Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 38

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 38
[ ] Volkswagen-aðdáendur fagna áreiðanlega nýrri og stærri Jettu sem komin er á markað. Bíllinn er léttur og leikandi en hefur þó yfir sér virðulegan blæ. Nýr Volkswagen Jetta rennur ljúf- lega inn í Volkswagen-fjölskylduna. Það er eiginlega eins og hann sé Passat í aðra ættina og Golf í hina. Volkswagen-svipurinn leynir sér ekki og vissulega svipar honum meira til Passatsins í útliti. Hann er glæsilegur og sportlegur í senn og hefur í raun svipmót stærri bíls. Að innan er hið traustlega Volks- wagen-yfirborð allsráðandi. Þarna eru ekki teknir neinir sénsar held- ur farnar sígildar og um leið vand- aðar leiðir. Allt er hefðbundið og ekkert kemur á óvart. Bíllinn er afar vel búinn öllum þægindum og má í því sambandi nefna rafstýrða og rafhitaða útispegla, lesljós fram í og aðgengilega stillanlegt stýri. Sömuleiðis er bíllinn vel búinn geymsluhólfum og drykkjarhöldum. Af öryggbúnaði má nefna ESP-stöð- ugleikýringu og að bíllinn er afar vel búinn líknarbelgjum. Farang- ursrýmið er einnig afar rúmgott og nýtilegt miðað við stærð. Reynsluekið var annars vegar bíl með 1600 lítra 105 hestafla bensín- vél og hins vegar bíl með tveggja lítra 150 hestafla túrbódíselvél. Báðir voru bílarnir liprir með ein- dæmum og lágu vel og skemmtilega á vegi, þökk sé meðal annars fram- úrskarandi fjöðrun. Engan þarf þó að undra að sá síðarnefndi var til muna sprækari og því skemmtilegri en hinn sem var þó algerlega fram- bærilegur fjölskyldubíll í minni kantinum en díselbíllinn hefur til að bera snerpu og afl sem gerir akstur- inn afskaplega ánægjulegan. Volkswagen Jetta er bíll af þægilegri millistærð sem hentar til dæmis vel minni fjölskyldum og öðrum þeim sem vilja rúmgóðan en þó ekki of stóran bíl. Aðdáend- ur Volkswagenbíla eru fjölmargir. Þeim sem finnst Passatinn orðinn of stór en vilja samt bíl með fágaðra yfirbragð en Golfinn fá alveg örugg- lega það sem þeir vilja í nýju Jett- unni. steinunn@frettabladid.is eru algjörlega málið núna. Þeir sem eru ekki komnir á nagladekkin ættu að setja þau undir bílinn hið snarasta. Það er ekkert gaman að keyra á af því að maður hefur ekki sýnt nógu mikla fyrirhyggju. Nagladekk Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI BÍLSTJÓRAR - HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 • www.islandia.is/scania Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Létt og leikandi Jetta Volkswagen Jetta er sportlegur og um leið fallegur og rennilegur. Volkswagen-svipurinn leynir sér ekki að framan með áberandi grillinu. Innréttingin er afar hefðbundin og með vandað yfirbragð. Í mælaborðinu eru farnar hefðbundnar leiðir. Kringlótt afturljósin setja sterkan svip á bílinn. Skottið er þokkalega rúmgott miðaða við stærð bílsins. Mælar og tæki eru öll með afar hefð- bundnu sniði. REYNSLUAKSTUR Volkswagen Jetta 1,6 l 102 hestafla 5 gíra bensín (Trenline) 1.990.000 2 l 1 50 hestafla 6 gíra dísel (Sportline) 2.550.000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.