Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 6
6 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi niður greiðslu skaðabóta og sektar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í marslok lögreglumann til að greiða fyrir að hafa ekið lögreglu- bíl í veg fyrir mótorhjól við Ægi- síðu í Reykjavík næstum ári fyrr. Ökumanni bifhjólsins höfðu verði dæmdar 195.000 krónur í bætur, en Hæstiréttur taldi kröf- una vanreifaða og vísaði henni frá dómi. Dómurinn taldi hins vegar bæði hættulegt og óforsvaranlegt af lögreglumanninum að aka í veg fyrir hjólið. Fyrr um kvöldið hafði lögregla elt hóp bifhjólamanna fyrir ofsaakstur. Hæstiréttur ákvað að fresta refsingu lögreglumannsins í tvö ár og hún fellur niður haldi hann skilorð þann tíma. Litið var til þess að maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu. - óká Hæstiréttur um lögregluþjón: Hættulegt og óforsvaranlegt ÞÝSKALAND, AP Stærstu stjórnmála- flokkum Þýskalands tókst í gær að ganga frá málefnasamningi sam- steypustjórnar sem Angela Merk- el, leiðtogi kristilegra demókrata, mun fara fyrir. Hún verður fyrsta konan sem sest í þýska kanslara- stólinn. „Við viljum gera meira úr Þýskalandi og við, stóru flokkarn- ir tveir, viljum með þessum stjórn- arsáttmála vinna aftur traust fólks á hæfni stjórnmálamanna (...) og sýna að við getum fengið ein- hverju áorkað fyrir landið okkar,“ sagði Merkel á blaðamannafundi eftir að stjórnarmyndunarviðræð- unum lauk í Berlín í gær, en þær voru langar og strangar. Stjórnarsáttmálinn verður á mánudag lagður fyrir aukaflokks- þing flokkanna, Jafnaðarmanna- flokksins SPD, Kristilega demó- krataflokksins og systurflokks hans í Bæjaralandi, CSU, en þau verða að leggja blessun sína yfir hann til að hin nýja „stóra sam- steypa“ geti sest að völdum. Gangi allt að óskum mun þingið kjósa Merkel kanslara hinn 22. nóvem- ber. Nærri fjörutíu ár eru síðan stóru flokkarnir störfuðu síðast saman í stjórn. - aa Stjórnarmyndun stóru flokkanna í Þýskalandi: Stjórnarsáttmálinn tilbúinn MERKEL HITTI HU Angela Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, tók sér tíma frá stjórnar- myndunarviðræðunum til að hitta Hu Jintao Kínaforseta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta ef kosið yrði nú til borgarstjórnar sam- kvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is. Fylgi flokksins mældist 53 pró- sent en með slíkt fylgi næði hann níu mönnum inn í borgarstjórn. Samfylkingin mældist með 31 pró- senta fylgi og fengi því fimm menn og Vinstri grænir sem mældust með 10 prósenta fylgi fengju því einn mann. Aðrir flokkar kæmu ekki inn manni. Einnig kom fram í könnun- inni að Stefán Jón Hafstein nýtur meira trausts sem borgarstjóra- efni Samfylkingarinnar heldur en núverandi borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir. 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust treysta honum betur en 33 prósent sögðust treysta Steinunni Valdísi betur. Ekki var mikill munur á milli kynja en þó nýtur Stefán Jón heldur meira fylgis meðal kvenna. Samtals voru 564 spurðir í þessari könnun sem gerð var dag- ana 7. til 8. þessa mánaðar. - jse Skoðanakönnun Frjálsrar verslunar fyrir Heim: Sjálfstæðismenn ynnu borgina Í BORGARSTJÓRN Ef marka má skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði yrðu ýmsar sviptingar í borg- arstjórn ef kosið yrði í dag. KJÖRKASSINN Á Fjármálaeftirlitið að birta hvaða fyrirtæki hafa brotið af sér við verðbréfaviðskipti? Já 40,5% Nei 59,5& SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti Óperan að rísa í Reykjavík? Segðu skoðun þína á Vísi.is STJÓRNMÁL Halldór sagði það eðlilegt að gengið væri hátt um þessar mundir vegna þess hversu þjóðin hefur ætlað sér mikils. „Við höfum einmitt lagt áherslu á það að atvinna sé mikil og vilj- um við ekki frekar meiri spennu en atvinnuleysi með öllum þeim hörmungum sem því fylgir fyrir heimilin í landinu. Ef ég mætti velja þarna á milli þá vel ég frek- ar mikla spennu og uppbyggingu heldur en atvinnuleysi,“ sagði Halldór. Hann sagðist skilja áhyggjur fólks vegna hás gengis og verð- bólgu en nú væru vextir húsnæðis- lána að lækka og eins gengið. „Og að mínu mati er engin forsenda fyrir því, eins og sakir standa, að Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti um næstu mánaða- mót,“ sagði hann. Halldór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að niðurstaða næð- ist í viðræðum um kjarasamning- ana svo að þeir héldust með eðlileg- um hætti. Halldór leitaði skýringa á því af hverju fylgi við Framsókn- arflokkinn mældist jafn lítið í skoð- anakönnunum og raun ber vitni um þessar mundir. „Það verður að segj- ast alveg eins og er að staða Fram- sóknarflokksins í skoðanakönnun- um er ekki ásættanleg.“ „Er það vegna þess að við höfum staðið okkur illa?“ spurði Halldór og svaraði sjálfur neit- andi og taldi upp fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings. „Ég tel hins vegar að við séum sem flokkur og einstaklingar ekki nægilega stolt af okkar verkum,“ sagði hann sem eina af skýring- unum og bætti við að framsóknar- menn væru feimnir og hógværir en tækju þó oftast við sér skömmu fyrir kosningar. Aðra skýringu sagði hann vera þá að framsóknarmenn hefðu ekki komið sínum málum nógu mikið á framfæri og skýrt nægilega vel frá árangri sínum. Hann sagði mikið liggja við að flokknum tækist vel til í sveitar- stjórnarkosningunum í vor því annars myndu menn taka því sem svo að hann sé ekki líklegur til stórræða í alþingiskosningum. jse@frettabladid.is Vill frekar spennu en atvinnuleysi Halldór Ásgrímsson fór vítt og breitt í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann sagði engar forsendur fyrir því að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Halldór fór víða í ræðu sinni í gær og leitaði skýringa á litlu fylgi flokksins. Einnig sagði hann að Seðlabankinn hefði engar forsendur til að halda áfram að hækka vexti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PERÚ Stjórnvöld í Perú hafa kall- að sendiherra sinn í Japan heim sökum þeirrar ákvörðunar jap- anskra stjórnvalda að berjast fyrir rétti Alberto Fujimori sem bíður nú framsals til Perú frá Chile. Fujimori hefur bæði perúskt og japanskt ríkisfang og hefur síðastliðin fimm ár búið í Japan í útlegð en dvelur nú í fangelsi í Chile. Verði hann framseldur til Perú bíða hans löng réttarhöld en hann er talinn bera ábyrgð á morðum öryggissveita landsins á uppreisn- armönnum í stjórnartíð sinni sem forseti. ■ Fujimori-málið: Sendiherra kallaður heim Slapp ómeiddur eftir bílveltu Bíll valt á Biskupsstungnabraut, skammt frá Svínavatni í gær. Ökumað- urinn var einn í bílnum. Hann virðist hafa sloppið með minni háttar meiðsl en hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi til rannsókna. Sprengjusérfræðingar í útkall Tveir menn úr sprengjusveit Landhelg- isgæslunnar lögðu í gær af stað með björgunarþyrlunni Líf til að gera óvirkt tundurdufl sem kom upp með veiðar- færum togarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401. Skipið er statt á Skrúðsgrunni út af Austfjörðum. LÖGREGLUFRÉTTIR Tína upp hundaskít Hundaeig- endur ætla að gera sér glaðan dag á Geirsnefi í dag og tína hundaskít. Þrátt fyrir að öll aðstaða sé til að hreinsa upp eftir hunda þarna, skortir á hirðu- semi hundaeigenda, sem getur leitt til þess að hundar veikist og jafnvel drepist. HUNDAEIGENDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.