Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 80
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR56 Ingi Þór Jónsson, sendiherra Alheimsleika samkynhneigðra í Evrópu sem verða haldnir í Kan- ada á næsta ári, er staddur hér á landi á vegum Samtakanna 78. „Þeir buðu mér að kynna þau verkefni sem ég er að gera erlend- is varðandi íþróttir og minnihluta- hópa í heiminum,“ segir Ingi Þór, sem er búsettur í Manchester. Forsvarsmönnum ÍSÍ hefur einnig verið boðið á fundinn ásamt meðal annars Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni. Ingi Þór játar að það sé brjálað að gera sem sendiherra Alheims- samtakanna. „Ég var líka nýlega valinn forseti heimssamtakanna Proud Out Olympians, sem berj- ast fyrir hómófóbíu í sporti um allan heim, svo samkynhneigðir hafi til dæmis sama rétt og aðrir í sambandi við styrkveitingar.“ Ingi segist vera feginn að vera kominn til Íslands, en hann hefur verið búsettur erlendis í átján ár. „Ég frestaði meira að segja París- arferð til að koma hingað. Þetta er miklu, miklu merkilegra verkefni og meira spennandi.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir það mjög gott að fá Inga til lands- ins. „Ég var himinlifandi þegar ég las þessa grein í Fréttablaðinu í sumar um hann. Þess vegna ákvað ég að biðja hann um að koma. Hann er í stöðu sem er að vekja athygli á þessum málum og okkur þótti tilvalið að fá hann heim. Við ætlum okkur næstu tvö árin að breyta þessu seinasta vígi homm- afóbíunnar,“ segir Hrafnhildur. Á hún þar við það andrúmsloft sem virðist vera ríkjandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart samkynhneigðum og sérstaklega þá hommum. Hrafnhildur segir að það sé ekki á stefnuskránni að stofna íþróttafélag samkynhneigðra. „Við viljum ekkert vera sér. Við viljum fá að vera með hinum, eins og þetta á að vera. Við erum bara hluti af landslaginu,“ segir hún. Heim til hjálpar samtökum 78 INGI ÞÓR JÓNSSON Ingi Þór er háttsettur fulltrúi innan íþróttahreyfingar samkynhneigðra. FRÉTTIR AF FÓLKI Cameron Diaz hefur lýst því yfir að bestu verðlaunin sem hún hafi fengið séu þau sem hún fékk fyrir að vinna ropkeppni. Leikkonan tók þátt í ropkeppni í sjónvarpinu. „Ég vann einu sinni Nickelodeon-ropkeppni í litlum sjónvarpsþætti. Ég gleypti heila dós af Diet Coke áður en ég fór á svið og svo bara „rooop“. Ég held að þetta séu bestu verðlaunin sem ég hef nokkurn tíma unnið,“ sagði leikkonan stolt. Christina Aguilera er að plana brúðkaup- ið sitt og Jason Bateman sem haldið verður í næsta mánuði. Söngkonan segir að einungis nánir vinir og fjölskylda verði viðstödd athöfnina og að brúð- kaupið verði alls ekki of viðamikið. „Þetta verður svona ekta helgar- brúðkaup. Hvert kvöld verður með þema og ég held þetta verði töfrum þrungið allt saman,“ sagði Christina ánægð. Emma Bunton segist vera orðin of gömul til að klæðast mínípilsum. „Ég ætla aldrei að klæðast mínípilsum aftur. Ég hata tímaritin þar sem maður sér myndir af einhverjum að stíga út úr bíl og þeir hafa dregið hring utan um smá appelsínuhúð sem sést á myndinni. Ég yrði miður mín ef þetta kæmi fyrir mig,“ sagði hún. „Ég ætla því að halda mig við galla- buxur núna. Barnakryddið er liðin tíð. Ég er orðin of gömul fyrir þessa litlu búninga og mér líður ekki vel í þeim lengur.“ Pink segist myndu vilja táldraga Kelly Osbourne. Söngkonan, sem er trúlofuð mótorhjóla- töffaranum Carey Hart, segist vera pínu skotin í dóttur Ozzy Osbourne. „Ég held að Kelly sé gagnkynhneigð en hún er samt afar kynþokka- full. Ég væri til í að borða hana upp til agna,“ sagði Pink. Nýtt vefrit fór í loftið þann 19. október síðastliðinn á slóðinni www.rjominn.is og er um að ræða íslenskt tónlistarvefrit þar sem ungt fólk fjallar um hinar og þess- ar plötur, tónleika og fleira. „Við höfðum verið að ræða þetta okkar á milli og áttuðum okkur á því að þetta vantaði alveg og það kom okkur í rauninni á óvart að svona íslenskur tónlistarvefur væri í rauninni ekki til,“ segir Stígur Helgason, einn af tólf aðstandend- um vefsins. Nafnið Rjóminn vísar til þess feitasta, þess sem flýtur ofan á og þess allra besta en allir tíu aðstand- endur vefsins eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á tónlist. „Markmiðið með þessu verkefni er að búa til einhvern vettvang á netinu fyrir tónlistarumfjöllun á íslensku. Síðan er alls ekkert einungis ætluð fyrir fagfólk heldur bara almennt fyrir Íslendinga sem vilja kynna sér ýmiss konar tónlist.“ Að sögn Stígs er engin sér- stök tónlistarstefna sem tekin verður fyrir en óhjákvæmilega miðast tónlistarumfjöllunin eitt- hvað útfrá því á hvað pennarnir hlusta. „Við erum svo í samstarfi við verslanir og útgáfufyrir- tæki eins og Skífuna, 12 Tóna og Smekkleysu og fáum frá þeim efni sem við fjöllum um.“ - bg Rjóminn er það feitasta RJÓMINN Nýtt tónlistarveftímarit er að finna á slóðinni www.rjominn.is. Þarna er að finna daglega plötudóma, tónleikaumfjallanir og annað í sambandi við tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.