Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 37 HVERNIG ER KÍNVERSKA STAF- RÓFIÐ OG HVAÐ ERU MARGIR STAFIR Í ÞVÍ? Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kín- versku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um kínverska stafrófið og eru þá að spyrja um kínverskt myndletur. Stafróf Stafróf er letur þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð. Á erlendum málum kallast stafróf „alphabet“ og er nafnið dregið af fyrstu tveimur stöfum gríska staf- rófsins, alfa og beta. Stafir staf- rófsins hafa einir og sér enga sér- staka merkingu. Runan A, B, B, A merkir ekkert sérstakt en sé bók- stöfunum raðað saman í orð vita margir hvað við er átt, til dæmis sænsku hljómsveitina ABBA, eða þá hana Öbbu-löbbu-lá í kvæði Davíðs Stefánssonar. Myndletur Hefðbundið ritmál Kínverja er myndletur en einnig er til kín- versk stafrófsskrift. Í myndletr- inu svarar hvert tákn til tiltekins orðs eða hugtaks og flest kínversk tákn hafa bæði merkingarhluta og framburðarhluta. Þeir lesendur Vísindavefsins sem hafa beðið okkur um að sýna sér kínverska stafrófið verða þess vegna að skilja að það er ekki hægt. Sam- kvæmt heimildum eru um 50.000 tákn í kínverskum orðabókum. Að birta kínversku táknin væri því eins og við ætluðum okkur að birta í einu svari öll íslensk orð sem til eru. Það væri afar leiðinleg lesn- ing og lesendur hefðu meira gagn af því að fletta einfaldlega upp í orðabókinni sinni. Kínverskar orðabækur á netinu Þeir sem vilja kynna sér kínversk tákn geta gert það á auðveldan hátt á netinu með því að nota orða- bók á síðunni http://zhongwen. com/. Þar er hægt að setja inn ensk orð og sjá hvernig þau líta út á kínversku. Að lokum má geta þess að til er svokallað pinyin-kerfi til að rita kínversku með latínuletri en það byggist á framburði mandarín- kínversku í Peking. Jón Gunnar Þorsteinsson, bók- menntafræðingur ER HÆGT AÐ VERA LESBLINDUR Á KÍNVERSKT MYNDLETUR? Það er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur. Stundum er öðru þó haldið fram og má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfið- leika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“. Grein byggð á misskilningi Grein þessi vakti að vonum mikla athygli og ýtti undir þá skoðun að lesblinda væri ekki til í Kína eða væri að minnsta kosti ekki algeng. Nú er orðið ljóst að hér var um misskilning að ræða og seinni rannsóknir hafa staðfest að kínversk börn geta átt í fullt eins miklum erfiðleikum með lestur eins og börn sem læra að lesa stafrófsskrift. Þetta kom til dæmis fram í rækilegri rann- sókn sem gerð var árið 1982 þar sem borin var saman lestrargeta fimmtubekkinga í Taívan, Japan og Bandaríkjunum. Sýndi hún sambærilega dreifingu lestrarget- unnar í löndunum þremur. Lestur krefst skilnings á eðli ritmáls Ekki var mark takandi á niður- stöðunum sem birtust í greininni í Science þar sem þær byggðust á yfirborðslegum skilningi á eðli hins kínverska ritmáls. Í rann- sókninni lærðu bandarísku börnin aðeins að tengja tiltölulega fá kín- versk tákn við ensk orð. En það er ekki lestur, til þess þarf langtum dýpri skilning á eðli ritmálsins hvort sem um er að ræða staf- rófsskrift eða kínversk rittákn. Flest kínversk rittákn eru gerð úr tveimur hlutum; annar veitir vísbendingu um framburð tákns- ins en hinn um merkingu þess. Sá sem ætlar sér að verða læs á kín- versku verður að læra að ráða í báða þessa hluta en ekkert reyndi á það í fyrrnefndri athugun. Hljóðkerfisvitundin mikilvæg Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að svonefnd hljóðkerfisvit- und skiptir mestu máli fyrir það hve fljótt börn verða læs á staf- rófsskrift. Nýlegar kínverskar rannsóknir benda til þess að hljóð- kerfisvitundin sé líka mikilvæg börnum sem eru að læra að lesa kínversku en sé þó hugsanlega ekki eins áhrifaríkur þáttur og hjá börnum sem læra að lesa staf- rófsskrift. Hér má þó skjóta því inn að bæði á meginlandi Kína og á Taívan mun nú vera byrjað á að kenna börnum að lesa kínverska stafrófsskrift áður en hafist er handa við að kenna hið hefð- bundna ritmál. Jörgen Pind, prófessor í sálarfræði við HÍ Kínverskt myndletur VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað eru deilitegundir, hvað þýðir orðið Hvítserkur, hvað er mikill straumur í einni eldingu, hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku, hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent, og hvað er kjörþögli? Hægt er að lesa svör við þessum spurning- um og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is KÍNVERSKT LETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.