Fréttablaðið - 15.11.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 15.11.2005, Síða 32
4 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Á Akureyri er starfrækt yngsta listasafn lands- ins. Hugmyndina um stofnun listasafns á Akur- eyri má rekja til uppástungu Jónasar Jónssonar frá Hriflu í blaðagrein árið 1960, en töluverður tími leið þangað til þessi hugmynd Jónasar varð að veruleika og var listasafnið opnað á af- mælisdegi bæjarins þann 29. ágúst 1993. Þann 29. október síðastliðinn var opnuð í safninu sýning á verkum Helga Þorgils Frið- jónssonar undir heitinu Tregablandin fegurð. Sýningunni er ætlað að veita heilsteypt yfirlit yfir feril Helga á undanförnum árum og hefur að geyma mörg af hans áhrifamestu málverkum auk vatnslitamynda og skúlptúra. Að sögn Hannesar Sigurðssonar, safnstjóra listasafnsins, er sýningin opin allan nóvember og allt til 11. desember að henni lýkur. Spurður um næstu verkefni segir Hannes þau vera næg. Þann 14. janúar opnar sýning sem nú er sýnd í listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar í Reykjavík og nefnist Hraunblóm. Það er samsýning íslenskra og danskra listamanna, þeirra Sigurjóns Ólafssonar, Svavars Guðnason- ar, Carls Henning Pedersen og Else Alfeldt. Þarna er því um að ræða samvinnuverkefni á milli Listasafns Akureyrar og Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl 12 til 17. Leikfélag Akureyrar hefur um ára- bil verið ákveðinn miðpunktur í listalífi Norðurlands. Eftir nokkur mögur ár þar sem erfitt var að fylla sæti leikhússins hefur leikfélaginu tekist að rétta nokkuð úr kútnum á undanförnum misserum og er nú mikill uppgangur þar á bæ. Starf leikhússtjóra leikfélagsins hefur í gegnum tíðina verið mikið ábyrgð- arstarf og er enn. Magnús Geir Þórðarson, núverandi leikhússtjóri, er margreyndur í leikhúsbransanum og hefur starfað lengi innan lista- geirans. „Ég gekk í Melaskóla og Haga- skóla áður en ég fór í MR þaðan sem ég er stúdent,“ segir Magnús, en eftir stúdentspróf lá leið hans til útlanda þar sem hann menntaði sig í leikstjórn í Bristol á Englandi. Að því loknu lá leiðin til Wales þar sem Magnús stundaði meistaranám í leikhúsfræðum. Þá lauk hann einnig MBA-prófi frá háskólanum í Reykjavík. Eftir nám fór Magnús að leik- stýra hér á landi og hefur í dag mjög víðtæka reynslu af leikstjórn. „Ég hef verið viðriðinn leikstjórn á einn eða annan hátt í um tíu ár og leikstýrt fjölda sýninga af öllu tagi, bæði hérlendis sem erlendis. Þá gegndi ég einnig stöðu leikhús- stjóra Leikfélags Íslands og í apríl 2004 var ég síðan ráðinn til Leikfé- lags Akureyrar.“ Þegar Magnús er spurður um muninn á Leikfélagi Akureyrar og þeim atvinnuleikhúsum sem eru í höfuðborginni segir hann að Leik- félag Akureyrar reyni eftir fremsta megni að marka sér ákveðna sér- stöðu gagnvart leikhúsunum í Reykjavík. „Auðvitað er ljóst að eina atvinnuleikhúsið utan höfuð- borgarsvæðisins hefur ákveðna sér- stöðu gagnvart þeim sem staðsett eru í höfuðborginni. Það gefur augaleið.“ Að mati Magnúsar er gott að lifa og starfa á Akureyri. „Hér kann ég mjög vel við mig. Fallegur og góð- ur bær sem byggður er almennilegu og skemmtilegu fólki. Mér hefur fundist mjög gott að vinna leikhús hér á Akureyri.“ Að sögn Magnúsar fer yfirstand- andi leikár afskaplega vel af stað. „Við erum núna að sýna Fullkomið brúðkaup sem gengið hefur rosa- lega vel, og hefur verið troðfullt á allar sýningar hingað til. Þá er Ed- ith Piaf sýnd hérna sem gestasýn- ing frá Þjóðleikhúsinu og fljótlega byrjum við að æfa Litlu Hryllings- búðina sem verður stórsýning þessa vetrar og frumsýnd í febrúar.“ Ljóst er að Magnús hefur í nógu að snúast við að stjórna leikfélagi sem hefur upp á ýmislegt spenn- andi að bjóða á næstunni. Ökumenn landsins kannast við það að þurfa að auka umhirðu farartækja sinna yfir vetrartímann vegna salts sem er dreift um götur bæja víða um land. Samt sem áður eru þeir nokkr- ir sem þekkja ekki þetta vandamál sem annars fylgir vetrartíðinni. Á Ak- ureyri hefur nefnilega viðgengist um langan tíma að nota sand á götur bæjarins í stað salts. Að sögn Gunnþórs Hákonarsonar, yfirverkstjóra gatnamála á Akureyri, er meginástæðan fyrir þessu sú að veðurfarið á Akureyri er öðruvísi en annars staðar á landinu. „Ef við berum okkur saman til dæmis við Reykjavík er það alveg ljóst að hér fyrir norðan er nokkrum gráðum kaldara að meðaltali en fyr- ir sunnan. Það gerið að verkum að sandur hentar mun betur á göturnar en salt, því í miklu frosti gerir saltið ekki eins mikið gagn og sandur.“ Þar að auki, að mati Gunnþórs, fer saltið mun verr með bílana þar sem þeir ryðga frekar ef mikið salt er á götum. „Menn hafa því oft nefnt að betra sé að kaupa sér notaða bíla á Norð- urlandi þar sem salttæring er mun minni á bílum sem keyrðir hafa ver- ið hér en á notuðum bílum úr höf- uðborginni.“ Einnig bendir Guðmundur á að salt sé mun verri kostur fyrir gangandi vegfarendur þar sem salt eyðileggi skófatnað og föt í mun ríkara mæli en sandur. „Við dreifum um 300 til 500 rúmmetrum af sandi á göturnar ár hvert og notum salt í algjörum und- antekningartilfellum.“ Karl Örvarsson tónlistarmaður er bú- settur í Reykjavík. Þrátt fyrir það á hann margar góðar minningar frá heimabæ sínum, Akureyri. Að mati Karls varð honum ekki ljóst hver þægilegur bær Akureyri er fyrr en hann flutti til höfuðborgarinnar. „Rólegheitin er það sem maður saknar mest frá Akureyri. Maður fer kannski í burtu af því að tilbreyt- ingarleysið verður of mikið á ein- hverjum tímapunkti, en síðan áttar maður sig á því að hvergi er nú betra að koma heldur en aftur í áhyggjuleysið þegar maður hefur umgengist hinn mikla skarkala Reykjavíkur í langan tíma. Svo klikkar aldrei Smiðjuborgarinn á Bautanum.“ Að sögn Karls tók hann margar góðar minningar með sér frá Akur- eyri. „Allir krakkarnir í hverfinu léku sér saman í stórum hópum og þá var oft glatt á hjalla. Oft lá líka við stríði á milli hverfa og maður var að lumbra á Kringlumýrarhálfvitunum, eins og þeir voru kallaðir,“ segir Karl að lokum og hlær dátt. Sandur í stað salts Leikhússtjóri í nærmynd Karl Örvarsson, auglýsingateiknari og tónlistarmaður: Smiðjuborgarinn bestur SJÁLFSMYND SEM UNGUR DRENGUR MEÐ ÁVAXTAKÖRFU Málverk eftir Helga Þorgils Friðjónsson sem nú sýnir verk sín í Listasafni Akureyrar. Listagyðjan nýtur sín fyrir norðan UNGUR OG REYNSLUMIKILL. Sýnir nú Fullkomið brúðkaup fyrir fullu húsi í fegursta leikhúsi landsins. BROTTFLUTTUR BORGARI. En fer þó reglulega heim í norðrið og fær sér gómsætan Smiðjuborgarann á Bautanum. 04-05 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:04 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.