Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 15.11.2005, Qupperneq 73
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Nú um stundir tíðkast víða að moka út úr húsum, mölva í spón og kasta á haugana - innrétta svo í anda naumhyggju sem getur á stundum orðið svo yfirþyrmandi að sá grunur læðist að manni að naum hugsun sé ríkjandi. Er komin heilsugæsla hér? spurði unglingurinn nýlega þegar hann ók um úthverfi og virti fyrir sér glæsihýsi þar sem naumhyggja var við völd. Í miðri neysluveislu var lífs- nauðsynlegt að endurnýja borð- stofuborðið. Nýja borðið rúmaði fleiri, var úr harðviði og myndi þjóna fjölskyldunni á samkomum um ókomna tíð. Húsfreyjan var himinlifandi, færði til mublur og rýmdi fyrir kjörgripnum. Hún andvarpaði þunglega þegar hún horfði á gamla borðið. Hvað skyldi gera við lurkinn þann? Endursala eða Sorpa? SKYNDILEGA báru minningarn- ar hana ofurliði. Við furuplötuna lúnu höfðu að minnsta kosti þrjá- tíu og fimm barnaafmæli verið haldin. Hér átti stórfjölskyldan sínar ljúfu stundir. Mikilvægar ákvarðanir voru teknar og heims- málin leyst í góðra vina hópi. Háaldraður heimilishundur hafði meira að segja verið svæfður svefninum langa á þessari borð- plötu. Loks fann húsfreyjan lausn. Hún taldi unglingnum trú um gildi þess að nýta borðstofuborð sem skrifborð, andaði léttar og lagðist sæl til svefns, fegin að hafa bjarg- að minningarsafni fjölskyldunnar frá glötun í samfélagi þar sem allt er einnota. Nú gæti hún heimsótt borðið í unglingaherbergið, strok- ið því og rifjað upp liðnar myndir. ÞÁ leituðu óþægilegar hugsan- ir á eiganda borðstofuborðanna. Skyldi fólk vera einnota í neyslu- veislunni? Skyldi verr komið fyrir sumu fólki en gömlum borðstofu- borðum? Tíðar eru fregnir af eldri borgurum sem liggja lengi látnir án þess að vera saknað. Á yfirfullum hjúkrunarheimilum dvelja manneskjur sem sjaldan eða aldrei fá heimsóknir. Þar eru samborgarar sem hafa lifað langa ævi, eiga sínar sögur og ógleym- anlegu minningar. Í markaðssam- félaginu er fólk metið til fjár. Einn fær 160 milljónir fyrir það eitt að hætta í vinnunni sinni. Annar nælir sér í 400 millur í kaupauka fyrir hádegi. Í þannig samfélagi er kannski ekki þörf fyrir úrsér- gengið fólk - í umhverfi þar sem naumhyggjan virðist ráðandi í mannlegum samskiptum. Naumhyggja og naum hugsun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.