Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 20
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR20 Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 millj- arða. Fjármagnið mun nýtast í fjöl- mörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygg- ing nýs hátæknisjúkrahúss í Vatns- mýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkra- húss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasöl- unni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarf- semi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóð- arinnar afar vel sinnt. Þeir mæli- kvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðis- þjónustu varðar. Heilbrigðisþjónusta er almanna- þjónusta Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skatt- greiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 pró- sent af útgjöldum ríkisins til heil- brigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspít- ala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nán- ast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjár- málastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahúss- ins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátækni- sjúkrahúss í Vatnsmýrinni. ASTRA Sævarhöf›a 2, sími 525 8000, www.ih.is Opi›: Mán – fös kl. 9–18 og lau kl. 12–16 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 7 1 fiú fær› n‡jan Opel Astra frá a›eins 1.695.000 kr. e›a 19.772 kr. á mánu›i. 6,6l á hverja 100 km Mi›a› vi› 20% innborgun og afganginn á 84 mánu›um. Höfuðmarkmið leiðtogafundar um upplýsingasamfélagið sem hefst um miðjan þennan mánuð í Túnis er að tryggja að fátæk ríki geti fært sér í nyt nýja upplýsinga- og samskiptatækni, þar á meðal netið, til að efla efnahagslega og félagslega þróun. En því miður virðist gæta misskilnings um eðli fundarins. Þær raddir hafa heyrst fulloft að Sameinuðu þjóðirnar vilji með einum eða öðrum hætti taka yfir eða stjórna netinu. Ekkert er fjær sanni. Sameinuðu þjóðirnar vilja ekki sölsa undir sig netið, heldur tryggja að það nái til sem flestra. Um það snýst leiðtogafundurinn í í Túnis. Ekki ætti að koma á óvart að menn rísi upp til varnar netinu, knúnir heitum tilfinningum. Á sínum stutta líftíma hefur netið verið vettvangur umbyltingar á ólíkum sviðum, allt frá heilbrigð- is- og menntamálum til blaða- mennsku og stjórnmála. Í starfi okkar hjá Sameinuðu þjóðunum í þágu þróunar höfum við aðeins séð upphaf þess ávinnings sem hafa má af netinu: fljótari og betri samhæfingu aðstoðar við fórn- arlömb hamfara; betri aðgang að læknisfræðilegum upplýsing- um sem bjarga mannslífum á afskekktum svæðum og aðgang fólks sem býr við harðstjórn að óritskoðuðum upplýsingum og möguleikum til að koma umkvört- unum sínum á framfæri. Á hinn bóginn er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af því að netið er vettvangur áróðurs og aðstoð- ar við hryðjuverkamenn, þar er klámi dreift, glæpir skipulagðir og nasismi og aðrar hatursfullar stjórnmálastefnur lofaðar. En að ritskoða netheiminn, grafa undan tæknilegum stoðum hans eða ofur- selja hann kæfandi stjórn ríkisins væri að snúa baki við einhverjum mestu framförum sem um getur. Að verja netið er að verja sjálft frelsið. Hingað til hafa stjórnunar- aðgerðir á netinu, til dæmis til að sporna við ruslpósti og tölvu- glæpum, verið tilviljanakenndar og óskipulagðar. Engu að síður hefur uppbyggingu netsins verið stýrt á óformlegan en skilvirk- an hátt í samstarfi undir forystu stofnana, einkafyrirtækja, borg- aralegs samfélags, háskólasam- félagsins og tæknigeirans. Þró- unarríki hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar með að fylgjast með og þeim finnst þau vera afskipt í stjórnun netsins. Bandaríkin eiga þakkir skild- ar fyrir að hafa þróað netið og leyft umheiminum að njóta þess. Af sögulegum ástæðum hafa Bandaríkin ráðið yfir ýmsum lykilþáttum þess en sumir segja að þau ættu að deila þessu valdi með alþjóðasamfélaginu. Banda- ríkin hafa sinnt þessari umsjón af réttsýni og heiðarleika. Þau viðurkenna lögmæta hagsmuni og fullveldissjónarmið annarra ríkisstjórna og að sú þróun haldi áfram að stjórnun netsins verði í vaxandi mæli alþjóðleg. Breyt- ingar eiga hvorki að endurspegla fortíð né jafnvel nútíð heldur vera í þjónustu framtíðarinnar þegar vöxtur netsins mun hafa í för með sér tröllauknar breytingar í þró- unarríkjum. Nú fara í hönd samræður tveggja ólíkra heima. Annars vegar er netsamfélagið sem er óbundið af ríkisvaldinu og býr við óformlega ákvarðanatöku- hefð þar sem valdið kemur að neðan. Andspænis þessari hefð eru svo ríkisstjórnir og milliríkja- samtök sem einkennast af form- legri ákvarðanatöku og skipulagi. Netið er orðið svo mikilvægt í efnahagslífi og stjórnsýslu hvers ríkis að það væri mikil einfeldni að ætlast til þess að ríkisstjórnir telji sig ekki hafa hagsmuna að gæta enda stækkar hlutur netsins í stjórnsýslu til dæmis í mennta- og heilsugeiranum. Mikið liggur við að ríkisstjórnir móti rétta stefnu í málefnum netsins, sam- hæfi aðgerðir sínar innbyrðis og við netheiminn. En ríkisstjórnirn- ar geta ekki sett reglur upp á eigin spýtur. Þær verða að átta sig á því að þær verða að starfa með hags- munaaðilum utan ríkisins. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það þau öfl sem hafa leikið lykilhlutverk í að byggja upp og skipuleggja netið og verða áfram drifkrafturinn í útþenslu þess og þróun. Á fyrri leiðtogafundi í Genf fyrir tveimur árum rötuðu við- ræður um stjórnun netsins í blind- götu. Af þeim sökum fóru aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna fram á það við mig að skipaður yrði vinnuhópur til að skoða þessi mál nánar. Vinnuhópurinn um stjórn- un netsins skilaði tillögum í nafni aðila hans en ekki í nafni Samein- uðu þjóðanna sem slíkra. Hann lagði til stofnun nýs samræðuvett- vangs, þar sem allir hagsmunaðil- ar kæmu saman til að skiptast á upplýsingum og ráðum og ræða vandasöm málefni, án þess þó að hafa ákvarðanatökuvald. Vinnuhópurinn setti einnig fram ýmsa valkosti um eftirlit í framtíðinni, þar sem hlutur rík- isstjórna er mismikill sem og tengslin við Sameinuðu þjóðirnar. Ekki er lagt til að Sameinuðu þjóð- irnar leysi af hólmi þær tæknilegu stofnanir sem nú reka netið; ekki er lagt til að nýrri stofnun Samein- uðu þjóðanna verði komið á lagg- ir; í sumum tillögunum er ekki einu sinni lagt til að Sameinuðu þjóðirnar leiki nokkurt hlutverk. Allar gera tillögurnar ráð fyrir að núverandi tæknilegar stofnanir haldi áfram sínu starfi, ekki síst til þess að hlífa stjórn netsins við dægurþrasi stjórnmála. Aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna hafa nú þessar og fleiri tillögur til athug- unar. Allir viðurkenna að auka beri alþjóðlega þátttöku í umræðum um stjórnun netsins. Af þeim sökum ættu menn að skella skolla- eyrum við hræðsluáróðri um að Sameinuðu þjóðirnar ætli sér að ráða netinu. Margir vilja finna höggstað á Sameinuðu þjóðun- um, en í þessu tilfelli fara menn í geitarhús að leita ullar. Samein- uðu þjóðirnar vilja einungis efla umræður og samstöðu hagsmuna- aðila og um síðir tryggja að netið nýtist öllum. Í aðdraganda fundarins hafa menn ítrekað að það eru mann- réttindi að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum í gegnum hvaða miðil sem er, þvert á landamæri. Ég hvet alla hags- munaaðila sem sækja fundinn í Túnis til að brúa tæknibilið og skapa grundvöll fyrir upplýsinga- samfélag sem er öllum opið og auðgar og eflir fólk hvar í heim- inum sem er og koma þessu barni tuttugustu aldarinnar til nokkurs þroska á tuttugustu og fyrstu öld- inni. Sameinuðu þjóðirnar og internetið Nýtt hátæknisjúkrahús Netið er orðið svo mikilvægt í efnahagslífi og stjórnsýslu hvers ríkis að það væri mikil einfeldni að ætlast til þess að ríkisstjórnir telji sig ekki hafa hagsmuna að gæta enda stækkar hlutur netsins í stjórnsýslu til dæmis í mennta- og heilsugeiranum. Mikið liggur við að ríkisstjórnir móti rétta stefnu í málefnum netsins, samhæfi aðgerðir sínar innbyrðis og við netheiminn. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé al- mannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingarmála. UMRÆÐAN HÁTÆKNI- SJÚKRAHÚS SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ÞINGMAÐUR UMRÆÐAN INTERNETIÐ KOFI ANNAN FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Bakþankar Jóns Gnarr Mig langar bara til að þakka kærlega fyrir pistil Jóns Gnarr um íslenska Bat- selorinn. Ég lenti í húsi um daginn þar sem fólk var að horfa á þennan skelfi- lega þátt. Ég hafði aldrei leitt hugann að honum áður, hvað þá séð hann. En eftir smástund ákvað ég að horfa á hann til enda, svo ég vissi um hvað málið snerist. Hann var hryllingur. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Átti þátturinn að vera grín eða hvað? Að nokkur maður, karl eða kona, láti hafa sig í aðra eins lágkúru er mér óskiljanlegt. Ég er svo innilega sammála því sem Jón Gnarr skrifar í Fréttablaðið í morgun. Ég hef líka verið hálfhissa á því að hafa ekki séð fleiri skrifa um þessa hörmung. Erum við íslensk þjóð virkilega orðin svona samdauna lágkúrunni. Það eina sem ég græddi á að horfa á þáttinn var að ég hafði enn meira gaman að þættinum um valið á Íslenska þarfanautinu í Kastljós- inu. Það var flott. Ég horfði á Batselorinn nokkrum dögum fyrir kvennafrídaginn. Ég hugsaði bara - erum við ekki komin lengra? Ásthildur Ólafsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.