop sýning frá Kramhúsinu og dansar frá Dansskóla Birnu Björnsdóttur. „Dansarar eru ekki að rífast og skammast heldur vilja sýna ráðherra fallegan dans.“ útskýrir Sóley. „Með þessu vonast þeir til að ná til þeirra sem völdin hafa.“ annabjornsson@frettabladid.is DANSAÐ FYRIR RÁÐHERRANN Darraðardans í Tjarnarbíói í kvöld SÓLEY KALDAL Umsjónarmaður dans- sýningarinnar Darraðardans í boði Hins hússins. HÁRPRÚÐAR Steinunn Hauksdóttir, Þóra Steingrímsdóttir og Hrund Eðvarðsdóttir voru ánægðar með nýju stofurnar. STOLTIR EIGENDUR Svavar Örn og Jónína Hallgrímsdóttir opnuðu stofur sínar hlið við hlið í Radisson SAS hótelinu við Pósthússtræti. Nýjar stofur á Radisson SAS FJÖRUGAR Kristín Guðjónsdóttir og Rann- veig Karlsdóttir skemmtu sér langt fram á kvöld ásamt öðrum gestum. ÁNÆGÐAR MEÐ ÁRANGURINN María Fjóla Pétursdóttir og Þóra Baldvinsdóttir flug- freyjur hönnuðu útlit hársnyrtistofunnar. LÉTU SIG EKKI VANTA Lilja Rún Kristmundsdóttir, Daníel Örn Hinriksson og Björk María Kristmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.