Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 32

Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 32
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR32 Hugmyndir að skemmtilegum jólagjöfum frá NEXT fylgja Fréttablaðinu á morgun FRELSI Mér er efst í huga hve áhorfendur hafa tekið leiksýningu minni, Jóns Páls Eyjólfssonar leikstjóra og hinna listamannanna vel en Frelsi var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins 28. október síðastliðinn. Aðsóknin er mjög góð og áhorfendur frá unglingsaldri og upp úr eru djúpt snortnir af því hvað leikritið sýnir raunsæja mynd af samtímanum. Það er merkilegt hve margir tjá sig í umræðum eftir sýningar og hve mörg ungmenni í áhorfendahópnum telja að atburðir verksins gætu gerst á Íslandi. Þau telja að ekki sé hlustað á ungt fólk og þau telja líka að brotin heimili leynist víða undir fáguðu yfir- borði. Líkindin við óeirðir ungs fólks í Frakklandi og víðar eru vísbending um að þau hafi rétt fyrir sér. YFIRGANGUR Mér er mjög ofarlega í huga að æ fleiri tjá sig um spillingu, yfirgang og geðþóttaákvarðanir ríkisvaldsins. Æ fleiri tjá sig um að minnihlutahópar eigi sér ekki rödd þar sem stjórn- völd eru of upptekin af peningum, gróða, kaupum og sölu og af því að skammta sjálfum sér laun. Æ fleirum blöskrar yfirgangur ríkisvalds sem ákveður að skera sundur náttúru landins með gríðarlegum virkjunarframkvæmdum; sem beitir lögreglunni gegn mótmælendum með aðferðum sem eru alvarlegar og hlægilegar í senn; sem ákveður upp á sitt eindæmi að taka ábyrgð á innrás Bandaríkjanna í Írak. KLÁMVÆÐING Ég hef miklar áhyggjur af klámvæð- ingunni sem leitast við að drekkja árangri jafnréttisbaráttunnar, þurrkar burt sjálfsvirðingu unga fólksins okkar, ýtir undir mannfyrirlitningu, er gróðrastía fyrir kynferðislegt ofbeldi og leggur línurnar fyrir ofbeldi í ýmsum myndum. Klámvæðingin birtist í athöfnum, klæðaburði og fasi og málfari sem leitast við að ómerkja falleg orð og táknræn um fagrar athafnir ástarinnar. JÓLIN Núna hlakka ég til jólanna á hverjum degi. Ég hlakka til að undirbúa jólin með fjölskyldu og vinum; búa til jólakort og jólaskraut, baka smákökur, hlusta á fallega tónlist og hafa kveikt á kertum. Ég hlakka til að hlusta á dóttur mína spila á jólatón- leikum. Ég nýt þess að ganga úti í snjónum í tunglsljósinu á stjörnu- björtu síðdegi og mér finnst gott að vera byrjuð að lesa jólabækurnar. EFST Í HUGA HRUNDAR ÓLAFSDÓTTUR LEIKSKÁLDS Óttar Guðmundsson geðlæknir send- ir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athuga- semdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um „Fast- ställelse av könstillhörighet“ nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en end- urskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það „Rättsliga rådet“ hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niður- lægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur „Rättsliga rådet“ eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur „Rättsliga rådet“ gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leið- réttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félags- lega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær mann- eskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Ótt- ari Guðmundssyni, fór í aðgerð vest- anhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismun- andi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþótta- ákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mann- réttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðrétt- ingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå dokt- orsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undan- tekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um órétt- mæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna. Höfundur er vélfræðingur. Athugasemd við orð Óttars Guðmundssonar Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki ein- ungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varn- ingi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver „umhverfiskostn- aður“ vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vest- urlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stór- innkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem til- heyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilun- um forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrk- asta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að for- gangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er nei- kvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun „nauðsynjanna“ með meðvitaðra vali á matvæl- um, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með aukn- um gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirn- ar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að „hlutnum“. Inntak staðardag- skrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna „Think global − act local“ á hér vel við, enda hand- hægast að stuðla að bættu hnatt- rænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri dag- legri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigð- ismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra – hraðar – meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra – holl- ara – betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virð- ingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslapp- aðri og innihaldsríkari sam- veru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnun- ar „Minna er meira“ á hér einn- ig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkur- borgar. Vandaðra – hollara – betra UMRÆÐAN LEIÐRÉTTINGAR Á KYNI ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR UMRÆÐAN VITUNDARVAKNING UMHVERFISSVIÐS REYKJAVÍKURBORGAR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.