Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 26
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í
smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
ELIZABETH CADY STANTON (1815-1902)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Biblían og kirkjan hafa verið
stærstu ásteytingarsteinarnir á
leið kvenna til frelsis.“
Elizabeth Cady Stanton barðist fyrir kvenfrelsi í Bandaríkjunum.
Á þessum degi árið 1982
slepptu pólsk yfirvöld Lech
Walesa, leiðtoga hinnar
útlægu hreyfingar Samstöðu,
úr haldi eftir ellefu mánaða
prísund. Aðeins tveimur
dögum áður hafði lögregla
notað táragas og vatns-
sprautur til að kveða niður
mótmæli stuðningsmanna
Samstöðu í Varsjá og öðrum
pólskum borgum.
Walesa var ákaft fagnað
þegar hann var látinn laus en
hann hafði verið handtekinn
13. desember árið áður þegar
herlög voru sett í landinu.
Flokkur hans var samt sem
áður bannaður áfram og fékk
ekki leyfi til að starfa á ný fyrr
en árið 1989. Walesa hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið
1983 en þorði ekki að fara úr
landi af ótta við að fá ekki að
snúa heim. Verðlaunin urðu
þó til að auka stuðning við
Samstöðu en ríkjandi stjórn
varð æ óvinsælli meðal íbúa
landsins.
Árið 1990 var Samstaða
komin í ríkisstjórn og Walesa
var kosinn forseti Póllands en
því embætti gegndi hann til
ársins 1995.
ÞETTA GERÐIST > 12. NÓVEMBER 1982
Lech Walesa sleppt úr haldi
LECH WALESA.
MERKISATBURÐIR
1927 Leon Trotsky er vísað úr
Kommúnistaflokknum í
Sovétríkjunum.
1944 Bretar sökkva þýska her-
skipinu Tirpitz þar sem það
liggur við akkeri í norskum
firði.
1954 Ellis-eyja, aðal innflytjenda
skráningarstöð Bandaríkj-
anna í 62 ár, lokar.
1967 Síðustu tíu íbúarnir flytja úr
Flatey á Skjálfanda. Nokkr-
um árum áður bjuggu þar
um hundrað manns.
1974 Þórbergur Þórðarson rithöf-
undur andast 85 ára.
1980 Geimskipið Voyager 1, tekur
fyrstu nærmyndirnar af
Satúrnusi.
1991 Gjaldþrotaskipta er óskað
fyrir Íslenska stálfélagið hf.
ANDLÁT
Ingibjörg Þórólfsdóttir, Voga-
tungu 35, Kópavogi, andaðist á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
miðvikudaginn 9. nóvember.
Kristine Karoline Jónsdóttir,
Veghúsum 31, Reykjavík, andaðist
á heimili sínu miðvikudaginn 9.
nóvember.
JARÐARFARIR
11.00 Geir Dalmann Jónsson,
Dalsmynni, Norðurárdal,
verður jarðsunginn frá
Hvammskirkju.
11.00 Sverrir Steindórsson,
Grundartjörn 14, Selfossi,
verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju.
13.00 Sigríður Jónsdóttir frá
Stóruvöllum, Bárðardal,
síðast til heimilis að
Ási í Hveragerði, verður
jarðsungin frá Hveragerð-
iskirkju.
13.00 Skúli Jónsson bóndi á
Selalæk, Rangárvöllum,
verður jarðsunginn frá
Keldnakirkju.
13.30 Ásgerður Theodóra
Jónsdóttir, Hrísholti 12,
Selfossi, verður jarðsungin
frá Selfosskirkju.
14.00 Helga Karítas Rögnvalds-
dóttir, Sundstræti 25a,
Ísafirði, verður jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju.
14.00 Hermann Búason, Dvalar-
heimili aldraðra, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju.
14.00 Óli Sveinbjörn Júlíus-
son, verður jarðsunginn
frá Hafnarkirkju, Höfn í
Hornafirði.
Fyrir fjörtíu árum var Guð-
laugur Bergmann, umboðs-
maður hljómsveitar Lúdó
og Stefáns, að leita að ungu
fólki sem vildi skemmta
ungu fólki. Þá voru haldnir
unglingadansleikir í Lídó,
Bítlarnir að verða vinsælir
og allt í einu urðu ungling-
ar sérstakur þjóðflokkur.
Það var um þetta leyti sem
Guðlaugur uppgötvaði hina
sextán ára Þuríði Sigurðar-
dóttur sem síðar varð ein
ástsælasta dægurlagasöng-
kona þjóðarinnar.
„Guðlaugur var í hand-
bolta með bróður mínum
og nefndi við hann hvort
hann vildi koma fram. Það
þótti Ævari bróður mínum
fráleitt og benti því á mig,“
segir Þuríður þegar hún
minnist upphafs ferils síns.
Þau systkin voru börn Sig-
urðar Ólafssonar söngvara
og því þótti sjálfsagt að þau
gætu sungið. Þuríður var
nú heldur treg til en Guð-
laugur fékk hana þó til að
mæta á æfingu í Þórskaffi
þar sem hún tók eitt lag
með hljómsveitinni. „Ég
ætlaði að láta þar við sitja,
því mér leið ekkert rosalega
vel með þetta og var bara
feimin,“ segir Þuríður en þá
var of seint að hætta við því
Guðlaugur hafði þá þegar
auglýst hana sem nýja söng-
konu þann örlagaríka dag,
13. nóvember 1965.
Þuríður minnist þess að
hún hafi ekki átt nein föt
til að syngja í, en þemað
var Sonny og Cher. „Cher
var sérkennilega klædd
í þröngum buxum með
útvíðum skálmum, sem
var tíska sem varla var
komin til landsins og fékkst
ekki í verslunum,“ minnist
Þuríður en hún dó þó ekki
ráðalaus. „Ég fór í fata-
skápinn, tók sparikjólinn
hennar mömmu og klippti
hann niður í svona búning,“
segir Þuríður og skellir upp
úr, en móðir hennar fyrir-
gaf henni þó athæfið.
Þuríður segist í eðli sínu
vera feimin og því alls ekki
sjálfgefið að hún yrði lang-
líf í sviðsljósinu. Eitt leiddi
þó af öðru og Svavar Gests
hafði samband við hana og
vildi láta hana syngja inn á
hljómplötu og Þuríður lét til
leiðast.
„Ég var eina stelpan og
datt inn í þetta karlasam-
félag í hljómsveit Magn-
úsar Ingimarssonar og fór
að syngja fyrir fólk sem
var mun eldra en ég,“ segir
Þuríður sem hafði ekki einu
sinni aldur til að vera inni
á ballstöðunum. Hún segir
reynsluna þó ekki hafa
verið skemmandi á neinn
hátt fyrir hana sem ungl-
ing enda hafi strákarnir í
hljómsveitinni komið fram
við hana sem slíkan. „Þegar
við vorum búin að spila úti á
landi var ég kysst góða nótt,
meðan þeir fóru kannski í
partí,“ segir hún hlæjandi
og grunar að faðir hennar
hafi haft þar einhver áhrif.
Þuríður söng með ýmsum
hljómsveitum á næstu
árum en það var þó alltaf
draumur hennar að gerast
myndlistamaður og var
það upphaflegt markmið
hennar með því að ráða sig
með hljómsveit að spila öll
kvöld að geta safnað fyrir
námi í myndlistarskólan-
um. Draumurinn rættist og
útskrifaðist Þuríður með BA
gráðu í myndlist árið 2001. Í
fyrra var hún útnefnd bæj-
arlistamaður Garðabæjar.
„Þetta var mikill heiður og
mig langaði að borga fyrir
mig,“ segir Þuríður sem
fékk þá hugmynd að gera
það með tónlist. Þuríður
heldur þrenna tónleika á
næstunni þar sem hún rifj-
ar upp dægurlög sem hún
hefur sungið á ferli sínum.
Lög eins og Ég ann þér enn,
og Ég á mig sjálf, sem er
einnig heiti tónleikaraðar-
innar. Fyrstu tónleikarnir
verða á Hótel Geysi í kvöld,
á Garðatorgi fimmtudaginn
17. nóvember og í Salnum,
Kópavogi sunnudaginn 20.
nóvember, en efnisskráin á
tónleikunum verður ekki öll
sú sama. ■
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Á FJÖRUTÍU ÁRA SÖNGAFMÆLI:
Klippti sparikjól mömmu í
Sonny og Cher-búning
FEIMIN AÐ EÐLISFARI Það var aldrei ætlun Þuríðar að gerast söngkona enda leið henni ekki vel á sviði til að byrja með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPILAÐ Á RÖÐLI Þuríður syngur með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Í kvöld eru fyrstu tónleikar af þremur þar
sem hún rifjar upp dægurlög sem hún hefur sungið á ferli sínum.
1840 Auguste Rodin
myndhöggvari.
1866 Sun Yat-Sen,
kínverskur
uppreisnarleiðtogi.
1929 Grace Kelly
leikkona.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
BEÐIÐ Í KATMANDÚ Hindúar biðja
í ánni Bagmati á Chhat-hátíðinni í
Katmandú í Nepal.
AP
AFMÆLI
Samúel Örn
Erlingsson sjón-
varpsmaður er 46
ára.
Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir útvarps-
kona er 42 ára.
Arnar Gauti Sverr-
isson sjónvarps-
maður er 34 ára.
www.steinsmidjan.is
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Sigríður Jósefsdóttir
Hringbraut 50, (áður Tómasarhaga 44)
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn
9. nóvember.
Útför hennar verður gerð frá Eyvindarhólakirkju,
Austur-Eyjafjöllum, og verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.