Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 94
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR70 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ���������������� �������������������� ����������������������� �������������������������� ��������� ����������������������������� �������������������� ���������������������� ������������� Heiðarlegur matur. Veitingastaðir- hættið þessu skrau- ti á diska og minimalisma. Bjóðið upp á kartöflumús, kjöt og vínsósur. Og mikið af því. Rokkabillí. Já gott fólk, takið fram hvítu támjóu stígvélin og skellið hressandi rokkabillí á fóninn. Rokkabillí er hið nýja rapp. Brönsj. Hættið að bjóða fólk í dinner, heldur hóið í stóra sem smáa í almennilegan sunnudagsbrönsj. Egg bene- dikt,french toast, croissant, appelsínusafi og kampavín. Sokkar yfir gallabuxur. Takið stígvélatískuna skrefi lengra og hafið háa ullarsokka yfir þröngu buxunum. Hlýtt og jafnvel ögn erótískt. Sumarið er því miður búið. Takið því eins og menn og klæðið ykkur eftir veðri. Verum jákvæð gagnvart íslensku veðurfari. Skærir litir. Þetta tilheyrði kannski sumrinu, en geymið túrkislituðu bol- ina og appelsínugulu treflana fram á vor. Hnakkamellur. Slátrum þeim strax. Burt með gervibrúnkuna og glennuskapinn, inn með dömurnar. Engin gagnrýni. Hættið að tala um „enga gagnrýni“ eins og það sé bannorð. Gagnrýni er góð. LÁRÉTT 2 jarðvegsójafna 6 samtök 8 efni 9 þakbrún 11 tveir eins 12 rými 14 svalla 16 borðaði 17 kopar 18 smátt lausagrjót 20 grískur bókstafur 21 tigna. LÓÐRÉTT 1 viðskipti 3 utan 4 flutningaskip 5 drulla 7 orkuver 10 horfðu á 13 gerast 15 einsöngur í óperu 16 tunna 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 þúfa, 6 aa, 8 tau, 9 ufs, 11 rr, 12 pláss, 14 sukka, 16 át, 17 eir, 18 möl, 20 pí, 21 aðla. LÓÐRÉTT: 1 kaup, 3 út, 4 farskip, 5 aur, 7 afl- stöð, 10 sáu, 13 ske, 15 aría, 16 áma, 19 ll. HRÓSIÐ ...fær kvikmyndaleikstjórinn bandaríski Quentin Tarantino fyrir að mæta á heimsfrumsýn- inguna á Hostel í Reykjavík og snæða á Bessastöðum með forseta vorum. Í kvöld verður bandaríska hryll- ingsmyndin Hostel frumsýnd í Smárabíói að viðstöddum leik- stjóranum Eli Roth og framleið- anda myndarinnar, Quentin Tar- antino, auk stórs hluta leikhópsins. Við Íslendingar eigum þar okkar fulltrúa því Eyþór Guðjónsson fer með frekar stórt hlutverk í mynd- inni en hann leikur stuðboltann Óla sem kennir tveimur banda- rískum ferðalöngum hvernig á að skemmta sér. „Ég er ævintýramaður og þá lendir maður stundum í skemmti- legum hlutum,“ útskýrir Eyþór þegar hann er krafinn útskýringa á því að leika í bandarískri kvik- mynd. Það er reyndar ansi löng saga að segja frá hvernig þetta vildi til. Ísleifur B. Þórhallsson fékk leikstjórann Eli Roth til að koma hingað þegar fyrsta kvik- myndin hans, Cabin Fever, var frumsýnd. Eyþór var beðin um að kynna fyrir honum land og þjóð. „Eli lýsti því yfir að hann ætlaði að nota mig í einhverri kvikmynd en ég hélt að hann væri bara að grínast.“ Eli var síður en svo að henda þessu fram í einhverju gamni því þegar handritið að Hos- tel var að verða tilbúið bað hann Eyþór um að taka hlutverkið að sér. „Í fyrstu hafði ég ekki tíma en kom með nokkrar hugmyndir til að útfæra og laga persónuna. Þegar á hólminn var komið gat ég síðan ekki skorast undan,“ viðurkennir Eyþór en tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki gengið með ein- hverja leikaradrauma í maganum. „Það er bara gaman að fá innsýn í draumaverksmiðjuna.“ Hann segir að vafalaust myndu margir leikarar skera af sér hand- legginn fyrir hlutverk af þessari stærðargráðu. „Það var farið með mig eins og Arabíuprins, leigðar svítur og mér fylgt yfir götu til að koma í veg fyrir að ég yrði fyrir einhverju óhappi,“ segir Eyþór og skellir upp úr. „Leikarinn“ segir að íslenskir áhorfendur geti ekki búist við nein- um leiksigri frá hans hendi. „Ég syng og dansa og hverf jafnskjótt og ég birtist,“ útskýrir Eyþór og hlær. Hann tekur þó fram að honum finnist myndin ekki alveg eins hrikaleg og látið hefur verið af. „Þetta er bara hluti af kynn- ingarstarfinu,“ útskýrir Eyþór og bætir við að nú þegar hafi banda- rískt stórfyrirtæki þegar lofað einum milljarði í kynningarstarf fyrir myndina. „Það er eiginlega hálf súrrealískt að lenda í svona.“ freyrgigja@frettabladid.is EYÞÓR GUÐJÓNSSON: LEIKUR STUÐBOLTA Í HOSTEL Komið fram við mig eins og arabíuprins EYÞÓR GUÐJÓNSSON MEÐ ELI ROTH Leikur stórt hlutverk í hryllingsmyndinni Hostel sem frumsýnd verður í kvöld að viðstöddum þeim tveimur og Quentin Tarantino. NÚNA BÚIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Bandaríska hryllingsmyndin Hostel verður heimsfrumsýnd í Reykjavík í kvöld að viðstöddum leikstjóranum Eli Roth og einum framleiðendanna, sjálfum Quentin Tarantino. Að sýningu lokinni verður slegið upp teiti á veit- ingastaðnum Rex og það er óhætt að fullyrða að þar munu færri komast að en vilja enda þessir kappar eftirsóknar- verður félagsskapur og fólk leitar nú log- andi ljósi að boðsmiðum í gleðskapinn. Drjúgur hluti íslenska þotuliðsins verður væntanlega á staðnum auk þess sem Matthew Barney og Björk Guðmunds- dóttir hafa boðað komu sína. Stuðbolt- arnir Eli og Quentin ætla að eyða deg- inum í sveitasælunni á Ingólfshvoli þar sem Eli var í sveit fyrir nokkrum árum. Þar er hestaleiga og Eli hefur ákveðið að draga Quentin vin sinn á bak. Áður en þeir yfirgefa borgina munu þeir koma við hjá 66 gráður norður þar sem Eli ætlar að kaupa kuldaföt á Tarantino. Sjálfur er Eli yfir sig hrifinn af hlífðarfatn- aðinum frá 66 gráðum norður og klæddist þessum íslensku flíkum á töku- stað Hostel í Prag. Össur Skarphéðinsson bregður sér í stundum í hlutverk fjölmiðlarýnis. Nýlega tekur þingmaðurinn sig til og hrósar Kastljósi Ríkissjónvarpsins, sem honum finnst reyndar vera full langt og í of miklum „Séð&heyrt“ stíl. Telur það samt fjölbreytt. Hann segir Þórhall Gunnarsson og Kristján Kristjánsson vera harðskeytta spyrla en viðurkennir að honum finnist hann sjá of lítið af þeim síðarnefnda. Þingmaðurinn óttast þó að allt þetta góðhjartaða hjal verði honum að falli því hrósi menn eins og hann fjölmiðlamönnum of mikið eigi þeir á hættu að vera settir út af sakramenntinu. „Þeir Þórhallur og Kristján eru svo yfirmáta hlutlausir að tali maður vel um þá er stórhætta á að þeir þori aldrei að tala við mann aftur nema yfir pissuskál á kallaklóseti sem eng- inn heyr- ir.“ SVÖR 1. Hansína Ásta Björgvinsdóttir 2. 50 milljónir 3. Til Skotlands Í dag fara fram próf fyrir nýjan spurningaþátt Stöðvar 2, Meistar- ann. Verða þau á fjórum stöðum: í Háskólanum á Akureyri, Mennta- skólanum á Egilsstöðum og Ísafirði auk Hagaskóla. Ekki þarf að skrá sig á neinn hátt heldur eingöngu mæta á svæðið og svara þeim spurningum sem lagðar eru fyrir en það kostar ekkert að taka þátt. Þátttaka fyrir sjónvarpsþætti hefur verið með eindæmum góð að und- anförnu og sagðist Logi Bergmann Eiðsson því vera bjartsýnn á fram- haldið. „Viðbrögðin hafa verið góð og við erum með allt klárt,“ segir spyrillinn. „Spurningarnar eru komnar í hús og öll gögn tilbúin,“ bætir hann við. Logi getur ekki leynt eftirvænt- ingu sinni enda segist hann aldrei hafa verið jafn spenntur fyrir neinu í sjónvarpi. „Það má kannski líkja þessu við fyrstu Idol - þáttaröð- ina því við rennum blint í sjóinn,“ útskýrir hann og bætir við að fyrir- varinn sé kannski ekki mikill. Mikil leynd hefur hvílt yfir spurningunum en Logi segir að þær verði ekki á neinn hátt svínslegar. „Þú getur verið spurður að því hver sé formaður verkamannaflokksins í Noregi, hver málaði Ópið eða hver sé söngvarinn í Coldplay,“ útskýrir Logi og keppnin sé fyrir alla því hún byggist ekki síður á heppni en á gáfum. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari mun hljóta fimm millj- ónir en allir þeir sem komast í þátt- inn verða leystir út með einhvers konar gjöfum. Að undanförnu hafa birst mynd- ir af Loga í stellingum fyrir þátt- inn. Haft hefur verið á orði að hann líkist Magnúsi Magnússyni sem stjórnaði Mastermind við góðan orðstír en Logi segir það ekki hafa verið ætlunina. Þá hefur einhverj- um einnig þótt hann ógnandi. „Það er nú alls ekki tilgangurinn en við vildum hafa smá dulúð og ég held að Ara Magg hafi tekist það.“ - fgg Leitin að Meistaranum hefst í dag LOGI BERGMANN Þykir vera ansi ógnandi á þeim myndum sem voru teknar en segir að það hafi ekki verið ætlunin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.