Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 68

Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 68
FÖSTUDAGUR 18 . nóvember 2005 ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA NÁNARI UPPLÝSINGAR FÖSTUD. 18. NÓV. 2005 LAUGARD. 19. NÓV. 2005 SUNNUD. 20. NÓV. 2005 IDOL ÚTGÁFUTÓNLEIKAR MIÐAVERÐ 1500 KR. / HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1000 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA STJÖRNULEIT PAP R REGÍNA ÓSK ...KLIKKA EKKI!!! ☎ 552 3000 Föstudag 26/11 LAUS SÆTI Laugardag 3/12 LAUS SÆTI VS Fréttablaðið “Frábær skemmtun!” KRINGLUKRáINKRINGLUK ÁIN 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1 Nánari upplýsingar og miðasala á www.midi.is og í síma: 562 9700 Sýnt í Iðnó kl. 20. Ósóttar pantanir seldar daglega. uppselt uppselt uppselt örfá sæti laus uppselt uppselt uppselt uppselt uppselt örfá sæti laus aukasýning laus sæti uppselt uppselt laus sæti laus sæti laus sæti laus sæti 18.11 19.11 20.11 24.11 25.11 26.11 27.11 02.12 03.12 04.12 07.12 08.12 09.12 10.12 11.12 15.12 16.12 17.12 fös. lau. sun. fim. fös. lau. sun. fös. lau. sun. mið. fim. fös. lau. sun. fim. fös. lau. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. Stóra orðabókin um íslenska málnotkun kemur út í dag. Hún er stærsta orðabók sem út hefur komið hér á landi síðustu áratugi og sú fyrsta sem einnig er gefin út í heild sinni á rafrænu formi. Jón Hilmar Jónsson hafði veg og vanda af því að ritstýra verkinu, sem telur um 1.600 blaðsíður í stóru broti, en JPV útgáfa gefur það út. „Ég hlýt að vona að þessi bók sæti nokkrum tíðindum,“ segir Jón Hilmar og hlær. „Þetta er ann- ars konar verk en eldri klassískar bækur. Ég vildi hugsa til fleiri not- endahópa og gera bókina sveigjan- legri en fyrri verk.“ Helsta nýjungin mun vera sú að Stóra orðabókin sameinar alhliða lýsingu á íslenskri málnotkun, þar sem orðin birtast í margs konar notkunarsamhengi, til dæmis orðasamböndum af ólíku tagi og samsetningum. „Þetta er því líka samheitaorðabók, auk þess sem það er tenging á milli íslensku og ensku, döns- ku og þýsku. Þannig geta erlendir notendur nálg- ast í gegnum sitt mál það hugtakasvið í íslensku sem þeir hafa áhuga á.“ Bókinni er skipt í tvo meginhluta; sjálfa orða- bókarlýsinguna með rúmlega þrettán þús- und flettiorðum, en hins vegar er sjálfstæð skrá um öll orð og orðasam- bönd í orðabókartextan- um, um 85 þúsund talsins. Þá fylg- ir bókinni einnig rafræn útgáfa á geisladiski, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem orðabók er gefin út jöfnum höndum prentuð og á rafrænu formi. „Ég held að margir notendur verði þakklátir fyrir það, því rafræna útgáfan býður upp á margvíslega leitarmöguleika sem ekki eru fyrir hendi í prentaðri orðabók,“ segir Jón. Það gefur auga leið að verk af þessari stærð- argráðu verður ekki til í einu vetfangi. „Já, hún hefur verið ansi lengi í vinnslu,“ játar Jón Hilmar. „Ætli ég hafi ekki byrjað að hugsa um að semja verk af þessu tagi fyrir 1990 en hugmyndin tók á sig skýr- ari mynd eftir því sem tíminn leið.“ Fyrir nokkrum árum varð hug- myndin að veruleika á sinn hátt í tveimur orðabókum sem Jón ritstýrði, Orðastað sem kom út 1994 og aftur 2001 og Orðaheimi sem kom út 2001. „En þótt þessar bækur væru samfelldar og kölluð- ust á leitaði ég enn að búningi sem rúmaði þær sem heildstætt verk og Stóra orðabókin er niðurstaðan af því.“ Jón Hilmar kveðst ekki búast við að ráðast í annað eins þrek- virki og Stóru orðabókina á næst- unni. „Ég veit svo sem ekki hvað tekur við. Ég er nú alltaf að fást við orðaforðann í starfi mínu og kannski mun ég koma einhverju fleiru til leiðar.“ bergsteinn@frettabladid.is Stærsta orðabókin í áratugi JÓN HILMAR OG STARFSFÓLK ORÐABÓKAR HÁSKÓLANS Hugmyndin að því að skrifa verk á borð við Stóru orðabókina kviknaði að sögn Jóns fyrir tæpum tveimur áratugum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.