Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 16
16 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Ny stórskemmtileg hljómplata fyrir fólk á öllum aldri. 1. Ég skemmti mér 2. Allt á floti 3. Við eigum samleið 4. Ein 5. Ljúfa líf 6. Því ertu svona uppstökk? 7. Fátt er svo með öllu illt 8. Ljúfa vina 9. Þín innsta þrá 10. Við gefumst aldrei upp STERÍÓ Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar Ásamt stórhljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks Missið ekki af þeim í Hljómsveit kvöldsins á RÚV n.k. laugardags kvöld. Öll gömlu góðu lögin í frábaerum flutningi Guðrúnar og Friðriks í nyjum útsetningum Ólafs Gauks. Reyktu hass í bílnum Lögreglan í Reykjavík gómaði í fyrrakvöldi tvo menn sem grunaðir eru um kannabisreykingar í bifreið í borginni. Mennirnir voru færðir fyrir varðstjóra þar sem teknar voru af þeim skýrslur. Þjófur í vímu Kona var staðin að verki er hún reyndi að stela vörum úr búð í Reykjavík. Hún reyndist vera undir áhrifum lyfja auk þess sem fíkniefni fundust í fórum hennar. Ekki var unnt að yfirheyra konuna sökum vímu og þarf hún að skýrast í höfðinu í vörslu lögreglu áður en hún verður yfirheyrð. Bifhjól og vörubíll í árekstri Bifhjól og vöruflutningabíll lentu í árekstri á Selfossi í fyrradag. Ökumaður bifhjólsins slasaðist og er talinn hafa fótbrotnað. Hann var fluttur með sjúkra- bifreið á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. LÖGREGLUFRÉTTIR AKUREYRI Skólanefnd Akureyrar- bæjar hefur hafnað beiðni nágrannasveitarfélagsins Arnar- neshrepps um að börn úr hreppn- um fái leikskólavist á Akureyri á næsta ári. Enginn leikskóli er í Arnarneshreppi og segir Hjördís Sigursteinsdóttir, oddviti Arnar- neshrepps, að börn úr hreppnum hafi í gegnum tíðina fengið inni í leikskólum nágrannasveitar- félaganna, þar á meðal á Akureyri. „Við sendum beiðni um vistun á leikskólum Akureyrar fyrir ótil- greindan fjölda barna en brýnust er þörfin vegna tveggja barna. Sex börn í Arnarneshreppi eru nú í leikskólanum í Hörgárbyggð en aðsókn eftir plássi þar hefur aukist og því sýnt að okkar börn munu missa þau pláss. Sveitar- félagið telur ekki nema um 180 manns og því ekki raunhæft að ráðast í byggingu leikskóla,“ segir Hjördís. Jón Kr. Sólnes, formaður skóla- nefndar Akureyrarbæjar, segir að beiðninni hafi verið hafnað þar sem ekki væri rými fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum í leikskól- unum á Akureyri. „Ef aðstæður breytast, og við getum tekið við fleiri börnum, þá munum við endurskoða afstöðu okkar, segir Jón. - kk Börn í Arnarneshreppi fá ekki leikskólavistun í nágrannabyggðunum: Allt fullt á Akureyri LEIKSKÓLABÖRN Á AKUREYRI Arnarnes- hreppur hefur greitt rúmlega 50 þúsund krónur með hverju barni sem vistað hefur verið í leikskólum nágrannasveitarfélaga en að auki hafa foreldrar barnanna greitt hefðbundin leikskólagjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/KK SIGRI FAGNAÐ Stuðningsfólk Ellen John- son-Sirleaf syngur og dansar í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, eftir að kjörstjórn staðfesti sigur hennar í forsetakosningum. Johnson-Sirleaf verður fyrsta konan sem tekur við forsetaembætti í Afríkuríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILSULEYSI FYRIRSLÁTTUR Augusto Pinochet er hæfur til að réttað verði yfir honum að mati lækna. AFP.NORDICPHOTOS/APF CHILE Læknar sem hafa rannsak- að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, segja hann alls ekki jafn veikan og hann sjálf- ur hefur gefið í skyn í þeirri von að sleppa við réttarhöld. Pinochet er ásakaður um margvísleg brot þau sautján ár sem hann stjórnaði landinu. Lög- fræðingar hans hafa haldið því fram að heilsa hans leyfi ekki að réttað sé yfir honum en nú telja læknar að það sé yfirvarp og Pino- chet sé í raun við hestaheilsu. Líklegt þykir því að dagsetning réttarhaldanna yfir honum verði ákveðin fljótlega. ■ Augusto Pinochet: Gerði sér upp veikindin FJÖLMENNING Orkuveita Reykjavík- ur hefur fengið fólk úr Túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahúss til að þýða vefsíðu sína á ensku, pól- sku, tælensku og víetnömsku. Til- gangurinn er að aðvelda innflytj- endum upplýsingaöflun á netinu. En Orkuveitumenn láta ekki þar við sitja því starfsfólkið hefur sótt námskeið sem haldið var á vegum Fræðsludeildar Alþjóðahússins þar sem því var kennt að veita persónulega þjónustu í fjölmenn- ingarlegu umhverfi. Einnig eru starfsmenn sem lesa af mælum í heimahúsum komnir með orða- lista í hönd sem auðveldar þeim samskipti við viðskiptavini sem eru af erlendum uppruna. - jse Orkuveita Reykjavíkur: Bregst við fjöl- menningunni Vinnuslys við höfnina Vinnuslys varð við höfnina á Eskifirði á sjötta tímanum síðdegis í fyrradag. Maður sem vann við að hífa bíl féll þrjá metra af fletinu og bæði handleggs- og fótbrotn- aði. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar skömmu eftir slysið og er líðan hans eftir atvikum. ESKIFJÖRÐUR MIÐLAÐ MILLI MENNINGARHEIMA Ingibjörg Valdimarsdóttir frá Orkuveitunni, Sabine Leskopf og Áslaug Jóhannesdóttir frá Alþjóðahúsi og Þorbjörg Bjarnadóttir frá Orkuveitunni innsigla samstarfið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.