Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 41

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 41
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 5 Um helgina stóðu yfir vaxtalaus- ir dagar hjá Bílalandi B&L. Þetta var í annað skipti á þessu ári sem kaupendum gefst kostur á að kaupa notaða bíla á vaxtalausum lánum og án lántökukostnaðar. Samkvæmt Helgu Guðrúnu Jónsdóttur, kynningarstjóra B&L, seldust 150 bílar um helgina. „Við bjuggumst við að þeir yrðu um 120 en salan fór fram úr okkar vonum, enda henta svona viðskipti mjög vel fyrir ákveðinn kúnnahóp.“ Um venjulega helgi seljast allt frá fimm og upp í tuttugu bílar hjá Bílalandi svo að ljóst er að boðið hefur höfðað til margra. „Frekar en að fá bíl á venjulegu tilboði og taka lán með vöxtum, sem geta svo endað í misháum greiðslum, er boðið upp á fastar afborganir og bíllinn er seldur á venjulegu verði. Með þessum hætti geta viðskiptin orðið hag- stæðari fyrir kaupandann þó að verðið á afsalinu sé hærra,“ segir Helga Guðrún. „Framboð okkar af notuðum bílum endurspeglast af sölu nýrra bíla. Sala þeirra hefur verið mjög mikil og því erum við með marga uppítökubíla á sölu. Gæðastaðall okkar miðar við að bílar stoppi helst ekki lengur en þrjá mánuði á planinu hjá okkur, það færi illa með þá að standa mikið lengur óhreyfðir. Þess vegna bregðum við á það ráð einu sinni á ári að bjóða vaxtalaus lán en í ár hefur selst svo mikið að við þurftum að endurtaka leikinn,“ segir Helga Guðrún. ■ Vaxtalaus lán heilluðu marga 150 bílar seldust um síðustu helgi á vaxtalausum dögum Bílalands B&L. Í vefversluninni Varahlutir.is er úrval varahluta. Þórður Braga- son eigandi heldur verði lágu með því að hafa umsvifin lítil. Varahlutir í bíla fást í miklu úrvali í netversluninni Varahlutir.is sem er í eigu Þórðar Bragasonar. „Mér hefur tekist að lækka verð varahluta með því að hafa litla umsýslu í kringum verslunina,“ segir Þórður sem selur algengustu varahluti í fjölmargar bílategundir í verslun sinni. Hún hefur starfað um hríð og segir Þórður að mjög vel gangi. Hann útskýrir að vefurinn sé mjög nákvæmur, viðskiptavinir velja einfaldlega bíltegund og gerð og sjá um leið hvaða hlutir eru til. Myndir eru af öllum gerðum bíla sem í eru seldir varahlutir og af hlutunum sjálfum sömuleiðis. „Ég tek eftir því að pantanir ber- ast frá sumum verkstæðum eftir að afgreiðslutíma þeirra lýkur. Þau eru farin að nota vefinn til að panta og þurfa því ekki að eyða tíma í símtalið.“ Þórður sjálfur hefur margra ára reynslu úr bílapartasölu. Langt er síðan áhugi á tölvum kviknaði og eftir að hafa spreytt sig í tölvu- geiranum og lokið rekstrar- og viðskiptanámi í Endurmenntun Háskóla Íslands sameinaði hann þessa ólíku reynslu og opnaði vef- verslunina. Verslunin er til húsa í Bæjar- hrauni 6 í Hafnarfirði og áhuga- samir geta kynnt sér málin betur á veffanginu www.varahlutir.is. ■ Vefverslun með varahluti Þórður Bragason hjá Varahlutum.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framboð á notuðum bílum hjá umboðum endurspeglast af sölu nýrra bíla. Löður tók nýverið í notkun nýjan vélbúnað í bílaþvottastöð sinni í Bæjarlind í Kópavogi. Stöðin er búin nýrri gerð af silkimjúkum svamp- burstum. Þeir eru gerðir úr sérstöku svampefni sem snertir bílinn mjög mjúklega í sápulöðrinu og minnkar þannig hugsanlegar skemmdir á yfirborðinu. Einnig er mögulegt að þvo bíla í stöðinni án burstanna og eru þeir þá meðhöndlaðir sérstaklega af starfs- mönnum Löðurs í forþvottinum. Nýja stöðin afkastar um 60 bílum á klukkutíma og geta fjórir bílar verið í stöðinni í einu. bílaþvottur } Silkimjúkir burstar NÝR VÉLBÚNAÐUR LÖÐURS KEMUR SÉRSTAKLEGA MJÚKLEGA VIÐ BÍLINN. 1 dál ur 9.9.2005 15:19 Page 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.