Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 42

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 42
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR6 Davíð Garðarsson hefur með góðri hjálp vinnufélaga sinna komið sér upp bíl sem uppfyllir kröfur G4 challenge-keppninnar. Bíllinn er að grunni til 1985 mód- elið af Range Rover sem breytt var fyrir 38“ dekk. Að sögn Dav- íðs er þó lítið eftir af bílnum nema yfirbyggingin. G4 Challenge er alþjóðleg rall- keppni sem Land Rover stendur að og er hún talin ein sú kröfuharð- asta sem um getur fyrir farartæki jafnt sem ökuþóra. Sérleiðir reyna verulega á torfæruhæfni keppnis- bílsins, auk þess sem keppandinn verður að sanna hæfni sína meðal annars í klettaklifri, torfæruhjól- reiðum og kajakróðri. Davíð, sem er bifvélavirki hjá B&L og einn framámanna Íslandrover, segist lengi hafa haft það á stefnuskránni hjá sér að koma upp íslenskri G4 útgáfu. Ástæðan sé þó ekki sú að hann stefni á þátttöku í G4. „Þetta er nú bara fyrir sjálfan mig gert og aðra áhugamenn um Land Rover. G4 bílarnir eru hrein- ræktuð torfærutröll og verkefnið spennandi með hliðsjón af því. Ég er jafnframt svo heppinn að nokkrir starfsfélaga minna sýndu þessu verkefni mikinn áhuga. Þeir höfðu síðan frumkvæðið að því að klára breytingarnar með mér í sjálfboðavinnu, þannig að þetta er ekki síður þeirra verk. Breytingarnar kröfðust þess að bíllinn væri tekinn í sundur nán- ast í frumeiningar. Svona vinnufé- lagar eru ekki á hverju strái.“ Eitt helsta einkenni G4 bílana er appelsínuguli liturinn. Hann er eitt af þeim skilyrðum sem þeir verða að uppfylla. „Önnur skilyrði lúta síðan að torfæruhæfninni. Þessir bílar verða að geta tekist á við nánast öll hugsanleg aksturs- skilyrði,“ segir Davíð að lokum. ■ Íslensk útgáfa af G4 keppnisbíl Hópurinn sem stóð að fyrstu íslensku útgáfunni af Land Rover G4 Challenge. Davíð Garðarsson er fjórði frá vinstri. Íslenska útgáfan af G4 Challenge er með uppgerða 5 strokka 160 ha díselvél úr Dis- covery, gírkassa úr Defender ´99, millikassa úr Discovery ´97 og drif úr Land Rover ´75.G4 Challenge sýnir getu í verki. G4 vísar til fjögurra gerða Land Rover, þ.e. Defender, Freelander, Discovery og Range Rover, en Range Rover Sport var ekki kom- inn á markað þegar rallkeppnin hóf göngu sína fyrir um áratug. Það er þýska blaðið Bild am Sonntag sem hefur haldið þessa árlegu keppni síðustu þrjá áratugi. Dómnefndin samanstendur af bílasérfræðingum, fólki úr skemmt- anabransanum og akstursíþrótta- mönnum. Við afhendinguna, sem fór fram í Berlín í vikunni, sagði forstjóri Fiat í Þýskalandi að þessi verðlaun væru mikill heiður og fylltu menn sjálfstrausti. Hann taldi þau boða kaflaskipti í sögu Grande Punto og velgengni Fiat. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum en keppinautar Grande Punto í smábílaflokki voru Volkswagen Fox, Renault Clio, Toyota Yaris og Peugeot 1007. Fiat Grande Punto kemur í sölu á Íslandi í janúar hjá Fiat umboðinu PTT. Fiat fær Gullna stýrið 2005 FIAT GRANDE PUNTO HLAUT Í VIKUNNI GULLNA STÝRIÐ Í FLOKKI SMÁBÍLA. Fiat Grande Punto hafði betur en Fox, Yaris, Clio og Peugeot 1007. BÍLAUMBOÐIÐ ASKJA HEFUR OPNAÐ VEL BÚIÐ VÖRU- OG VINNUBÍLAVERK- STÆÐI VIÐ SKÚTUHRAUN Í HAFNAR- FIRÐI. Í nýja verkstæðinu verður öll starfsemi Öskju sem lýtur að vöru- og vinnubíl- um, svo sem söludeild, verkstæði og varahlutadeild. Húsnæðið er 1.200 fermetrar og búið lyftum, gryfju og bremsuprófara, auk allra þeirra tækja sem tilheyra Mercedez-Benz verkstæð- um. Boðið er upp á allar viðgerðir, reglubundið viðhald og smurþjónustu. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir okkur enda eftirspurn eftir þjónustu við Mercedes-Benz bifreiðir verið mikil hjá okkur frá opnun, ekki síst fyrir vinnu- og vörubifreiðar, segir Hannes Strange, framkvæmdastjóri Öskju. „Við erum núna að bæta við okkur starfsfólki og leitum sérstaklega eftir bifvéla- og vélvirkjum. Okkur er það kappsmál að veita Mercedes-Benz eigendum fyrirtaks þjónustu á örugg- an og vandaðan hátt og ný aðstaða í Hafnarfirði er því mikilvæg.“ Sala, þjónusta og afgreiðsla fólksbíla- varahluta fer eins og áður fram hjá Öskju á Laugavegi 170. Askja opnar Benz-verkstæði þjónusta }

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.