Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 89

Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 89
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SPENNUSÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 0 0 - Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ - Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ KROSSTRÉ EFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Fertugur arkitekt finnst lífshættulega slasaður við sumarbústað sinn við Þingvallavatn. Við rannsókn kemur í ljós að hinn slasaði er flæktur í þéttan vef svika og lyga þar sem fjölskylda hans, ástkona og samstarfsmenn eru bæði fórnarlömb og þátttakendur. SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR Mér finnst alltaf svo skemmti-legt að bera saman tölur í því skyni að ráða eitthvað út úr þeim og jafnvel spá fyrir um óorðna hluti - að sjálfsögðu þó frekar í gamni en alvöru. Þess vegna rak forvitni mín mig til að bera saman tölur úr formannskjöri Samfylk- ingarinnar, sem fram fór í lok maí, við tölur úr prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík um síðustu helgi. NÁNAST jafnmargir kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og kusu í formannskjöri Samfylkingarinnar, sem fram fór með póstkosningu, eða rétt ríflega tólf þúsund manns. Ein af ástæð- unum fyrir því að ákveðið var að hafa póstkosningu var sú að þátt- takan yrði þannig sem mest. En ekki þurfti það til svo Sjálfstæðis- menn nýttu atkvæði sitt, því þeir flykktust á kjörstað. FÉLAGAR í Sjálfstæðisfélögun- um í Reykjavík eru að sama skapi nánast jafnmargir og félagar í Samfylkingu á landsvísu, eða um tuttugu þúsund. Kosningaþátttak- an í báðum tilfellum var þar af leiðandi jafnmikil, eða um sex- tíu prósent, sem telst víst mjög gott. Báðir flokkar stærðu sig að sjálfsögðu af frábærri kosninga- þátttöku sem þeir sögðu til marks um hversu vel flokkurinn stæði og fylgi hans væri gott um þær mundir. SMÖLUNIN var mikil í aðdrag- anda beggja kosninganna. Sam- fylkingarfélögum fjölgaði um sjö þúsund fyrir formannskjörið og Sjálfstæðismönnum um tæp fjög- ur þúsund. EF gert væri ráð fyrir því að tölu- legt samhengi héldi áfram milli Samfylkingarinnar á landsvísu og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mætti leika sér að því að reikna hvernig Sjálfstæðisflokknum kemur til með að ganga í borg- arstjórnarkosningunum í vor. Ef hlutfall Sjálfstæðismanna, sem tók þátt í prófkjörinu miðað við þá sem kjósa munu flokkinn í vor, er hið sama og hlutfallið milli Samfylkingarmanna sem tók þátt í formannskjöri og kaus Sam- fylkinguna í Alþingiskosningum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun gjörsigra borgina! SAMFYLKINGIN hlaut alls 56.700 atkvæði í síðustu þingkosn- ingum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi jafnmörg atkvæði í borgar- stjórnarkosningunum í vor væri það 70 prósent atkvæða. Það yrði nú aldeilis stórsigur. xS=xDRvk.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.