Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2005, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 18.11.2005, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 3 Fyrsti söludagur á Beaujolais Nouveau í Frakklandi var í gærdag. Þá hófst kapphlaup um allan heim hjá söluaðilum til að koma víninu sem allra fyrst til vínunnenda. Beaujolais Nouveau er fyr- sta vínið af upp- skeru haustsins sem drukkið er. Nouveau þýðir nýtt og Beau- jolais er nafnið á héraðinu sem er í Búrgúndí. Árgangurinn í ár þykir mjög góður, magnið er 30% minna en í fyrra en gæðin sögð töluvert meiri. Hér á Íslandi hefur myndast mikil Nouveau-hefð undanfarinn áratug og verður vínið á boðstólum strax á fyrsta leyfilega degi hér á landi. Vinsældir Nouveau hafa aukist stöðugt og má ætla að allt að 20.000 flöskur af Nouveau-víni frá héraðinu seljist hér á landi á næstu mánuðum. Má nefna að Perlan, Hótel Hérað og Hótel Flúðir koma til með að vera með fyrstu opnun á sínum hefðbundnu jólahlað- borðum og bjóða gestum sínum að bragða á fyrstu uppskeru 2005 af Bouchard Aine Beaujolais Nouveau á fyrsta leyfilega söludegi í heiminum. 10 atriði um Nouveau: 1. Beaujolais Nouveau er ævinlega sett á markað þriðja fimmtudag í nóv- ember óháð því hvenær uppskeru- tíðin hefst. 2. Um 4.000 vínbændur í Beaujolais- héraðinu norðan Lyon lifa á því að rækta þrúgur sem fara í Nouveau. 3. Allar þrúgurnar í Beaujolais verða að vera handtíndar. Þetta er eina héraðið utan Champagne þar sem þetta er skylda. 4. Einungis er leyfilegt að nota þrúg- una gamay. 5. Ekki má búa til Beaujolais Nouveau úr þrúgum sem koma frá „10 crus“ ekrunum í Beaujolais. 6. Vínið er auðdrekkanlegt vegna þess að það er gerjað með berjagerjun, sérstakri aðferð sem varðveitir hið ferska berjabragð vínisins án þess að fá tannín úr hýðinu. 7. Vínið á að drekka ungt og á að vera búið að klára það fyrir maí næsta ár, nema í alveg sérstökum árgöngum. 8. Vínið er best að bera fram létt kælt svo þess megi njóta til fulls. 9. Um þriðjungur af heildaruppskeru Beaujolais-héraðsins fer til fram- leiðslu á Nouveau. 10. Beaujolais-héraðið er þekkt fyrir framúrskarandi matargerð. Hið kunna veitingahús Paul Bocuse er í hjarta héraðsins. Í mars á næsta ári verður haldin alþjóðleg nemakeppni á Nýja-Sjálandi. Keppnin er haldin á vegum heimssamtaka matreiðslumanna og til stendur að einn íslenskur nemi taki þátt. Klúbbur matreiðslumeistara og Hótel- og matvælaskólinn hafa ákveðið að senda þátttakanda á alþjóðlega nemakeppni sem hald- in verður í mars á næsta ári á Nýja-Sjálandi. Keppnin er hluti af 32. heimsþingi World Associaton of Cook´s Societies, 2006. Forundankeppni verður haldin í Hótel- og matvælaskólanum þann 15. desember. Í forundankeppninni þurfa þátttakendur að búa til mat- seðil úr völdu hráefni og fá þeir tvær klukkustundir til að ljúka verkefninu. Fimm nemendur verða svo valdir til að taka þátt í und- ankeppninni og mun sigurvegari hennar taka þátt í keppninni á Nýja- Sjálandi. Fulltrúi Íslands mun taka þátt í pallborðsumræðum á þinginu á Nýja-Sjálandi þar sem hann kynn- ir Ísland og íslenskar afurðir. Skráning í keppnina hefst 28. nóvember og stendur til 3. desem- ber. Nemakeppni á Nýja-Sjálandi Matreiðslunemar bretta nú upp ermar á kokkagallanum og undirbúa sig fyrir alþjóðlega nemakeppni á Nýja-Sjálandi. 400 g tagliatelle pasta 250 g skellaus meðalstór humar (pillaður) 8 meðalstórir humrar með skel 800 g tómatmauk í bitum úr dós 80 g fersk steinselja 2 hvítlauksrif (hvítlauksbútur) hálft glas hvítvín 4 msk. ólívuolía Extra Vergine Salt og pipar eins og þarf Skerið hvítlaukinn í litla bita og setjið í stóra pönnu með ólívuolíu og hitið á meðalhita. Strax og hvítlaukurinn er gylltur setjið þá allan humarinn, líka með skel í pönnuna og látið steikjast í nokkrar mínútur eða þar til vatnið úr fiskinum er þornað. Þegar fiskurinn er byrjaður að steikjast setjið þá hálft glas af víni og tómatmaukið. Látið allt eldast eins og þarf á sama hitastigi (þar til hvorki er of mikill vökvi né of þurrt) en passið þegar þið hrærið sósuna að brjóta ekki humarinn, Setjið salt eftir smekk. Á meðan sjóðið þið vatn fyrir pastað og setjið smá salt út í með pastanu og sjóðið þar til „al dente“ ekki of hart, ekki of lint. Áður en pastað fer út í verðið þið að taka humarinn með skel úr pönnunni og setja á disk og þá er gott að setja svartan pipar út í sósuna. Setjið soðið pastað út í sósuna þegar það er tilbúið og bætið steinseljunni ofaná sem þá á að vera búið að brytja niður í smátt. Skammta svo á diska og bæta við humrinum með skel. uppskrift } Tagliatelle með humar UPPSKRIFT PAMELU DE SENSI. BEAUJOLAIS NOUVEAU: Kom á markaðinn í gær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.