Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 83
28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 83LAUGARDAGUR 12. nóvember 2005 59
fyrst þegar hann var nítján ára
gamall og var í sveit í nokkrar
vikur á Ingólfshvoli í nágrenni
Selfoss. Þar fékk hann hug-
myndina að hryllingsmyndinni
Cabin Fever sem hann sló óvænt
í gegn með árið 2002. Eli segir
að hann hafi einnig gert Hostel
undir sterkum íslenskum áhrif-
um og hann hafi því látið eina
aðalpersónuna vera Íslending.
Eli kynntist Eyþóri, sem leikur
íslenska stuðboltann Óla, þegar
hann kom hingað að kynna Cabin
Fever. Það fór vel á með þeim og
hann fékk Eyþór til að leika Óla.
„Við unnum persónuna í samein-
ingu en gerðum hann enn klikk-
aðari en Eyþór sjálfur er,“ segir
Eli, sem hælir Eyþóri í hástert
og segir það alltaf ánægjulegt
þegar besti maðurinn sem hægt
sé að hugsa sér í tiltekið hlut-
verk sé einnig skemmtilegur og
verði vinur manns.
Tarantino heillaðist af Cabin
Fever og hann hefur verið Eli
innan handar síðan og segist
afskaplega ánægður með að vera
kominn með honum til Íslands.
„Ég veit ýmislegt um Ísland
en mest af því hef ég frá Hebu
Þórisdóttur sem vann með mér
við gerð Kill Bill. Ætli mig hafi
ekki langað að koma hingað í
svona tíu ár,“ segir Tarantino og
rifjar svo upp Íslandstengingu
sem hann laumaði inn í Kill Bill.
„Heba gaf mér einhvern tíma
flösku af Svarta dauða, þessum
gamla góða með haukúpunni og
hattinum. Þegar Michael Mad-
sen kom í heimsókn til mín til
að ræða persónu hans í Kill Bill
bauð ég honum staup.“ Eftir
að flaskan hafði gengið á milli
þeirra dágóða stund stakk Mad-
sen upp á því að persóna hans
drykki íslenskan snafs í mynd-
inni og það varð úr. „Ég lét hann
líka segja það við Daryl Hannah
að hann vildi fá milljón dollara
fyrir Hattori Hanzo-sverðið sitt
vegna þess að það mætti kaupa
helling af íslenskum snafs fyrir
þá upphæð. Þetta var svo klippt
út úr myndinni.“
Tarantino sagðist aðspurður
ekki leggja mikið upp úr því að
framleiða bíómyndir. „Ég nenni
sjaldan að framleiða. Ef ég er
að gera myndir á annað borð
vil ég leikstýra þeim. En af
og til koma vinir mínir til mín
með frábærar hugmyndir sem
ég verð spenntur fyrir og þá er
sjálfsagt mál að leggja fólki lið.
Þá kem ég líka í þetta af fullum
krafti. Mér finnst Hostel frábær
mynd. Ég get að vísu ekki sagt
það en hún er besta myndin sem
ég hef séð á þessu ári.“ Tarant-
ino bætir því svo við að hann sé
orðinn tvísaga í þessu máli þar
sem hann hafi marglýst því yfir
í fjölmiðlum að Sin City sé besta
mynd ársins. „Ég get auðvitað
ekki sagt þetta þar sem ég teng-
ist báðum þessum myndum en
þetta er satt.“
Hostel er önnur kvikmynd Elis
og sem fyrr heldur hann sig við
hryllinginn þó hann skilji ekk-
ert í því hvaðan óhugnanlegar
hugmyndir hans séu sprottnar.
„Ég átti góða æsku og foreldrar
mínir eru frábærir. Ég varð ekki
fyrir neinum áföllum. Ég held að
ef ég hefði alist upp við ofbeldi
og hrylling væri ég örugglega að
gera rómantískar gamanmyndir.
En þar sem ég ólst upp í öryggi
bandarísks úthverfis dettur mér
endalaust einhver viðbjóður í
hug. Ég veit ekki hvaðan þetta
kemur og hvers vegna þetta
gerjast í kollinum á mér en ég
held að eina leiðin til að losna við
þetta sé að menga líf annarra
og trufla svefn fólks með því að
gera hryllingsmyndir.“
thorarinn@frettabladid.is
Hey Baddi, þú fílar Star Wars er það ekki?
Jú, ég á nokkur dót, allar myndirnar, 5 plaggöt,
fer á allar ráðstefnurnar, beið í 3 daga eftir
seinustu mynd klæddur sem Svarthöfði, kann
allar myndirnar utan að og borgaði 300.000
krónur fyrir mold sem var notuð í gerð fyrstu
myndarinnar.
Og ÉG er á lausu!