Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 36
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR36
Nýverið lauk þriggja daga opinberri heimsókn Hu Jintao, forseta alþýðulýð-
veldisins Kína, til Norður-Kóreu.
Var þetta fyrsta heimsókn Hu
til landsins eftir að hann tók við
embætti.
Yfirlýstur tilgangur heim-
sóknarinnar var að innsigla vin-
áttu hinna gömlu bandamanna og
kepptust þeir Kim Jong-il, forseti
Norður-Kóreu, við að mæra sam-
félags- og efnahagshorfur beggja
ríkja við hátíðlegar athafnir.
Stjórnmálaskýrendur bæði
austan hafs og vestan eru hins
vegar sammála um að meg-
intilgangur heimsóknarinnar
hafi verið undirbúningur fyr-
irhugaðra kjarnorkuviðræðna
ríkjanna sex, Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku, Japans, Kína,
Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og
Rússlands, sem nú standa yfir
í Peking. Þá hefur heimsóknin
hleypt nýju lífi í samsæriskenn-
ingar um samband Kína og Norð-
ur-Kóreu.
Kínverska ríkisfréttastofan
hélt því til dæmis fram að mark-
mið Hu með heimsókninni hefði
ekki einungis verið að tryggja
að Norður-Kóreumenn mættu til
viðræðnanna heldur hefði ferðin
verið farin til að fá ríkisstjórn-
ina í Pjongjang til að standa við
samning þann sem Kínverjar
lögðu fram og undirritaður var í
Peking í september síðastliðnum.
Sá samningur er almennt talinn
marka þáttaskil varðandi kjarn-
orkuuppbyggingu á Kóreuskag-
anum.
Septembersamningur við Norður-
Kóreu
Með samkomulaginu féllust
Norður-Kóreumenn meðal ann-
ars á að hverfa frá áformum
sínum um smíði kjarnorkuvopna,
láta af hendi þau kjarnorkuvopn
sem nú þegar eru til staðar í
landinu og heimila eftirlitsmönn-
um frá Alþjóðakjarnorkumála-
stofnuninni að koma til lands-
ins í skiptum fyrir ýmiss konar
efnahags- og þróunaraðstoð frá
Bandaríkjunum og Japan.
Suður-Kóreumenn héldu því
fram að engin kjarnorkuvopn
væru til staðar innan þeirra
landamæra og Bandaríkjamenn
sögðust ekki hafa uppi nein
áform um að ráðast inn í Norður-
Kóreu.
Eftir undirritun samningsins
hefur ríkisstjórnin í Pjongjang
hins vegar gefið frá sér ýmsar
yfirlýsingar sem ekki þykja lofa
góðu um áframhaldandi sam-
starf.
Viðskiptahagsmunir ýta undir
stöðugleika
Ljóst er að samband Kínverja og
Norður-Kóreumanna er flóknara
í dag en það var á árum áður,
enda hafa þessar þjóðir verið að
þróast hvor í sína áttina. Valdhaf-
ar í Peking hafa verið í klemmu
um hvort þeim beri að styðja við
bakið á bandamönnum sínum eða
tryggja frið og stöðugleika á Kór-
euskaganum. Með aukinni alþjóð-
legri samvinnu hafa Kínverjar
viljað sýna fulla ábyrgð í utanrík-
ismálum og hafa því verið treg-
ari til að taka undir þær kröfur
Norður-Kóreumanna sem styggt
geta vesturveldin auk þess sem
viðskiptahagsmunir kalla á vin-
samlegri samskipti við Bandarík-
in og Suður-Kóreu.
Ýmis ummerki eru þó um að
bræðralag þjóðanna vari eitthvað
áfram því Kínverjar eru eftir sem
áður mikilvægustu bandamenn
Norður-Kóreu. Peking er í raun
eina höfuðborgin þar sem Kim
Jong-il getur treyst á pólitískan
stuðning auk þess sem mikilvæg
efnahagsleg aðstoð í formi mat-
vælagjafa, orku og tækniaðstoð-
ar við atvinnuuppbyggingu berst
frá Kína.
Norður-Kóreumenn eru á
hinn bóginn landfræðilega mik-
ilvægir bandamenn ríkisstjórn-
arinnar í Peking þar sem löndin
liggja saman að hluta. Pólistísk-
ur og efnahagslegur stöðugleiki í
Norður-Kóreu þjónar því beinum
hagsmunum Kínverja þar sem
efnahagslegt hrun og hugsanlegt
fall kommúnistastjórnarinnar í
Pjongjang gæti svipt Kínverja
þeirri landfræðilegu hindrun sem
Norður-Kórea gegnir gagnvart
hernaðarlegum uppgangi Banda-
ríkjanna í Suðaustur-Asíu, en
hernaðarsamvinna Bandaríkja-
manna og Japana hefur eflst auk
þess sem Bandaríkjamenn hafa
talsvert herlið í Suður-Kóreu.
Forgangsverkefni að koma í veg
fyrir vígbúnaðarkapphlaup
Flestum þeim sem tjá sig um
málið í Kína ber saman um að það
sé forgangsverkefni í kínverskri
utanríkisstefnu að halda Kóreu-
skaganum kjarnorkuvopnalaus-
um þó ekki sé nema til að koma í
veg fyrir hugsanlegt vígbúnaðar-
kapplaup í álfunni þar sem Suður-
Kórea, Japan og jafnvel Taívan
færu að keppast við að koma sér
upp kjarnorkuvopnum.
Hins vegar er einnig mikilvægt
fyrir þá að halda í mikilvægan
bandamann í norðaustri, sem óneit-
anlega flækir málið. Það verður
því fróðlegt að sjá hvernig Kín-
verjum tekst upp í yfirstandandi
viðræðum og hvort þeim tekst að
fá alla samningsaðila til að halda
áfram á þeirri braut sem lagt var
upp með í septembersamningnum,
sem bersýnlega þjónar kínversk-
um hagsmunum best.
Byggt á fréttum í Kína og frétta-
skýringum. Sveinn Kjartan Einarsson.
Kína og kjarnorkuvandi á Kóreuskaganum
Þessa dagana standa yfir í Peking viðræður um kjarnorkumál á Kóreuskaganum. Þótt öll spjót beinist nú að Norður-Kóreu eru
Kínverjar einnig í flókinni stöðu þar sem þeir freista þess að fá deilendur til að sættast á tímamótasáttmála sem undirritaður var
í byrjun september. Á sama tíma reynir á áratugagamalt vináttusamband þeirra við ríkisstjórnina í Pjongjang.
HÖFÐINGJARNIR HEILSAST Hu Jintao, forseti Kína (til vinstri), heilsaði starfsbróður sínum
í Norður-Kóreu, Kim Jong-il, með virktum við komuna til Pjongjang í októberlok. Staða
Kínverja með tilliti til kjarnorkumála á Kóreuskaga er allflókin. NORDIC PHOTOS/AFP
LOKASÝNING OKTÓBERBÍÓFEST OG
ALHEIMSFRUMSÝNING HOSTEL Í KVÖLD.
AÐ VIÐSTÖDDUM QUENTIN TARANTINO,
ELI ROTH, DEREK RICHARDSON, BARBARA
NEDELJAKOVA, CHRIS BRIGGS OG EYÞÓRI
GUÐJÓNSSYNI. UPPSELT.
Í Háskólabíói og Regnboga 26. október - 14. nóvember
„Aukasýning? Meira svona plebbasýning.“
- jökull ii
AUKASÝNINGARNAR Á HOSTEL ERU Á MORGUN, SUNNUDAG OG Á MÁNUDAG, KL. 20:00 Í REGNBOGANUM. ÖRFÁ SÆTI LAUS.