Fréttablaðið - 12.11.2005, Síða 39
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 3
Í desember verður kynntur nýr
L200 pallbíll frá Mitsubishi.
Við hönnun hans og smíði nýja l200
bílsins voru kröfur Dakar-ralls-
ins hafðar til hliðsjónar og til að
undirstrika það sækir bíllinn útlit
til Pajero Evo sem hefur unnið
Dakar-rallið.
Miklu var tilkostað við að gera
bílinn álíka þægilegan og fólksbíl
í akstri og umgengni en þó án þess
að slaka á kröfum sem gerðar eru
til pallbíla sem vinnuþjarka. Að
innan gefur hann stórum fólksbíl-
um lítið eftir í búnaði og þægindum,
til dæmis er bakhalli á aftursæti
meiri en gengur og gerist í pall-
bílum. Þá hefur farþegarými verið
stækkað, beygjuradíus minnkaður
og í bílnum má finna ýmsan stöð-
ugleika- og öryggisbúnað sem ekki
er algengur í pallbílum.
Þetta er fjórða kynslóð þessa
bíls sem hefur haft mjög sterka
stöðu í Evrópu undanfarna áratugi.
Stærðin hentar vel fyrir evrópskar
aðstæður; þröngar götur, stórborg-
ir og þröng stæði, enda var horft
sérstaklega til þarfa Evrópubúa
við hönnun bílsins.
Gírkassinn í bílnum er mjög
lipur og þegar bíllinn er á ferð
þarf ekki að kúpla til að skipta
um gíra. Pallurinn hefur fengið
andlitslyftingu svo um munar og
er ekki lengur bara kassi aftan á
bílnum, heldur fylgir hann hönn-
unarlínum hans og tekur þátt í að
skapa álitlegt heildarútlit. Eftir
sem áður hentar bíllinn vel sem
vinnubíll, til dæmis er burðarget-
an heilt tonn og pallurinn rúmar
Euro-vörubretti, hvort sem um er
að ræða Single Cab, Club Cab eða
Double Cab útgáfu bílsins.
Mótorinn er Common Rail 2,5
l díselknúinn með beinni innspýt-
ingu og uppfyllir kröfur Euro-4
staðalsins um mengun, sá eini sem
er í þessum flokki bíla, auk þess að
vera sérlega eyðslugrannur. Bíll-
inn fær 4 stjörnur í Euro-NCAP
árekstrarprófun.
Nýr L200 frá Mitsubishi verður
í boði hérlendis fyrri part næsta
árs. ■
Þegar ég var að læra á bíl átti öku-
kennarinn minn það til að missa út
úr sér óborganlega frasa. Þegar ég
spurði hvort mætti taka U-beygju
á ákveðnum stað svaraði hann: „Ef
það er ekki bannað, þá má það.“
Þetta hafa reynst mér góð visku-
korn. Þegar ég keyrði í Reykjavík í
fyrsta sinn og drap á bílnum á rauðu
ljósi, mitt á milli akreina, andvarp-
aði hann þungan og sagði alvarleg-
ur: „Einar...“ Enda var þetta í þrið-
ja skipti þann daginn. Þegar hann
sýndi mér í vélarhúsið benti hann
á viftureimina og sagði: „Hana geta
allir skipt um. Tja, nema konur.“ Ég
vissi reyndar betur en glotti samt.
Já, hann var oft spaugilegur,
karlinn. Þau orð sem ég hef oftast
minnst voru samt sögð í framhjá-
hlaupi þegar hann var að útskýra
eitthvað annað fyrir mér. „Reyndu
bara að keyra alltaf þannig að far-
þegunum líði vel.“ Ég reyndi að
fara að þessum ráðum og hægði á
mér fyrir allar beygjur, gaf hægt
inn og forðaðist að bremsa harka-
lega. Ekki stóð á viðbrögðunum.
Fyrstu farþegarnir höfðu á orði
hvað bílstjórinn væri nú góður öku-
maður og brostu út að eyrum. Og
ég brosti líka.
Þremur árekstrum seinna
fannst fólki reyndar ekki ástæða til
að halda hrósinu áfram en ég reyni
hvað ég get að minnast ráðanna
góðu þegar ég get. Á síðustu vikum
hef ég oft velt því fyrir mér hvern-
ig ég mundi koma orðum að þessu
góða veganesti ef ég væri ökukenn-
ari í dag. Hvernig ég gæti reynt að
hvetja unga ökumenn til að hræða
ekki líftóruna úr farþegum sínum
og öðrum í umferðinni og gera þá
að deluxe-ökumönnum.
Í þeirri von að þeim gengi betur
en undirrituðum að taka fyrstu
skrefin í umferðinni mundi setn-
ingin líklega hljóða eitthvað á þessa
leið: Reyndu bara að keyra alltaf
þannig að bíllinn á undan þér sé að
fara að nauðhemla vegna þess að
bílstjórinn er að leita að húsnúmeri,
sá á næstu akrein sé að bíða eftir að
komast inn í hliðina á þér, bensínt-
ankurinn sé tómur og þú keyrir á
gufunni einni saman, bremsurnar
séu svikular og þú sért sá eini sem
man að minnsta kosti óljóst hvern-
ig umferðarlögin eru.
Reynslan kennir mér nefnilega
að hvort sem maður er að reyna að
vera deluxe eða ekki, þá þarf maður
að horfa í kringum sig. ■
Deluxe ökumaður?
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Þótt hann hafi færst nær fólksbílum í þægindum og öryggisbúnaði er L200 ennþá vinnu-
þjarkur. Club Cab og Double Cab útgáfurnar rúma Euro-vörubretti á pallinum líkt og Single
Cab útgáfan.
Þægilegur pallbíll til allra nota
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI