Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 28
18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR28
AF NETINU
Landsteinar Strengur er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft viðskipta-
hugbúnaðar á Íslandi. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að ná markmiðum
þínum í rekstri þannig að þitt fyrirtæki geti vaxið og dafnað.
Navision Small Business er viðskiptahugbúnaður sem getur vaxið
og þróast með fyrirtæki þínu. Ef fyrirtækið þitt stækkar og stækkar,
getur Navision Small Business orðið Navision Big Business!
Taktu rétta ákvörðun strax. Veldu Navision Small Business.
Nú getur þú tryggt þér öruggan og hnökralausan aðgang að fjárhags- og viðskiptaupp-
lýsingum fyrirtækisins í eitt skipti fyrir öll. Það gerir þú með Navision Small Business.
Það þarf ekki að kosta
mikið að verða stór
Nú á aðeins kr. 115.038
Hafðu samband núna!
Hringdu í síma 550-9000 og fáðu réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | www.landsteinarstrengur.is
Framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu (SVÞ),
Sigurður Jónsson, virðist hafa
verið ævareiður þegar hann
skrifaði grein í Fréttablaðið 9.
nóvember. Reiðin beindist að
ríkisskattstjóra, Indriða H. Þor-
lákssyni, fyrir ummæli hans
um blekkingu verslunarinnar í
auglýsingum um niðurfellingu
virðisaukaskatts. Í framhaldinu
hellir Sigurður úr skálum reiði
sinnar yfir skattstjórann vegna
komuverslunar í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar (FLE).
Enn eina ferðina, heldur Sig-
urður því fram að fyrirkomulag
á komuverslun í FLE sé siðlaus
og ólögleg um leið og hann geng-
ur erinda stórkaupmanna sem
nú þegar eiga stóran hluta mark-
aðarins hérlendis og vilja að
sjálfsögðu LÍKA komast í kynni
við þær tæpu tvær milljónir far-
þega sem leið munu eiga um FLE
árlega.
Í komuverslun Fríhafnarinn-
ar í FLE er allur rekstur sam-
kvæmt lögum og reglum þar að
lútandi og mér finnst ósmekklegt
að draga starfsmenn Fríhafnar-
innar inn í umræðuna með þeim
hætti sem gert er. Þeir vinna sitt
verk samviskusamlega og hafa
náð góðum árangri sem líklega
fer fyrir brjóstið á þeim sem
þarna vilja komast að. Þá er þessi
skoðun Sigurðar, um samkeppni
við verslun á höfuðborgarsvæð-
inu, æði langsótt, ef skoðuð er
kauphegðun ferðalanga. Halda
menn í alvöru, að þessi verslun
og þar af leiðandi tekjurnar sem
henni fylgja, flytjist ekki á aðra
flugvelli ef komuverslun verður
lögð niður, eins og Sigurður legg-
ur til? Og ef komuverslun verður
aflögð, verðum við af tekjum,
sem flytjast til útlanda, ekki í
vasa stórkaupmanna í landinu og
allir tapa.
Hvert ætlum við þá að sækja
fjármagn til þess að halda áfram
nauðsynlegri uppbyggingu í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú,
með aukinni skattheimtu á ferða-
langa sem leið eiga um Flugstöð-
ina, sem varla getur talist hvati
í ferðaþjónustu. Það er því í
þágu almannahagsmuna að reka
komuverslun í FLE með því sniði
sem nú er og því miður fyrir Sig-
urð og hans umbjóðendur hafa
fleiri aðkomu að málinu en ríkið
eitt og sér, því aflagning komu-
verslunar hefur neikvæð áhrif á
fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna
innanlands, flugfélögin og ferða-
mennina sjálfa. Víða í kringum
okkur, hafa verið opnaðar komu-
verslanir á flugvöllum, að okkar
fyrirmynd, svo hér er ekki um
einsdæmi að ræða. Þá bendi ég
einnig á að í FLE er boðið upp
á fyrsta flokks aðstöðu til end-
urgreiðslu virðisaukaskatts
fyrir þá erlendu ferðamenn sem
verslað hafa hjá umbjóðendum
Sigurðar innanlands. Nú þegar
er hafin framkvæmd við stækk-
un FLE og á komandi misserum
verða opnaðar nýjar verslanir og
boðið upp á fjölbreytta þjónustu
sem í öllum tilfellum er rekin af
einkaaðilum. Það hlýtur því að
vera umhugsunarefni fyrir aðila
SVÞ hvort framkvæmdastjórinn
þeirra vinnur þeim gagn, með
gífuryrðum, dónaskap og klár-
um rangfærslum. Óska ég sam-
tökunum velfarnaðar og vona að
Sigurði renni reiðin fyrir jól.
Höfundur er stjórnarmaður í
Fríhöfninni ehf.
Reiður framkvæmdastjóri
UMRÆÐAN
FRÍHÖFNIN Í
LEIFSSTÖÐ
HELGA SIGRÚN HARÐARDÓTTIR
Evrópska vinnuverndarvikan var
í ár tileinkuð hávaða á vinnustöð-
um. Hávaði er hljóð sem einstakl-
ingur óskar ekki eftir að heyra,
þannig geta ljúfustu hljóð eins og
falleg tónlist orðið hávaði ef þau
verða of sterk. Hljóð fyrir einum
getur verið hávaði fyrir öðrum.
Styrkur hljóðsins hefur mest að
segja um það hvernig áhrif það
hefur á einstaklinga, en þó getur
lágtíðni hljóð eins og t.d. frá loft-
ræstingu valdið þreytu og einbeit-
ingarerfiðleikum þó styrkur þess
sé veikur eða rétt yfir þröskuldi
heyrnar.
Um 30 prósent launþega í Evr-
ópu eru útsettir fyrir of miklum
hávaða a.m.k. 25 prósent vinnu-
tíma síns. Heyrnartap er alvarleg-
asta afleiðing hávaða og jafnframt
algengasti óafturkræfi vinnu-
skaðinn. Breskar rannsóknir hafa
sýnt að fyrir utan öldrunarheyrn-
artap er hávaði algengasta orsök
varanlegrar heyrnarskerðingar
hjá mönnum og sama má segja um
eyrnasuð. Heyrnartap af völdum
hávaða kemur fyrir á öllum aldri.
Heyrnartapi af völdum hávaða
fylgir oft eyrnasuð sem mörgum
reynist erfiðara að lifa með en
heyrnartapinu sjálfu. Tengslin
á milli styrks hávaða og hversu
lengi maðurinn dvelur í hávaða er
þekkt. Varanleg heyrnarskerðing
er algeng eftir að einstaklingur
hefur verið útsettur fyrir >85dB
LAeq (jafngildishljóðstyrkur)
daglega í mörg ár t.d. við vinnu
sína. Þetta getur t.d. átt við vinnu
á smíðaverkstæðum, við vörubíl-
stjóra, í leikskóla o.fl. Hávaðinn
getur leitt til hægt vaxandi heyrn-
arskerðingar sem einstaklingur
verður ekki var við í upphafi.
Skyndilegur hávaði, >140 dBp-
eak (skyndilegur hljóðstyrkur)
við eitt tilfelli eins og frá byssu-
skoti eða sprengingu getur leitt
til varanlegrar heyrnarskerðing-
ar. Algengt er að jafngildishljóð-
styrkur á danshúsum sé 100-110
dB og jafnvel meiri, 15 mínútna
dvöl þar getur jafngilt 8 klst. dvöl
í 85 dB LAeq. Styrkur (orkuinni-
hald) hljóðsins sem fer til eyr-
ans hefur mest að segja um þær
skemmdir sem það veldur, ekki
sjálfur hljóðgjafinn.
Næmni innra eyrans fyrir
hávaða er mismikil. Af því leið-
ir að menn sem eru jafnlengi í
sama jafngildishávaða fá mis-
mikla heyrnarskerðingu af völd-
um hávaðans. Í hvert sinn sem
maðurinn er útsettur fyrir of
mikinn hávaða skemmast og/eða
deyja nokkrar hárfrumur í kuð-
ungi innra eyrans. Þessar frumur
endurnýja sig ekki. Fyrstu merki
heyrnarskerðingar af völdum
hávaða koma fram á heyrnar-
mælingu sem minnkuð heyrn
við tíðnirnar 3, 4, og 6 kHz. Oft-
ast verða bæði eyru fyrir hávað-
askemmd þó örlítill munur geti
verið á hversu mikil skerðingin
er. Heyrnartapi af völdum hávaða
fylgir oftast minnkaður hæfileiki
innra eyrans til að greina talmál.
Fyrstu einkenni heyrnarskerðing-
ar af völdum hávaða eru því oftast
erfiðleikar við að fylgjast með og
taka þátt í umræðum í klið, eins
og í veislum eða þar sem hljómlist
er.
Algengt er að fólk telji að þeir
sem þegar eru heyrnarskertir þoli
meiri hávaða en eðlilega heyrandi
fólk. Það er ekki rétt, innra eyra
þeirra skemmist á sama hátt við
of sterkt hjóð. Að lifa með heyrn-
arskerðingu er á margan hátt líkt
því að lifa með langvarandi sjúk-
dóm, hann hverfur ekki og hefur
tilhneigingu til að versna.
Hávaði getur haft áhrif á fleira
en heyrn, þannig getur hann
valdið svefntruflunum, eins og
erfiðleikum við að sofna, truflað
djúpsvefn og leitt til þess að fólk
hrökkvi upp. Streituáhrif hávaða
geta komið fram í aukningu
streituhormóna í blóði, hækkun
blóðþrýstings, truflun á athygli
og minnkaðri framsetningar- og
einbeitingarhæfni.
Mikilvægt er að hafa í huga
að hætta er fyrir hendi þegar
maður er á svæði þar sem sam-
skipti á talmáli eru erfið, maður
finnur fyrir són eða suði í eyrum
og þegar svæðið er yfirgefið hafi
maður jafnvel þá tilfinningu að
bómull sé í eyrunum.
Mikilvægt er að atvinnurek-
endur sjái til þess að vinnusvæði
sé eins vel hljóðdempað og unnt er,
að viðeigandi heyrnarhlífar séu
aðgengilegar og starfsmenn séu
hvattir til að nota þær. Einstakl-
ingurinn er síðan ábyrgur fyrir
þeim hávaða sem hann útsetur sig
fyrir við frístundariðju.
Höfundur er yfirlæknir Heyrn-
ar- og talmeinastöðvar Íslands.
Heyrn, heilsa og hávaði
UMRÆÐAN
HÁVAÐI OG
HEYRN
INGIBJÖRG HINRIKSDÓTTIR
Að lifa með heyrnarskerðingu
er á margan hátt líkt því að
lifa með langvarandi sjúkdóm,
hann hverfur ekki og hefur
tilhneigingu til að versna.
Ekki innbyrðis
[Viðskiptabankarnir] hafa ... sameinast í
atlögu að Íbúðalánasjóði, nokkurs konar
tangarsókn í anda Napóleóns. Þegar
sóknin rann út um þúfur heimtuðu þessi
fánaberar samkeppnisþjóðfélagsins að
Íbúðalánasjóður yrði lagður niður. Sam-
keppnin er ekki innbyrðis heldur bara við
Íbúðalánasjóð.
Kristinn Gunnarsson á kristinn.is
Ímyndarvandi
Og öllum datt það sama í hug ... Ímynd-
arvandi Ríkisútvarpsins birtist í hnotskurn
þegar sagt var frá því [á mánudagskvöld]
að vegna tæknilegra mistaka væri ekki
unnt að senda út viðtalið við Jón Ólafsson.
Öllum datt það sama í hug: Bláa höndin.
Mörður Árnason á mordur.is
Einar K. fær tækifæri
Útvegsmenn hafa ákveðið að gefa nýjum
sjávarútvegsráðherra færi á að fóta sig,
eins og það er orðað, ef marka má frétt
Fréttablaðsins. Þeir höfðu ætlað að láta
reyna á það hvort skerða mætti aflamark
útgerðar til að búa til byggðakvóta sem
svo er úthlutað til annarra. Einkum höfðu
útvegsmenn áhuga á því að láta reyna á
það hvort kvóti sem hefði verið keyptur
fullu verði hefði aðra stöðu en sá sem
þeim hefði verið úthlutað frá ríkinu á
grundvelli veiðireynslu í fortíð. En nú á
sem sagt að bíða og sjá til hvað Einar K.
Guðfinnsson gerir.
Svanfríður Jónasdóttir á jafnadar-
menn.is/svanfridur
Mafía er það
„Mafía er það, og mafía skal það heita,“
sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, á Alþingi fyrir um þremur áratug-
um í tengslum við Guðmundar og Geir-
finnsmál og meint tengsl Framsóknar við
Klúbbinn. Ólafur átti þarna við dagblaðið
Vísi sem flutti harðar fréttir af málinu. Ég
held að þessi orð hafi fallið í utandag-
skrárumræðu sem Sighvatur Björgvinsson,
ungur þingmaður Alþýðuflokksins, átti við
forsætisráðherrann um framkomnar ásak-
anir í garð Framsóknarflokksins. Þessi orð
Ólafs heitins koma ósjálfrátt upp í hug-
ann nú þegar Jón Ólafsson kynnir af kappi
miklu Jónsbók sína og Einars Kárasonar.
Þar er Sjálfstæðisflokkurinn borinn þung-
um sökum. Sökum sem hann getur ekki
vikist undan að svara með skýrum hætti.
Svo alvarleg eru þau ámæli sem fram
koma í máli Jóns um framgöngu flokks og
forystu hans gagnvart sér og sínum við-
skiptum í gegnum tíðina að undir þeim
getur Geir Haarde ekki þegjandi setið.
Björgvin Sigurðsson á bjorgvin.is
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.