Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 47

Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { Austurland } ■■ 9 Le yf ðu o kk ur a ð þj ón a þé r Le yf ðu o kk ur a ð þj ón a þé r Átta álfa- og vættasögur frá Borgarfirði eystra í leikgerð. Ásgríms Inga Arngrímssonar í leiklestri úrvalsleikara. Verð aðeins krónur 1.500,-. Ókeypis heimsending ef pantað er fyrir 1. desember. Dreifing: Ferðaskrifstofa Austurlands sími 471-2000 netfang info@fatravel.is Hjá Ferðaskrifstofu Austurlands er alhliða ferðaþjónusta á einum stað. • Flugbókanir innanlands sem utan • Skipulag ferða fyrir erlenda verkamenn • Skipulag og framkvæmd funda og ráðstefna Finnum ávallt hagkvæmustu og bestu lausnina. Þjónustum fyrirtæki um allt land. Er gönguhópurinn þinn að leita að verðugu verkefni! Frábærar gönguleiðir við allra hæfi á Austurlandi. Víknaslóðir, Landið. sem hverfur undir Hálslón og virkjanir, Gerpissvæði, Lónsöræfi og margar fleiri. Leyfðu okkur að þjóna þér við skipulag ferðarinnar. Leiðsögn, ferðir, fæði og afþreying að ykkar þörfum. Spyrjið þá er reynt hafa. Austurlandið heillar Þjóðlegt í jólapakkann og skóinn... Er fyrirtækið þitt á ferðinni? Lúxusgönguferðir Kaupvangi 6 · 700 Egilsstaðir · Sími +354 4712000 · Fax: +354 4712001 info@fatravel.is · www.fatravel.is Ferðaskrifstofa Austurlands FA_Travel_Aug_161105.eps 11/16/05 3:09:43 PM „Það er mikil gróska í þessu hjá okkur,“ segir náms- og starfsráð- gjafinn Emil Björnsson, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands. „Sumir þessara nema eru í masters og dokt- orsnámi, og hafa aðgang að okkar þjónustu á Háskólanámssetrinu.“ Fræslunet Austurlands er sjö ára gömul sjálfseignarstofnun sem starfar um allt Austurland, frá Skeiðará í suðri að Langanesi í norðri. „Fyrst og fremst erum við í námskeiðahaldi, og að miðla námi frá háskólunum,“ segir Emil. Með- al annars býður fræðslunetið upp á íslenskunám fyrir útlendinga, tölvunámskeið, og ýmis konar starfstengd- og tómstundanám- skeið, og eru þessi almennu nám- skeið á markaðsverði. Jafnframt sér Fræðslunetið um próftökur fólks sem er í fjarnámi við erlenda háskóla, og í augnablikinu er boð- ið upp á ókeypis námskeið sem ætlað er að auðvelda fólki að finna sér framtíðarstarf. „Þetta er í rauninni til að takast á við breytingar á vinnumarkaðin- um á Austurlandi,“ segir Emil. Fræðslunetið tekur einnig þátt í rekstri námsvera á nokkrum stöð- um á Austurlandi í samstarfi við framhaldsskóla og sveitarfélög, og geta nemendur sótt myndfundi, lesaðstöðu og ráðgjöf til þessara staða. Menntaskólinn á Egilsstöðum var stofnaður árið 1979, og stunda nú um 300 nemar dagnám við þann skóla, og um 70 eru í utanskólanámi. „Þrátt fyrir nafnið, förum við eftir áfangakerfi, og megináherslan er á stúdentspróf,“ segir Helgi Ómar Bragason, skólameistari. „Við erum líka með styttra nám, oft í kvöld- skóla, við erum til dæmis með skrifstofubraut og leiðsögumanna- nám, og það er þá í samstarfi við hina framhaldsskólana hér.“ Í skólanum er heimavist fyrir um 120 nemendur, en í í heimavistar- húsi er einnig mötuneyti, hátíðar- salur, skrifstofur skólans, kennslu- stofur, bókasafn og lesaðstaða. Auk þess er kennsluhús með skólastof- um og vinnuaðstöðu kennara. Íþróttir eru kenndar í glæsilegri íþróttamiðstöð á Egilsstöðum. Verkmenntaskóli Austurlands er staðsettur á Neskaupstað, og býður upp á bæði bóklegt og verklegt nám. Í skólanum fer fram kennsla í grunndeildum tré-, málm- og raf- iðna og framhaldsdeildir iðnnáms eru í vélsmíði, rennismíði, húsa- smíði og rafvirkjun. Þá er einnig boðið upp á nám til stúdentsprófs á félagsfræði- og náttúrufræðibraut- um, og býður VA upp á nám í hár- snyrtiiðn, nám á sjávarútvegsbraut og sjúkraliðabraut. Við skólann er rúmgóð heimavist og aðstaða til íþrótta er í íþróttahúsi bæjarins. Auk ME og VA eru tveir aðrir framhaldskólar á Austurlandi, Framhaldsskóli Austur-Skaftafells- sýslu á Hornafirði og Hússtjórnar- skólinn á Hallormsstað. Jafnframt er hægt að stunda fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri, Fjölbrautaskólann við Ármúla og Iðnskólann í Reykjavík. Háskól- arnir sem bjóða upp á fjarnám í gegnum Fræðslunet Austurlands eru átta: háskólarnir á Akureyri, í Reykjavík, Íslands, á Hólum, Kennaraháskólinn, Landbúnaðar- háskóli, Viðskiptaháskólinn á Bif- röst og Listaháskólinn. Fjölbreytt framhaldsnám í boði Hægt er að leggja stund á ýmisskonar framhaldsskólanám á Austfjörðum. Stúdentar, útlærðir iðnaðarmenn, hársnyrtar og sjúkraliðar útskrifast frá fjórum framhaldsskólum, sem og frá þremur framhaldsskólum sem bjóða upp á fjarnám. Þorbjörg Ásbjörnsdóttir bóndi er í fjarnámi í þroskaþjálfanámi, og notar mikið aðstöðuna sem Fræðslunet Austurlands býður upp á. Félagsmiðstöðvarnar Ný- ung og Afrek í Fljótsdals- héraði eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 12 til 16 ára, en aðaláherslur í starf- inu eru á unglinga 14 til 16 ára. „Áttundi, níundi og tíundi hópur er aðal markhópurinn í dag, en við erum með opnanir alveg niður í fimmta bekk,“ segir Þráinn Sig- valdason, forstöðumaður félagsmið- stöðvanna. „Aðsóknin er mjög góð, í Nýung koma um 20 til 50 krakkar úr efstu bekkjunum á kvöldin þegar er opið, af 94 krökkum, og í Afreki koma á milli 20 og 40 krakkar af 60. Yngri bekkirnir mæta nánast allir.“ Þær bjóða upp á ýmis námskeið, klúbbastarfssemi og hefur góða að- stöðu fyrir unglingana. Til dæmis eru þar vel útbúin tölvuver með bæði leikjatölvum og nettengingu, sem og billjardborð, borðtennisborð, píluspjöld og fleira. Jafnframt hafa félagsmiðstöðvarnar fína heimabíó- aðstöðu, og gegna lykilhlutverki í vinnu við forvarnir. „Eins erum við með helgarsport, þá koma krakkar annað hvert föstudagskvöld í Íþróttahúsið frá klukkan 10 til 12, og fá að sprikla. Þá er alltaf fullt hús,“ segir Þráinn. Félagsmiðstöðvarnar halda uppi miklu samstarfi við aðr- ar félagsmiðstöðvar á Austurlandi og stofnanir sem starfa á landsvísu, svo sem Flakkferðir og Hitt Húsið í Reykjavík. Eins hafa miðstöðvarnar tekið þátt í Evrópuverkefnum, og árið 2003 tóku Egilsstaðir á móti 67 unglingum frá fimm löndum, og sama ár fóru 10 unglingar til Portú- gal vegna þessa verkefnis. Kraftur í unglingum á Egilsstöðum Unglingar frá Fljótsdalshéraði sýndu mikla hæfileika í stílkeppni sem haldin var í fyrra. 08-09 lesið 17.11.2005 15:30 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.