Fréttablaðið - 12.11.2005, Side 34
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR34
Esi Edugyan var stödd í bóka-búð í Viktoríuborg í Kan-ada árið 1999 þegar hún dró
bók af handahófi fram úr hillunni.
Bókin var Sjálfstætt fólk eftir Hall-
dór Laxness, í enskri þýðingu J.A.
Thompson.
„Ég byrjaði að lesa þarna í búð-
inni og langaði um leið að kaupa
bókina og heimsækja Ísland,“ segir
Esi, sem var tilnefnd til Hurston/
Wright Legacy verðlaunanna,
sem afhent voru í New York fyrr
í þessum mánuði, fyrir bók sína
The Second Life of Samuel Tyne.
Verðlaunin veita rithöfundar af
afrískum uppruna hver öðrum.
Bókin kom út hjá Knopf Can-
ada forlaginu vorið 2004 og hlaut
lofsamlega dóma. Síðan hefur hún
komið út í Englandi og Bandaríkj-
unum og nú síðast í Hollandi.
Esi, sem nú er 28 ára, er stödd
á Íslandi til að ljúka við næstu bók
sína en hún gerist að hluta til hér
á landi. Henni var úthlutuð fimm
vikna dvöl á Skriðuklaustri en þar
er lögð áhersla á að fá útlendinga til
rit- og fræðistarfa.
Kanadískar hefðir og afrískir siðir
Foreldrar Esi eru báðir frá Gana
en Esi fæddist og ólst upp í kúreka-
borginni Calgary í Alberta-fylki í
Kanada. „Ég ólst upp við skemmti-
lega blöndu af kanadískum hefðum
og afrískum siðum. Við borðuðum
til dæmis mikið af afrískum mat
og foreldrar mínir tilheyrðu sam-
heldnum afrískum vinahópi,“ segir
Esi, sem er yngst þriggja systkina.
Eldri systkini hennar fæddust í
Bandaríkjunum.
„Þó foreldrar mínir séu báðir
frá Gana kynntust þeir í San Franc-
isco þar sem faðir minn var að
ljúka meistaranámi í verkfræði og
móðir mín var við hjúkrunarnám.
Pabbi hafði heillast af Kanada svo
þau fluttu þangað skömmu áður en
ég fæddist,“ segir Esi.
Sem barn las hún mikið og var
sískrifandi og sinnti þessum áhuga-
málum sínum af slíkum krafti að
móður hennar leist vart á blikuna.
„Mamma var búin að fá nóg af
því að sjá mig sífellt með nefið niðri
í bókunum,“ segir Esi og hlær.
Hún lét hins vegar áhyggj-
ur móður sinnir ekki á sig fá og
lærði ritlist við Viktoríuháskóla í
Kanada. Hún útskrifaðist svo með
meistaragráðu í ritlist frá Johns
Hopkins-háskólanum í Baltimore í
Bandaríkjunum og kennir nú ritlist
við Viktoríuháskóla. Hún tók sér
þó frí frá kennslu í vetur og er eins
og fyrr sagði að leggja lokahönd á
annað handrit sitt á Skriðuklaustri.
Jafnframt vonast hún til að geta
byrjað að skrifa þriðju bókina sína
þar.
Fyrsta bók Esi, The Second Life
of Samuel Tyne, fjallar um erfið-
leika blökkumanns sem flytur frá
Gana til Kanada. Esi byggir hana á
reynslu foreldra sinna og annarra
Afríkubúa sem fluttust frá Afríku
til Vesturheims í byrjun síðustu
aldar fram á miðja öld.
Sagan gerist að miklum hluta til
í kanadískum bæ sem blökkumenn
byggðu í upphafi síðustu aldar en
hvítir eru meirihluti íbúa þegar
sagan gerist.
„Ég skrifaði bókina árið eftir
að ég lauk meistaranáminu en þá
vann ég í lagadeild kanadísku rík-
isstjórnarinnar í Toronto. Þetta
var alveg hræðilegt starf og ég
tók mér iðulega veikindafrí til þess
að skrifa en mætti síðan í staðinn
veik í vinnuna,“ segir hún og hlær
dátt.
Heillandi landslag á Íslandi
Esi dvelur á þremur listamannsaf-
drepum þennan vetur sem hún tekur
sér frí frá kennslu. Í maí dvaldi hún
í mánuð í kastala í Skotlandi og í
mars fer hún til sex mánaða dval-
ar í kastala skammt frá Stuttgart í
Sjálfstætt fólk dró
hana til Íslands
Kanadíski rithöfundurinn Esi Edugyan var 21 árs þegar hún rakst af tilviljun
á Sjálfstætt fólk og ákvað samstundis að hún yrði að fara til Íslands. Nú situr
hún á Skriðuklaustri og lýkur við aðra bók sína, sem gerist að hluta í Reykjavík.
Sigrún María Kristinsdóttir hitti Esi og forvitnaðist um uppruna hennar,
ritstörfin og Íslandsáhugann.
ESI EDUGYAN Kanadíski rithöfundurinn Esi Edugyan heillaðist af Íslandi þegar hún las
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.