Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 65

Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 65
36 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is �� ���������������������� ���������������� ��������� ������������������������������� ������������������������������������������ ������� ����������� ����� �������������� ���������������������������������������������� ���������������� ������������������������ ��������������� ���� �������������������������������������� �������������������� ��������������� ������ �������� ������ ������� ������� �� �������������� �� ��������������������������������� ��������������������������� ���� ������������������ ������������������ ��� ���������� �� ������ ��� ������������������������������� ���� ��������� ���������������������� Einn Logi Geirsson... Það er óhætt að segja að það sé aðeins einn Logi Geirsson. Þessi yndislegi og gjafmildi einstaklingur hefur nú boðist til að lána hverjum þeim sem vill blæju- bílinn sinn í sumar á meðan hann er í fríi. Bíllinn er staðsettur í Þýskalandi og hægt að nálgast allar upplýsingar á: www.logi-geirsson.de. Logi á engan sinn líka og er langflottastur. > Hvað gerir stjórn HSÍ? Stjórn handknattleiksdeildar ÍR hefur sent stjórn HSÍ formlegt bréf þar sem deildin fer fram á að stjórnin hnekki úrskurði mótanefndar en hún neitaði að seinka leik ÍR og ÍBV sem fram fer um miðjan desember. Verður áhugavert að sjá hvernig stjórn HSÍ bregst við bón ÍR- inga en Hólm- geir Einars- son, stjórn- armaður hjá ÍR, hefur viðrað þá hugmynd að draga lið ÍR úr keppni í Íslandsmótinu verði dómnum ekki hnekkt. Jónas Freyr Guðbrandsson er tvítugur handboltakappi frá Akureyri. Hann spilar með meistaraflokki KA en hefur ekki fengið mörg tækifæri með liðinu síðustu ár. Þegar gamla brýnið Þorvaldur Þor- valdsson meiddist um daginn var komið að stóra tækifærinu hans Jónasar en hann getur ekki nýtt það þar sem hann er vant við látinn næstu vikurnar við að búa sig undir keppnina um Herra Ísland. „Ég íhugaði það um tíma að hætta við þátttöku í keppninni. Ég get það samt ekki þar sem maður tekur aðeins þátt í svona keppni einu sinni. Slíkt tækifæri gefst ekki á hverjum degi,“ sagði Jónas spurð- ur hvort það hefði verið auðvelt val að leggja handboltann á hilluna um tíma fyrir keppnina. „Annars er námið venjulega númer eitt og handboltinn númer tvö. Eins og staðan er núna er Herra Ísland- keppnin númer eitt.“ Jónas Freyr tók þátt í skrípaleikjunum tveimur gegn Mamuli Tbilisi um helgina en er núna kominn suður þar sem hann býr sig af kappi undir Herra Ísland sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. „Þetta er stíft prógramm og við erum að æfa fjóra tíma á dag. Það er verið að kenna okkur að labba og svona,“ sagði Jónas léttur og hló. „Þess á milli reyn- ir maður svo að lyfta sjálfur þannig að það er nóg að gera,“ sagði Jónas, sem vinnur ein- nig að því hörðum höndum þessa dagana að ná upp svokölluðu „keppnistani“ eins og sérfræðingarnar kalla það. Hvað með keppnina sjálfa? Hvernig metur Jónas Freyr möguleika sína? „Ég veit það ekki. Það eru nokkrir flottir gaurar þarna. Ég held ég eigi ekkert sér- stakt á þá,“ sagði Jónas Freyr af ein- stakri hógværð og verður gaman að fylgjast með honum á Broadway í lok mánaðarins. KA-MAÐURINN JÓNAS FREYR GUÐBRANDSSON: KOMINN Í FRÍ FRÁ HANDBOLTANUM Tekur Herra Ísland fram yfir handboltann FRJÁLSAR „Krakkarnir voru klár- lega í lífshættu hérna á mánudag þegar það sprakk úr einum veggn- um hérna og grjótinu rigndi yfir þau. Hefði verið slegið einu sinni eða tvisvar í vegginn í viðbót hefði veggurinn hrunið og guð einn veit hvernig það hefði endað þar sem krakkarnir voru að æfa við vegg- inn,“ sagði Stefán Jóhannsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni og Fjölni, þungur á brún en krakk- arnir hans æfa við ömurlegar aðstæður í frjálsíþróttaðstöðunni í Laugardal, Baldurshaga. Allt frá því vinna hófst við að breyta stúkunni á Laugardalsvelli hafa krakkarnir æft við aðstæð- ur sem fáir myndu láta bjóða sér. Gólfið er á floti, vatnselgur er fyrir utan stúkuna, sem gerir það að verkum að gólfið er alltaf á floti, sem enginn hirðir um og svo er verið að vinna með múrbrjóta á veggjunum þannig að hávaðinn seinni partinn er oftar en ekki svo yfirþyrmandi að fólk þarf að taka fyrir eyrun. „Við erum búin að margkvarta yfir þessu en það gerist ekki neitt og öllum virðist standa á sama. Þetta er með hreinum ólíkindum og gengur ekki til lengdar. Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur,“ sagði Stefán að lokum, henry@frettabladid.is Krakkarnir voru í lífshættu Íslenskir frjálsíþróttamenn æfa við vægast sagt ömurlegar aðstæður þessa dag- ana. Eftir að framkvæmdir hófust við stúkuna á Laugardalsvelli er frjálsíþrótta- aðstaðan á floti og grjóti rignir yfir krakkana. ALVARLEGT ÁSTAND Stefán Jóhannsson frjálsíþróttaþjálfari stendur hér við vegginn sem sprakk um daginn með þeim afleiðingum að grjóti rigndi yfir krakkana enda nota þau riml- ana við æfingarnar. Stefán segir að eitt til tvö högg í viðbót hefði nægt til að fella vegginn og þá hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ALLT Á FLOTI Krakkarnir hlaupa og lyfta í Baldurshaga þótt allt sé á floti. Ástandið hefur farið versnandi síðustu vikur og aðstaðan er löngu úr sér gengin. Á minni myndinni má síðan sjá ástandið á loftinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA � � LEIKIR � 19.15 Þór og KR mætast í Iceland Express-deild karla í körfubolta á Akureyri. � � SJÓNVARP � 07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til klukkan 09.00 og svo aftur klukkan 18.10. � 18.45 A1 kappaksturinn á Sýn. � 19.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeildinni. � 20.10 Mótorsport 2005 á Sýn. � 20.40 X-Games á Sýn. � 22.00 Olíssport á Sýn. � 22.30 HM 2006 á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Þriðjudagur OKTÓBER FÓTBOLTI Fyrirliði AC Milan, Paolo Maldini, ætlar sér ekki að hætta eftir þetta tímabil eins og gefið hafði verið í skyn heldur mun hann klára núverandi samning sinn við AC Milan sem rennur út árið 2007. Maldini segir líkamlegt ástand sitt ennþá vera nægilega gott til þess að leika gegn bestu leikmönnum Evrópu. „Ég væri löngu hættur ef ég teldi mig ekki geta spilað í fremstu röð. Ég hefur verið hepp- inn með meiðsli á mínum ferli og ég hef alltaf lagt mig sérstak- lega fram við að halda mér í góðu formi,“ sagði Maldini. - mh Paolo Maldini á nóg eftir: Hættir árið 2007

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.