Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 44
6 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Hreindýrin
þrífast fyrir
austan
STOFNSTÆRÐIN
UM 3.000 DÝR.
Hreindýr voru fyrst flutt hingað
til lands frá Finnmörku á ofan-
verðri 18. öld og var tilgangurinn
sá að efla íslenskan landbúnað.
Íslendingar voru hins vegar ekk-
ert hrifnir af hreindýrabúskap og
var dýrunum sleppt víðs vegar
um land, meira að segja í Vest-
mannaeyjum. Þau virðast hins
vegar þrífast best á Norðaustur-
landi, þar sem gnægð er af flétt-
um, skófum og fjallagrösum.
Reynt er að halda stofnstærðinni
í 3.000 dýrum og gefur Veiði-
málastjórn út veiðileyfi á um það
bil 800 dýr á ári hverju, en eins
og gefur að skilja herjar ekkert
annað rándýr á íslensku hrein-
dýrin en maðurinn.
Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður
standa sameiginlega að rekstri
skíðasvæðis í Stafdal, sem er milli
Efri-Stafs og Neðri-Stafs í austan-
verðri Fjarðarheiði, í um 10 kíló-
metra fjarlægð frá Egilsstöðum og
17 kílómetra fjarlægð frá Seyðis-
firði.
Skíðasvæðið er flóðlýst og þar er
eins kílómetra löng diskalyfta og
skíðabrekkur við allra hæfi, jafnt
fyrir lengra komna sem styttra. Auk
þess býður svæðið upp á göngu-
svæði og aðstöðu fyrir snjósleða, og
hægt er að kaupa léttar veitingar,
svo sem kakó og vöfflur, um helgar
í skíðaskálanum.
Í Selskógi í útjaðri Egilsstaða er afar
skemmtilegt útivistarsvæði og er
umhverfið fallegt á öllum árstímum.
Skógurinn er tilvalið gönguskíða-
svæði fyrir alla fjölskylduna, en þar
eru ruddar brautir fyrir gönguskíði
þegar veður og aðstæður leyfa.
„Það er búist við því að fólk muni
búa í svona 30 mínútna aksturs-
fjarlægð frá álverinu á Reyðar-
firði, sem tekur þá til Egilsstaða,
Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar og jafnvel
Seyðisfjarðar, auk Reyðarfjarðar,“
segir Erna Indriðadóttir, upplýs-
ingafulltrúi hjá Alcoa Fjarðaáli.
Alcoa gerir ráð fyrir því að um
helmingur starfsmannanna 400
komi frá Austfjörðum, en hinn
helmingurinn komi annars staðar
að af landinu. Margir þeirra að-
fluttu munu væntanlega flytja
fjölskyldur sínar með sér og þar af
leiðandi munu þjónustu-, skóla-
og heilbrigðisgeirarnir stækka
líka.
Austfirðingar hafa tekið Alcoa
Fjarðaáli afar vel. Síðustu vikur
hefur fyrirtækið haldið sex íbúa-
fundi víða um Austfirði til kynn-
ingar á álverinu og störfunum sem
þar verða í boði, og mættu vel yfir
200 manns á þessa fundi.
„Fundirnir voru mjög vel sóttir, og
sýnir það hversu vel Austfirðingar
taka fyrirtækinu,“ segir Erna.
„Þetta er auðvitað ævintýraleg
uppbygging sem á sér stað hérna
um þessar mundir.“
Fólk sem áður átti von á að þurfa
að flytja burt og selja húsin sín
fyrir slikk vegna samdráttar í
landbúnaði og sjávarútveg, sér nú
framtíð í álverinu, enda eru heilu
hverfin á teikniborðum víða um
Austfirði, að sögn Ernu.
Hún bætir því við að fyrirtækið
leggi mikla áherslu á að flest
störfin séu við hæfi kvenna jafnt
sem karla, og var það ánægjuefni
hversu margar konur mættu á
þessa fundi. „Störf í nútíma álveri
eru hreint ekki störf sem reyna á
líkamlega burði, heldur er þetta
mikið tölvustýrt og tæknivætt,
svo að þessi tiltölulega vel laun-
uðu störf í hátækniiðnaði henta
konum jafn vel og körlum,“ segir
Erna.
Skemmtileg skíðasvæði
Einnig aðstaða fyrir snjósleða.
Álverið teygir anga
sína um alla Austfirði
Á næstu tæpu tveimur árum mun Alcoa á Íslandi ráða 400 manns til starfa í álverinu á Reyðarfirði sem nú rís, og
búa Austfirðingar því sig undir að heimabyggðir sínar stækki mikið.
Kárahnjúkavirkjun mun sjá álverinu á Reyðarfirði fyrir rafmagni.
06-07 lesið 17.11.2005 15:51 Page 2