Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 44
6 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hreindýrin þrífast fyrir austan STOFNSTÆRÐIN UM 3.000 DÝR. Hreindýr voru fyrst flutt hingað til lands frá Finnmörku á ofan- verðri 18. öld og var tilgangurinn sá að efla íslenskan landbúnað. Íslendingar voru hins vegar ekk- ert hrifnir af hreindýrabúskap og var dýrunum sleppt víðs vegar um land, meira að segja í Vest- mannaeyjum. Þau virðast hins vegar þrífast best á Norðaustur- landi, þar sem gnægð er af flétt- um, skófum og fjallagrösum. Reynt er að halda stofnstærðinni í 3.000 dýrum og gefur Veiði- málastjórn út veiðileyfi á um það bil 800 dýr á ári hverju, en eins og gefur að skilja herjar ekkert annað rándýr á íslensku hrein- dýrin en maðurinn. Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður standa sameiginlega að rekstri skíðasvæðis í Stafdal, sem er milli Efri-Stafs og Neðri-Stafs í austan- verðri Fjarðarheiði, í um 10 kíló- metra fjarlægð frá Egilsstöðum og 17 kílómetra fjarlægð frá Seyðis- firði. Skíðasvæðið er flóðlýst og þar er eins kílómetra löng diskalyfta og skíðabrekkur við allra hæfi, jafnt fyrir lengra komna sem styttra. Auk þess býður svæðið upp á göngu- svæði og aðstöðu fyrir snjósleða, og hægt er að kaupa léttar veitingar, svo sem kakó og vöfflur, um helgar í skíðaskálanum. Í Selskógi í útjaðri Egilsstaða er afar skemmtilegt útivistarsvæði og er umhverfið fallegt á öllum árstímum. Skógurinn er tilvalið gönguskíða- svæði fyrir alla fjölskylduna, en þar eru ruddar brautir fyrir gönguskíði þegar veður og aðstæður leyfa. „Það er búist við því að fólk muni búa í svona 30 mínútna aksturs- fjarlægð frá álverinu á Reyðar- firði, sem tekur þá til Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og jafnvel Seyðisfjarðar, auk Reyðarfjarðar,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli. Alcoa gerir ráð fyrir því að um helmingur starfsmannanna 400 komi frá Austfjörðum, en hinn helmingurinn komi annars staðar að af landinu. Margir þeirra að- fluttu munu væntanlega flytja fjölskyldur sínar með sér og þar af leiðandi munu þjónustu-, skóla- og heilbrigðisgeirarnir stækka líka. Austfirðingar hafa tekið Alcoa Fjarðaáli afar vel. Síðustu vikur hefur fyrirtækið haldið sex íbúa- fundi víða um Austfirði til kynn- ingar á álverinu og störfunum sem þar verða í boði, og mættu vel yfir 200 manns á þessa fundi. „Fundirnir voru mjög vel sóttir, og sýnir það hversu vel Austfirðingar taka fyrirtækinu,“ segir Erna. „Þetta er auðvitað ævintýraleg uppbygging sem á sér stað hérna um þessar mundir.“ Fólk sem áður átti von á að þurfa að flytja burt og selja húsin sín fyrir slikk vegna samdráttar í landbúnaði og sjávarútveg, sér nú framtíð í álverinu, enda eru heilu hverfin á teikniborðum víða um Austfirði, að sögn Ernu. Hún bætir því við að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að flest störfin séu við hæfi kvenna jafnt sem karla, og var það ánægjuefni hversu margar konur mættu á þessa fundi. „Störf í nútíma álveri eru hreint ekki störf sem reyna á líkamlega burði, heldur er þetta mikið tölvustýrt og tæknivætt, svo að þessi tiltölulega vel laun- uðu störf í hátækniiðnaði henta konum jafn vel og körlum,“ segir Erna. Skemmtileg skíðasvæði Einnig aðstaða fyrir snjósleða. Álverið teygir anga sína um alla Austfirði Á næstu tæpu tveimur árum mun Alcoa á Íslandi ráða 400 manns til starfa í álverinu á Reyðarfirði sem nú rís, og búa Austfirðingar því sig undir að heimabyggðir sínar stækki mikið. Kárahnjúkavirkjun mun sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir rafmagni. 06-07 lesið 17.11.2005 15:51 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.