Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 83
18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
HANDBOLTI Þegar Viggó Sigurðs-
son valdi landsliðshóp sinn fyrir
æfingamót í Póllandi á dögunum
ákvað hann að velja hvorki Ásgeir
Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason,
sem hafa verið meðal mestu vonar-
stjarna í íslenskum handknattleik.
Ástæðuna sagði Viggó vera þá að
þeir hefðu ekki tekið framförum í
Þýskalandi og svo hefðu þeir ekki
staðið sig nógu vel á HM U-21 árs
liða í Ungverjalandi í sumar.
Ekki voru allir handboltaspek-
ingar landsins sammála Viggó í því
að þeir hefðu ekki tekið framförum
í Þýskalandi, hvað þá að þeir hefðu
spilað svona illa í Ungverjalandi.
Því er erfitt að skilja ákvörðun
Viggós öðruvísi en að hann sé að
refsa þeim tveimur fyrir gengið í
Ungverjalandi, sem var langt undir
væntingum.
Arnór á ekki heimangengt í
leikina gegn Norðmönnum um
næstu helgi og kom því ekki til
greina í hópinn en Ásgeir stóð
Viggó til boða. Þó Ólafur Stefáns-
son geti ekki leikið og Viggó hafi
valið fjóra örvhenta leikmenn var
ekkert pláss fyrir Ásgeir. Hann er
ekki sáttur.
„Auðvitað er ég hundfúll með
að vera ekki valinn. Ég verð að
taka það jákvæða úr þessu og
einbeita mér að Lemgo af fullum
krafti í staðinn,“ sagði Ásgeir Örn,
sem skilur ekki rök Viggós fyrir
valinu. „Mér finnst þær ástæður
sem Viggó gefur fyrir því að velja
mig vafasamar.“
Ásgeir segir Viggó ekki hafa
hugmynd um það hvort hann hafi
tekið framförum hjá Lemgo eða
ekki. „Ég held hann hafi ekki talað
við neinn hjá félaginu eða mætt á
leiki. Hann hefur ekki hugmynd
um hvaða formi ég er í en ég get
sagt þér að ég er í toppformi og hef
þar að auki tekið framförum. Það
er ekki skrítið enda er ég að æfa
við toppaðstæður og á móti topp-
mönnum og þarf að hafa verulega
fyrir hlutunum á hverjum degi ef
ég ætla ekki að lenda undir í bar-
áttunni,“ sagði Ásgeir Örn, sem
stefnir ótrauður í landsliðið á ný.
henry@frettabladid.is
Ástæður Viggós fyrir
valinu eru vafasamar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er enn í kuldanum hjá Viggó Sigurðssyni. Ásgeir segir
Viggó ekki hafa hugmynd um hvaða ástandi hann sé í þessa dagana og hvorki
hafa leitað upplýsinga hjá sér né félagi sínu.
ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON Telur sig ekki fá sanngjarna meðferð hjá Viggó Sigurðssyni, landsliðsþjálfara í handbolta, sem hefur skilið
hann út úr landsliðshópnum í tvígang. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir
skrifaði gær undir eins árs samn-
ing við Breiðablik en hún hefur
undanfarin ár leikið við góðan
orðstír með Malmö FF í Svíþjóð.
„Þetta var nokkuð erfið ákvörð-
un og á endanum var það vinnan
sem réð úrslitum en ég fékk góða
vinnu hjá Línuhönnun sem ég er
spennt fyrir. Að auki er ég svo alin
upp í Breiðabliki og aðstaðan hjá
félaginu er til fyrirmyndar. Það
verður spennandi að vera með
Þóru systur hér á næsta ári,“ sagði
Ásthildur, sem er verkfræðingur
að mennt.
Það má búast við Íslands- og
bikarmeisturum Breiðabliks enn
sterkari á næsta ári en í sumar
enda Ásthildur knattspyrnukona
á heimsmælikvarða. Hún telur
mikilvægt að félögin sjálf einbeiti
sér að því að skapa knattspyrnu-
konum metnaðarfullt umhverfi.
„Ég veit ekki hvort Íslandsmót-
ið verður óspennandi en það er
alveg ljóst að hvert félag fyrir sig
leggur metnað í starfið og upp-
sker eftir því. Breiðablik er þessa
stundina alveg til fyrirmyndar í
þessum efnum.“
Karl Brynjólfsson, formaður
meistaraflokksráð kvenna, var
afar ánægður við undirskriftina.
„Við byrjuðum frá grunni á síð-
asta ári og það var alltaf hluti af
áætluninni að byggja liðið upp á
uppöldum leikmönnum og Ást-
hildur er ein af þeim.“
- mh
Fyrirliði kvennalandsliðsins kominn á heimaslóðir:
Ásthildur komin til Blika
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Ásthildur sagði
það mikið ánægjuefni að fá að leika með
systur sinni Þóru Helgadóttur.
KÖRFUBOLTI Haukastúlkur máttu
þola enn eitt tapið í Áskorenda-
keppni kvenna í körfubolta í gær-
kvöldi og í þetta sinn biðu þær í
lægri hlut fyrir stöllum sínum í
Pays D´Aix frá Frakklandi, 41-
105.
Eins og tölurnar gefa til kynna
mættu Haukastúlkurnar algjör-
um ofjörlum sínum, enda Pays
D´Aix talið eitt af sterkustu liðum
Evrópu og spá því margir sigri í
þessari keppni í ár.
Helena Sverrisdóttir var
atkvæðamest Hauka eins og svo
oft áður í gærkvöldi - hún skoraði
12 stig og tók sjö fráköst en liðið
lék án Reishu Bristol. Jelena Jov-
anovic skoraði 13 stig fyrir Hauka
og Ösp Jóhannsdóttir sex.
Haukar eru sem fyrr í neðsta
sæti riðils síns í Evrópukeppninni
og hafa ekki unnið leik en fyrir
löngu er orðið ljóst að reynslan
sem leikmenn liðsins fá í þessari
keppni mun reynast þeim dýrmæt
í framtíðinni. - vig
Haukar fengu Pays D´Aix í heimsókn í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í gær:
Haukastúlkur töpuðu stórt á Ásvöllum
HELENA SVERRISDÓTTIR Brýst hér framhjá
varnarmanni Pays D´Aix í gærkvöldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.