Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 44
[ ] Mæðgur, gullsmiður og textíl- hönnuður, reka saman verslun- ina Hún og hún á Skólavörðu- stíg. Þar selja þær hönnun sína. Sif Ægisdóttir gullsmiður hefur rekið skartgripaverslunina Hún og hún á Skólavörðustígnum í þrjú ár. Móðir hennar sem er textílhönnuð- ur rekur verslunina með henni og þær mæðgur hafa unnið skartgripi saman. Sif lærði gullsmíði í Finnlandi og kláraði námið 1996. „Ég byrj- aði reyndar á því að læra skúlptúr í Myndlista- og handíðaskólanum áður en ég fór í gullsmíði,“ segir Sif. Fyrst eftir að hún kláraði gullsmíða- námið vann hún við aðra hluti en var með vinnustofu og seldi skart- gripina sína í verslunum hjá öðrum. Það kom þó að því að Sif ákvað að opna verslun sjálf. „Við mamma rekum verslunina tvær saman. Hún er textílhönnuður og hefur verið að vinna svolítið úr hrosshári og ull. Við höfum líka verið að vinna skartgripi saman,“ segir hún. Sif segir að þótt hún hafi lært skúlptúr líka sé hún aðallega að gera skartgripi. „Ég fékk að vísu það verkefni um daginn að gera einn lítinn skúlptúr en ég hef ekki gert mikið af skúlptúrum síðan ég var að læra það. Ég hef að vísu stundum blandað þessu aðeins saman og lokaverkefnið mitt í skólanum í Finnlandi voru hringar sem voru eins og skúlptúrar þegar þeir voru ekki í notkun og gátu þá staðið sjálfir.“ Sif gerir aðallega skartgripi út frá eigin hugmyndum en segir að það komi þó fyrir að fólk sé með sérstakar óskir sem hún reyni að uppfylla. „Svo hef ég verið með barnaskartgripi sem ég smíða eftir barnateikningum. Ég byrjaði að smíða skartgripi eftir teikn- ingum minna eigin barna og svo hefur fólk verið að koma með sínar teikningar og ég hef smíðað eftir þeim líka. Þetta eru aðallega háls- men en ég hef líka gert nælur og hringa.“ Sif segir að flestir skartgrip- irnir sem hún hannar séu einstak- ir en hún hefur þó aðeins verið að gera skartgripalínur. Hún segir að verslunin hafi gengið mjög vel frá því hún opnaði og hún er ánægð í starfinu. „Mér finnst mjög gaman að skapa og fá útrás fyrir nýjar hugmyndir,“ segir Sif. emilia@frettabladid.is Skartgripir og skúlptúrar Mæðgurnar Sif Ægisdóttir gullsmiður og Guðrún Marinósdóttir textílhönnuður reka verslunina Hún og hún á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hálsmen og dýranæla, hann- að eftir barnateikningu. Hálsmen, hannað eftir barnateikningu Hálsmen og næla með andliti, hannað eftir barnateikningu. Förðun við öll tækifæri og ýmis námskeið Full búð af Madina snyrtivörum Erum flutt á Laugaveg 30a Laugaveg 30a Lesendur „Allts“ er fólk með áhuga á efni hverrar opnu og eru auglýsingarnar eðlilegur hluti lesefnisins og ein af ástæðum þess að þeir staldra við. Það er með öðrum orðum, vel skilgreindur og áhugasamur hópur, sem skoðar t.d. þessa auglýsingu. Grunnhugmyndin á bak við „Allt“ er að flokka auglýsingar og staðsetja í lesefni sem vekur áhuga þeirra sem auglýsandinn vill ná til. „Allt“ er löngu tímabær og áhugaverður valkostur á íslenskum auglýsingamarkaði. ...um hús og heimili á mánudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05 eru að komast aftur í tísku. Fyrir utan að vera flottar eru þær frábærar til þess að halda hárinu frá andlitinu. Hárspangir ...um nám á miðvíkudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.