Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 3

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 3
„Það hafði lengi leitað á mig að úr ævi og ferli Jóns Ólafssonar mætti moða góða sögu. Utan frá fylgist maður með átökunum á fjölmiðlamarkaði; þar var samfélagsdeigla og þar var augljóslega eitthvað dallas í gangi, og þótt heyra mætti af harmakveinum keppinauta keflvíkingsins og slúðursögum sem flugu um bæinn þá virtist ekkert hagga þeirri staðreynd að hverri orrustu lauk með því að hann stóð uppi sem sigurvegari - þar til á endanum hann virtist bíða ósigur, svo hann seldi sínar eigur og fluttist úr landi. Hann eignaðist líka ótrúlega volduga fjandmenn úr pólitík og stórauðvaldi en virtist aldrei veigra sér við að bjóða þeim byrginn; ef það er satt að menn geti orðið stórir af andstæðingum sínum þá var Jón farinn að skaga nokkuð upp úr. Af persónulegum kynnum við manninn báru margir honum ljúflega söguna, en samt virtust alltaf loga umhverfis hann eldar. Og þar sem brenna bál eru oft sögur á sveimi; þarf ekki Flugumýri eða Bergþórshvol til.“ Óhætt er að segja að stutt heimsókn Jóns Ólafssonar athafnamanns til Íslands hafi vakið mikla athygli. Fjölmiðlar hafa fylgt honum hvert fótmál og skráð niður nánast hvert orð sem af vörum hans hefur fallið. Svo virðist sem Einar Kárason hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði á blaðamannafundi að „eldar kviknuðu“ alls staðar í „Áfram Johnny!“ kringum Jón. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Eins og fram kemur í Jónsbók eftir Einar Kárason var æska Jóns og uppvöxtur líka stanslaus barátta, honum var alls staðar hafnað. Jóni var eignað sérhvert prakkarastrik í Keflavík þegar hann var unglingur, hann var rekinn úr skóla og meira að segja íþróttafélagið í Keflavík sagði honum upp. En það er seigt í Jóni. Alltaf rís hann upp þótt hann sé sleginn niður. Þótt hann sé málaður dökkum litum af voldugum öflum í þjóðfélaginu hefur þjóðin óslökkvandi áhuga á þessum ofvirka dreng sem hófst upp af sjálfum sér og lét ekki bugast. Sigurjón Kjartansson segir að Jón sé orðinn eins konar „Hrói höttur í augum almennings“ og orðar kannski almenningsálitið með upphrópuninni „Áfram Johnny!“ edda.is Ég er á blaðsíðu 89 og þar er talað um að Jón hafi búið í einhverri kommúnu í Stigahlíð. Eitthvað um hass og allt!!! Spjallið umræðuvefur þjóðarinnar www.spjallid.is Nóv. 17 2005, 14:50TITANIC OMG! Er bara allt í þessari bók?? Nóv. 17 2005, 14:58GARGI Ég er nú bara rétt að byrja en mér fannst alveg magnaður kaflinn sem lýsir því þegar hann fer og hittir pabba sinn. Hugsiði ykkur ... þegar hann kynnir sig fyrir honum og segist vera sonur hans svarar hann bara með „Jæja, þú segir það?“ ... og gengur svo bara í burtu! Spáiði í þetta ... hann var bara níu. Nóv. 17 2005, 15:11BINGO LOL! Ég er líka rétt að byrja á bókinni. Mér fannst ferlega gaman að lesa kaflann sem heitir Bæjarvillingurinn. Bæjarvillingurinn „... sem aldrei missti af barnaguðsþjónustu“! Fyndið að bera hann saman við þann Jón sem við þekkjum úr fréttunum. Nóv. 17 2005, 15:24FÓKUS Rosalega hefur verið erfitt fyrir Jón þegar hann var strákur að búa alltaf hjá ömmu sinni en ekki mömmu. Á bls. 14 er t.d. sagt að hann hafi verið að leika við bræður sína og kótilettur í matinn hjá mömmu, en þá er hann rekinn heim til ömmu í gellur! Nóv. 17 2005, 15:31MEYJAN ... ég heyrði á Talstöðinni um daginn að Lobbi var að segja Sigurði G. að þetta væri alls ekki eins og að lesa ársreikning fyrirtækis heldur væri þetta bók um fólk af holdi og blóði sem hefur svo sannarlega séð sitt hvað um dagana Nóv. 17 2005, 15:42MÓNA Hey! Mér finnst nú lágmark að þið sem hafið lesið segið okkur þetta með dópsalamálið. Kemur það ekki allt fram í bókinni? Nóv. 17 2005, 16:11HERMES Hehe. Lestana sjálfur. Nóv. 17 2005, 16:24AVA TAR Vááá! Rekinn úr Stínu! Ég hélt að það væri ekki hægt!!! Nóv. 17 2005, 16:021 MEÐ ÖLLU Fyndin frásögnin af því þegar Jón er hippi og býr í Kristjaníu, en er svo rekinn úr Kristjaníu af því að hann fór strax að búa til plön um að græða ... Nóv. 17 2005, 15:58ÍNA SÆTA Einar Kárason „Eitthvað dallas í gangi“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.