Fréttablaðið - 15.11.2005, Page 71

Fréttablaðið - 15.11.2005, Page 71
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR42 ����������� ���������� ��������� ������ ����������� � � � � � ��������� �������� ��� ����� LÁRÉTT: 2 sleipur 6 skammstöfun 8 eyða 9 tilvist 11 skóli 12 róta 14 væg bólga 16 íþróttafélag 17 starfsgrein 18 gæfa 20 klukkan 21 rænuleysi. LÓÐRÉTT: 1 dans 3 löng og lág hæð 4 klapp 5 háttur 7 holdsveikur 10 fley 13 skarð 15 blóðsuga 16 nögl 19 lík. LAUSN HRÓSIÐ ...fær séra Þórhallur Heimisson fyrir að fræða brottflutta Íslendinga um Da Vinci lykilinn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 háll, 6 al, 8 sóa, 9 líf, 11 fg, 12 skara, 14 þroti, 16 kr, 17 fag, 18 lán, 20 kl, 21 óráð. LÓÐRÉTT: 1 vals, 3 ás, 4 lófatak, 5 lag, 7 líkþrár, 10 far, 13 rof, 15 igla, 16 kló, 19 ná. Dótið? Tvíundarúr. Sem er? Úr sem notast við tví- undarkerfið sem er kerfi þar sem einungis er notast við tölurnar 0 og 1. Ef þú hefur einhvern tímann átt erfitt með að greina hvað klukkan er þarftu ekki að hafa áhyggjur lengur. Þú getur verið með tvíund- arúrið og sagt með stolti að þú hafir ekki hugmynd um hvað klukk- an er. Enginn sem ekki kannast við flókið tvíundarkerfið veit hvað klukkan er á þessu úri þannig að þú þarft ekkert að skammast þín. Ástæðan fyrir því að vera með úrið er að sjálfsögðu sú hversu svalt það er. Þú ert með það á úlnliðn- um því það er flott en ekki af því að þú vilt vita hvað klukkan er. Úrið segir í rauninni tvo hluti um þig: annað hvort að þú sért svo tæknivæddur að þú getir notað svona úr eða að þú sért of svöl manneskja til að þurfa að vita hvað klukkan sé. Gallar? Auðvitað er það galli að vera með úr en vita samt ekki hvað klukkan er. Þú gætir orðið að athlægi af þessum sökum. Nördastimpillinn gæti auðveldlega límst við þig. Kostir? Hver vill ekki vera með flott tvíundarúr með flottum ljósum og undarlegum táknum? Svört leðuról fylgir auk þess sem það er gert úr ryðfríu stáli. Einnig er það vatnshelt. Verð? Úrið kostar um það bil sex þúsund krónur á heimasíðunni iwantoneofthese.com, fyrir utan sendingarkostnað. Hvernig fannst þér Hostel, hin nýja kvikmynd Eli Roth? Hugleikur Dagsson rithöfundur ,,Mér fannst Hostel vera þrusugóð mynd. Ég er mjög hrifin af frásagnaraðferðum Eli Roth. Þetta byrjar allt svona frekar rólega en síðan er manni hent í djúpu laugina, það er að segja ef djúpa laugin er full af blóði. Síðan leysist þetta upp í hálfgert vonleysi aðalpersónunnar og þannig eiga hryllingsmyndir að vera að mínu mati.“ Frosti Logason útvarpsmaður ,,Mér fannst hún bara ágæt. Mér fannst auðvitað það besta við myndina þegar splatterinn byrjaði undir lokin, ég var hrifnastur af því. Einnig var ég nokkuð hrifin af austur-evrópska elementinu í myndinni. Það var velkomin tilbreyting frá öllu þessu Hollywood-dæmi.“ Móeiður Júníusdóttir söngkona ,,Mér fannst hún nokkuð góð, hún kom mér töluvert á óvart. Þar er nú alltaf gaman að láta pína sig og hræða svolítið. Það tókst alveg þannig að ég labbaði sátt út úr salnum í lokin.“ Haukur Ingi Guðnason knattspyrnu- maður ,,Miðað við eðli slíkra mynda fannst mér hún bara skila sínu og var bara nokkuð góð. Mér fannst hún vel gerð. Auðvitað voru nokkur óhugnanleg atriði og það fór stundum um mann við áhorfið en til þess er leikurinn gerður. Hroll- vekjur eru kannski ekki þær myndir sem ég hef mest gaman af en miðað við að Hostel gaf sig út fyrir að vera hryllingsmynd allt frá byrjun þá var hún bara góð.“ Karl Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri Inntaks Almannatengsla ,,Mér fannst þetta vera fín mynd. Ég er nú ekki mikill aðdáandi hryllingsmynda en það er ekki oft sem maður sér svona mynd sem hefur einhver skilaboð fram að færa. Það er kómískt og mót- sagnarkennt að hún gagnrýnir það að fólk vilji borga fyrir að sjá hrylling. Þá var Eyþór Guðjónsson frábær í hlutverki sínu.“ Í kvöld verður heimildarmyndin Skuggabörn sýnd í Ríkissjónvarpinu. Þar er fylgst með ferð blaða- mannsins Reynis Traustasonar í undirheima Íslands en myndin hefur vakið þó nokkrar deilur. „Ég er eingöngu viðfangsefni eins og aðrir sem koma fram í myndinni og hún var algjörlega í höndum Þórhalls Gunnarssonar og Lýðs Árnasonar,“ útskýrir Reynir. „Ég tók þá ákvörðun strax að þeir réðu lokaútkom- unni,“ bætir Reynir við en tekur fram að honum þyki myndin vera sláandi og unnin á faglegan hátt. Lögbannskröfu yfir myndinni var hafnað eftir að leikstjórar samþykktu að klippa burt nokkur atriði. Reynir segist una þeirri ákvörðun og segist vel geta skilið ef menn vilji sýna samúð. „Ég er mjög sáttur við bæði Þórhall og Lýð.“ Það var Páll Bragi, forstjóri Eddu útgáfu, sem kom að máli við Reyni og spurði hvort hann hefði áhuga á að skrifa bók um þetta málefni. „Ég tók mér dágóðan tíma til umhugsunar en þegar allt kom til alls vildi ég sýna góðborgurum landsins inn í hugarheim dóp- ista og forða þar af leiðandi börnum frá þeirri hel- vítisvist sem þeirra veröld er,“ segir Reynir og vísar því algjörlega á bug að hér hafi einfaldlega átt að búa til metsölubók um málefni sem hefur verið mikið í umræðunni. „Ég hef skrifað bækur sem ég hugsaði fyrir metsölu en sú hugsun læddist aldrei að mér við gerð þessarar bókar,“ segir Reynir og útskýrir enn fremur að hann hafi vingast við margt af þessu fólki. „Það tók mikið á að fylgjast með fólkinu og maður fór að hafa miklar áhyggjur af því,“ segir hann. „Hugs- unin um þjóðþrifaverk var miklu nær en hugmyndin um gróða.“ - fgg Sáttur við útkomuna REYNIR TRAUSTASON Heimildarkvikmynd um ferð hans í undir- heima Reykjavíkur hefur þegar vakið nokkrar deilur og sitt sýnist hverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. DÓTIÐ TVÍUNDARÚR Hvað er klukkan? Í dag kemur út Jónsbók, saga Jóns Ólafssonar athafnamanns, sem er skráð af Einari Kárasyni. Bókin kom úr prentun í gær og var Jón mættur í prentsmiðjuna Odda þar sem hann beið eftir fyrstu ein- tökunum. Helga eiginkona hans og Friðrik sonur hans voru með honum í för og biðu jafn spennt eftir að sjá útkomuna. Eintökin áttu að koma um þrjúleytið en smá seinkun varð á. Jón tók öllu með stóískri ró og sagði sögu af kvikmyndaframleiðanda hjá Paramount á meðan. Ef einhver veit að tíminn er peningar þá er það Jón Ólafsson. Jón segir bókina ekki vera ævi- sögu heldur baráttusögu. Sjálfur stóð hann í útgáfustarfsemi í þrjá- tíu ár en er nú orðinn að útgáfu- efni og sagði þá tilfinningu vera undarlega. „Það er skrýtið að vera kominn hinum megin við borðið,“ útskýrir hann. Í því augnabliki opnaðist hurðin inn í prentsalinn og þá gafst tækifæri til að líta á gripinn. „Þetta er ég,“ sagði Jón og benti á þykka doðranta sem biðu eftir því að vera pakkað inn. Yrkis- efnið vildi þó ekkert gefa upp um efni bókarinnar og sagðist ætla að tjá sig um efni hennar í dag. „Ég er víst í fjölmiðlabindindi,“ útskýrði hann og benti á Pál Vals- son, útgáfustjóra hjá Eddu. Hann brosti bara. „Það er allavega búið að bóka þetta,“ sagði athafnamað- urinn og hló. Fjölskyldan flettir í gegnum bókina, sem er um fimm hundruð blaðsíður. Hana prýða ljósmynd- ir sem aldrei hafa komið fyrir almenningssjónir. Helga og Frið- rik sjá myndir af sér og skella upp úr. Fjölskyldan skoðar síðan bók- ina saman og stoppar við sumar síðurnar. „Þetta er mjög smart og ég er virkilega ánægður með það sem Edda hefur gert. Umgjörðin er æðisleg,“ sagði Jón. Útgáfu- stjóranum var augljóslega létt enda veit Jón það af fyrri reynslu að kápan skiptir ekki síður máli en innihaldið. „Það er ekki létt að gera mér til geðs,“ bætti hann við og brosti. Í dag verður útgáfuteiti haldið og öllum sem nefndir eru á nafn í bókinni hefur verið boðið. Jón vonaðist til að sem flestir sæju sér fært að mæta. „Það er þannig að fyrir mér eru allir jafn- ir, hvort sem það eru vinir eða fjandmenn.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON: VONAST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA Í ÚTGÁFUTEITINU Þetta er ekki ævisaga heldur baráttusaga JÓN ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.