Fréttablaðið - 15.11.2005, Page 39

Fréttablaðið - 15.11.2005, Page 39
Sími 460 1760 johann@isi.is ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { norðurland } ■■■■ 11 Háskóli í örum vexti Háskólinn á Akureyri hefur vaxið jafnt og þétt á síðastliðnum árum og nú er svo komið að um 1528 nem- endur eru skráðir í skólann á þessari önn samkvæmt Jónu Jónsdóttir for- stöðumanni samskiptamiðstöðvar við háskólann. Þar af eru um 40 prósent af nemendum fjarnemar og um 60 prósent nemendur sem eru á Akureyri. Þeir möguleikar sem stúd- entar hafa til náms þegar þeir út- skrifast úr framhaldskóla hafa því aukist töluvert á undanförnum árum með tilkomu Háskólans á Akureyri. Deildir skólans eru sex talsins og skiptast í kennaradeild, auðlinda- deild, heilbrigðisdeild og viðskipta- deild. Einnig eru starfandi upplýs- ingatæknideild, félagsvísinda og lagadeild, sem er nýjasta deildin við skólann. Sú fjölmennasta er hinsvegar kennaradeildin sem státar af 542 nemendum. Jóna segir ennfremur að brautskráðum kandídötum fjölgi stöðugt. „Núna í vor brautskráðum við 280 manns og árið áður voru það um 220 þannig að þessi tala hefur farið vaxandi á undanförnum árum.“ Með auknum fjölda nemenda kemur krafan um fjölbreytni í námi. Háskólinn á Akureyri hefur á und- anförnum árum reynt eftir fremsta megni að bæta við þá námsmögu- leika sem stúdentum stendur til boða. Þar má til dæmis nefna að nú í haust var í fyrsta sinn boðið upp á meistaranám í auðlindadeild. Þá hefur einnig farið mikill kraftur í að félagsvísinda- og laga- deildin, sem stofnuð var árið 2003, fari vel af stað og hefur það tekist það mjög vel. Nú stunda um 246 nemendur nám við deildina og þeim fer ört vaxandi. Á þessu er ljóst að háskólasamfélagið á Akur- eyri er í miklum blóma og töluverð ánægja virðist vera með það fjöl- breytilega nám sem nemendum skólans stendur til boða. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Háskólinn á Akureyri. Býður endalaust spennandi námsleiðir í yndislegu umhverfi, enda Akureyri alvöru háskólabær. 10-11 Norðurland- lesið 14.11.2005 16:22 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.