Fréttablaðið - 15.11.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 15.11.2005, Síða 4
4 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Útvegsmenn hafa lagt til hliðar ráðagerðir um máls- höfðun á hendur ríkinu vegna úthlutunar byggðakvóta. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri útvegsfyrirtækis- ins Bergs-Hugins í Vestmanna- eyjum, segir útvegsmenn ætla að bíða og sjá til hvað gerist áður en tekin verði ákvörðun um máls- höfðun. „Maður vill ekki hrófla alveg strax við nýjum ráðherra heldur láta hann fá sína eldskírn fyrst og átta sig á þessum hlutum. Kannski verða líka á þessu ein- hverjar breytingar.“ Þegar tilkynnt var um úthlutun byggðakvóta í byrjun ágúst brugð- ust útvegsmenn á stöðum sem ekki hlutu úthlutun hins vegar hart við og þá sagði Magnús ljóst að látið yrði sverfa til stáls. „Það er ekkert annað en hrein og klár eignaupptaka þegar eignir manns eru teknar og þeim deilt út til ann- arra,“ sagði hann, en Vestmanna- eyjar fengu engan byggðakvóta meðan Súðavík, Siglufjörður og Stykkishólmur fengu mestan kvóta. Árni Mathiesen, þáverandi sjávarútvegsráðherra, sagði úthlutanirnar vera í samræmi við lög um stjórn fiskveiða og árétt- aði að í þeim hefði alltaf verið ráð fyrir þeim gert. Hann sagðist ekki efast um að úthlutunin stæðist lög, en tiltók um leið að vitanlega væri öllum frjálst að bera stjórnvalds- ákvarðanir undir dómstóla. - óká SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra heldur ræðu á aðalfundi LÍÚ í lok október. Forveri hans í starfi sagðist ekki í vafa um að úthlutanir byggðakvóta stæðust lög. Útvegsmenn hættir við að láta sverfa til stáls fyrir dómi vegna byggðakvóta: Nýr ráðherra fær að fóta sig GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 14.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,98 62,28 108,16 108,68 72,75 73,15 9,754 9,812 9,353 9,409 7,611 7,655 0,523 0,526 88,35 88,87 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,9698 ÁSTRALÍA Lögregluyfirvöld í Ástralíu telja að mennirnir sem handteknir voru í Sydney og Mel- bourne í síðustu viku vegna gruns um hryðjuverkaárás hafi ætlað að sprengja upp Lucas Heights- kjarnaofninn í Nýja Suður-Wales. Alls voru átján manns hand- teknir en lögregla hafði stöðvað þrjá þeirra nærri verinu í desem- ber 2004. Að sögn BBC telja yfir- völd auk þess að sumir þeirra hafi dvalið í búðum hryðjuverkamanna í óbyggðum Ástralíu. Verjendur mannanna segja engin sönnunargögn vera fyrir hendi í málinu og það sé af pólit- ískum rótum runnið. ■ Grunaðir hryðjuverkamenn: Kjarnorkuver var skotmarkið NÁTTÚRUVERND Þegar litið er til náttúruspjalla og félagslegrar röskunar er Kárahnjúkavirkjun meðal sex verstu virkjana heims, að mati umhverfissamtakanna World Wildlife Fund. Samtökin gagnrýna sérstak- lega sex virkjanir, Kárahnjúka- virkjun, Chalillo-virkjun í Belís, Ermenek-virkjun í Tyrklandi, Nam Theun 2-verkefnið í Laos, Melonares-virkjunina á Spáni og Burnett-virkjunina í Ástralíu. ■ Kárahnjúkavirkjun: Ein af þeim sex verstu í heimi VARNARMÁL „Það eru engar blik- ur á lofti um að varnarliðið sé á förum,“ segir Lisa Kierans, stjórnmálaerindreki hjá banda- ríska sendiráðinu. Spurð um stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli sagði Kierans að engar nýjar upplýsingar væru fyrirliggjandi. „Ég hélt að þetta snerist ekki um það hvort Bandaríkjamenn vildu vera hér heldur hvort við teldum að þeir þyrftu að vera hér vegna okkar varnarhagsmuna,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Ingibjörg bað Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra að útskýra ummæli sín frá því fyrir helgi þar sem hann lýsti því meðal annars yfir að Bandaríkja- menn yrðu ekki beðnir að vera hér ef þeir vildu ekki vera hér. „Nú eru liðin fimm ár síðan samningurinn rann út og ég taldi ástæðu til að ræða þetta mál. Það er okkar skoðun að hér þurfi að vera sýnilegar varnir,“ svaraði forsætisráðherrann. Hann óskaði eftir því að Samfylkingin gæfi upp um hver stefna hennar væri í málinu því mikilvægt væri að um það næðist sem víðtækust sam- staða. Ingibjörg svaraði því til að ekki þýddi að beina spjótum að Samfylkingunni, ríkisstjórnin hefði ekki skilgreint varnarhags- muni þjóðarinnar. „Forsætisráð- herra og utanríkisráðherra eru í vinnu fyrir þjóðina. Þeir eru ekki að skila árangri. Það er núna fyrst að renna upp fyrir þeim að ekki sé samningsvilji af hálfu Banda- ríkjamanna,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Það er ástæða til að fagna hinum nýja áhuga formanns Sam- fylkingarinnar á þessum mikil- vægu málum,“ sagði Geir Haarde utanríkisráðherra er hann kvaddi sér hljóðs um málið. Geir sagði að ekki væri vitað til annars en að Bandaríkjastjórn hygðist efna þann varnarsamning sem gerður var árið 1951. Nánari útfærsla á framkvæmdinni myndi finnast í viðræðum sem væru fram undan. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að ef ríkisstjórnin væri að leita víð- tækrar samstöðu um varnarmál þá væri hennar ekki að vænta úr röðum Vinstri grænna. saj@frettabladid.is Ríkisstjórnin leitar samstöðu um varnir Lisa Kierans, stjórnarerindreki í bandaríska sendiráðinu, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um brottflutning varnarliðsins frá landinu. Halldór Ásgríms- son leitar víðtækrar samstöðu á Alþingi um varnarmál þjóðarinnar. MINNISMERKI SENT Í ENDURVINNSLUNA Varnarliðið stóð fyrir því á dögunum að P-3 kafbátaleitarflugvél sem staðið hafði um árabil sem minnismerki á svæði varnarliðsins var rifin. Flugvélin fór í endurvinnslu sem brotamálmur. MYND/VARNARLIÐIÐ ÞÝSKALAND Félagar í þýsku kristi- legu flokkunum og Jafnaðar- mannaflokkinum samþykktu með drjúgum meirihluta stjórnarsátt- mála sem forystumenn flokkanna þriggja undirrituðu á föstudag. Því er ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel taki við sem nýr kanslari Þýskalands. Hún tekur þó ekki strax við völdum því kjósa þarf hana í embættið í neðri deild þýska sambandsþingsins. Það er þó væntanlega aðeins formsatriði og verður gert 22. nóvember næst- komandi. Þá kvaddi Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, félaga sína í Jafnaðarmannaflokknum með formlegum hætti í gær. ■ Þýska stjórnarmyndunin: Sáttmálinn samþykktur SAMÞYKKT! Angela Merkel greiddi að sjálf- sögðu atkvæði með stjórnarsáttmálanum í Berlín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÆNLAND Þingkosningar fara fram á Grænlandi í dag en óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið fjörleg í meira lagi. Siumut-flokkurinn og Inúíta- flokkurinn hafa setið í lands- stjórninni undanfarið kjörtíma- bil. Í fyrradag gaf hins vegar síðarnefndi flokkurinn út yfirlýs- ingu um að hann gæti ekki starf- að með Siumut eftir að Lars-Emil Johansen, fyrrverandi formaður Siumut, gaf í skyn að leiðtogar Inúíta ættu í vandræðum vegna hassreykinga. Grænlenska ríkisútvarpið segir líklegt að demókratar og Inúítar muni mynda stjórn að loknum kosningum og þá væri Siumut-flokkurinn í fyrsta sinn í stjórnarandstöðu. ■ Þingkosningar á Grænlandi: Ásakanir um hassreykingar VIÐSKIPTI Actavis hagnaðist um 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórð- ungi, eða um 23,2 milljónir evra, sem er yfir sextíu prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Markaðsaðilar gerðu ráð fyrir að hagnaður Actavis yrði um 1,9 milljarðar. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var rúmlega 3,5 milljarðar króna, sem er nokkuð umfram spár markaðarins. Frá áramótum hefur Actavis hagnast um 3,3 milljarða króna þannig að afkoman á þriðja árs- fjórðungi var betri en á öllum fyrri hluta ársins. Actavis hefur vaxið mikið á árinu og er komið í hóp fimm stærstu fyririrtækja heims á samheitalyfjamarkaði. Nú er svo komið að yfir fimmtungur tekna félagsins kemur frá Norður- Ameríku. - eþa Uppgjör Actavis Group: Í takt við spár markaðarins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.