Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 12
12 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Primera
Ver›tilbo› 2.090.000.-
Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, cruise control
og bakkmyndavél í lit.
PRIMERA
NISSAN
EKKERT
VENJULEGUR
SKIPT_um stíl
Karl Gústaf og Sylvía Svíakonungur
og -drottning arka hér um Walpa-gljúfr-
ið við Kata Tjuta, um 300 kílómetra frá
Alice Springs í Ástralíu, á fimmta degi af
sex í opinberri heimsókn þeirra. MYND/AP
KYNJADÝR Vísindamenn hafa fund-
ið hauskúpu af sjávarkrókódíl sem
svamlaði um heimsins höf fyrir 135
milljónum ára.
Fjölþjóðlegur hópur vísinda-
manna kynnti rannsóknir sínar
á hauskúpunni í fyrradag í vef-
útgáfu tímaritsins Science en tæp
tíu ár eru síðan kúpan fannst á
fornum sjávarbotni í Argentínu.
Hún er talin vera af tæplega fjög-
urra metra langri risaeðlu sem var
uppi á júratímabilinu. Beinaleifar
benda til að hún hafi haft fjórar
sundblöðkur og sporð.
„Þetta dýr var að líkindum það
síðasta af sinni ætt og án efa það
furðulegasta í hópi sjávarkrókó-
díla,“ sagði Diego Pol, einn vísinda-
mannanna, í samtali við AP-frétta-
stofuna. Það eru orð að sönnu því
trjóna dýrsins er mun styttri en sú
sem krókódílar skarta yfirleitt og
tennurnar eru stórar og sagarlaga.
Af því draga vísindamennirnir
þá ályktun að aðalfæða Godzilla,
eins og þeir eru þegar farnir að
kalla kvikindið sem á latínu nefnist
Dakosaurus andiniensis, hafi verið
stórar sjávarskepnur. Af þeim var
nóg í höfunum á þessum tíma eins
og hinar 22 metra löngu hvaleðlur
eru dæmi um. Ekki er þó talið að
Godzilla hafi getað lagt sér slík-
ar ófreskjur til munns, þrátt fyrir
sagartennurnar ógurlegu. - shg
Beinaleifar áður óþekkts fornkrókódíls hafa fundist í Argentínu:
Gerólíkur öðrum krókódílum
DAKOSAURUS Til vinstri sést ljósmynd af
höfuðkúpunni en til hægri er tölvugerð
mynd af höfði skepnunnar eins og vísinda-
menn telja það hafa litið út.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÍBERÍA Ellen Johnson-Sirleaf er
fyrsta konan sem nær kjöri sem
forseti Afríkuríkis en þegar þorri
atkvæðanna í líberísku þingkosn-
ingunum hefur verið talinn hefur
hún öruggt forskot á George
Weah, keppinaut sinn. Hann segir
brögð hafa verið í tafli.
Þegar 91 prósent atkvæðanna
úr síðari umferð líberísku forseta-
kosninganna, sem fram fór fyrr
í vikunni, hafði verið talið í gær
höfðu 59 prósent kjósenda greitt
Johnson-Sirleaf atkvæði sitt en 41
prósent Weah. „Ég held að úrslitin
séu mjög skýr, ég er afar auðmjúk
yfir að líberíska þjóðin skyldi
hafa valið mig til að leiða lands-
menn á braut sátta og uppbygg-
ingar,“ sagði hún í útvarpsviðtali
við BBC. Hún kvaðst vonast til að
sigur sinn hvetti kynsystur sínar í
Afríku til frekari dáða.
Enn á eftir að telja atkvæði
úr afskekktari sveitahéruðum
landsins og því gæti dregist um
tvær vikur að tilkynna endanleg
úrslit. Bráðabirgðaniðurstöður
kosningaeftirlitsmanna á vegum
Efnahagsbandalags Vestur-Afr-
íkuríkja benda til að kosningarn-
ar hafi farið heiðarlega fram og
litlir hnökrar verið á framkvæmd
þeirra.
George Weah og stuðnings-
menn hans vísa þeim dómi hins
vegar algerlega á bug og segja
að brögð hafi verið í tafli. Weah
sýndi blaðamönnum kjörseðla
sem hann sagði formerkta John-
son-Sirleaf. Þessum seðlum hafi
starfsmenn kjörstjórna stungið í
kjörkassana.
Johnson-Sirleaf fæddist árið
1938 en á sínum yngri árum naut
hún þeirra forréttinda að hljóta
menntun í bestu háskólum Banda-
ríkjanna. Á áttunda áratugnum
gegndi hún embætti fjármálaráð-
herra Líberíu en í kjölfar herfor-
ingjabyltingar árið 1980 missti
hún embætti sitt og sat um tíma
í fangelsi. Þegar Charles Taylor
tók að þjarma að herforingjunum
upp úr 1990 gerði Johnson-Sirleaf
þau mistök að styðja hann tíma-
bundið en það kom á daginn að
hann var engu skárri en þeir sem
höfðu haldið um valdataumana í
landinu.
Erfitt verk bíður nýja forset-
ans því efnahagur landsins er í
rúst og tortryggni er enn ríkjandi
eftir margra ára borgarastyrj-
öld. Johnson-Sirleaf virðist hins
vegar horfa björtum augum til
framtíðar. „Konur eru reiðubúnar
að skrifa söguna,“ sagði hún við
stuðningsmenn sína í gær. „Og
karlarnir eru tilbúnir að vinna
með okkur.“
sveinng@frettabladid.is
Sirleaf kjörin
forseti Líberíu
Allt bendir til að Ellen Johnson-Sirleaf sé sigurveg-
ari forsetakosninganna í Líberíu. Hún er þar með
fyrsta konan sem er kjörin forseti Afríkuríkis.
KJARNAKONA „Konur eru reiðubúnar að skrifa söguna,“ sagði Ellen Johnson-Sirleaf við
stuðningsmenn sína í gær. „Og karlarnir eru tilbúnir að vinna með okkur.“ NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Dómur yfir síbrota-
manni sem dæmdur hafði verið
í eins árs fangelsi fyrir margvís-
leg brot var ómerktur að hluta í
Hæstarétti í vikunni.
Héraðsdómur Norðurlands
eystra lét í vor gera upptæka
loftbyssu sem fannst við leit hjá
manninum, en hann var einnig
dæmdur fyrir innbrot.
Hæstiréttur benti á að mað-
urinn hefði játaði hluta sakar-
gifta en neitað öðrum án þess
að verjandi hans væri viðstadd-
ur. Var þeim hluta sakargifta
sem maðurinn játaði vísað aftur
heim í hérað til aðalmeðferðar og
dóms. - óká
Síbrotamaður dæmdur:
Málið að hluta
aftur í hérað
DANMÖRK Hafi Dani stutta skóla-
göngu að baki er líklegast að
hann hangi lengstum á barnum og
dreypi á öli en sé um langskóla-
genginn Dana að ræða svigna hill-
ur hans af bókum og hann sækir
leikhús og óperur.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sem Danska hagstofan hefur sent
frá sér og sýnir að ímynd Dana um
sjálfa sig er á rökum reist. Sýnir
hún mikinn mun á áhugamálum og
líferni eftir lengd skólagöngu og
menntun hvers og eins. ■
Sjálfsmynd Dana er á rökum reist:
Skólinn skiptir máli
BRAUTSKRÁNING Því fleiri gráður, því fleiri bækur í hillum og færri stundir á barnum.
DÓMSMÁL Hæstaréttur hefur vísað
aftur heim í hérað til málflutnings
og dómsálagningar bótakröfu sjó-
manns á hendur Granda hf. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur dæmdi í
apríllok sjómanninum rúma millj-
ón króna í bætur, en fyrir hafði
hann fengið greiddar tæpar fjórar
milljónir.
„Ekki verður séð að héraðs-
dómari hafi tekið rökstudda
ástæðu til málsástæðna áfrýjanda
sem snerta staðgreiðslu opinberra
gjalda og afsal hans á rétti til fyrr-
greindra bóta,“ segir í dómi Hæsta-
réttar og taldir annmarkar á hér-
aðsdómnum. Fyrir Hæstarétti dró
sjómaðurinn úr kröfum sínum,
en enn var deilt um við hvað ætti
að miða bótagreiðslurnar og eins
að dregin hafði verið frá bótum
fjárhæð sem svaraði staðgreiðslu
opinberra gjalda. - óká
Dómi vísað til héraðsdóms:
Annmarkar
ollu ómerkingu