Tíminn - 29.08.1976, Page 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 29. ágúst 1976
BÓKAÚTGÁFAN
ÖRN OG ÖRLYGUR
TÍU ÁRA í HAUST
Heldur upp á afmælið með því að gefa almenningi
kost á að kaupa Dýraríki íslands með vildiskjörum
ÁÐUR EN LANGT
UM LÍÐUR munu ís-
lendingar fara að huga
að þeirri árlegu bóka-
vertið, sem kennd er við
blessuð jólin. Það mun
nú þegar ákveðið hvers
við megum vænta i þess-
um efnum á komandi
hausti, eða með öðrum
orðum: „meðgöngutim-
inn” hjá útgáfufyrir-
tækjum er senn á enda,
og þá er þess ekki heldur
langt að biða, að forvitni
almennings verði sval-
að, og menn fái svar við
hinni áleitnu spurningu:
„Hvað verður nýtt að
lesa i vetur?”
Fyrst fór öll
starfsemin fram
i heimahúsum
Eitt útgáfufyrirtæki i Reykja-
vik hefur þá sérstöðu að þessu
sinni, að það á afmæli á þessu
hausti. Þetta er bókaútgáfan Orn
og örlygur. í haust eru liðin ná-
kvæmlega tiu ár, si'ðan þessi
bókaútgáfa sendi frá sér fyrstu
jólabók sína. Af þessu tilefni sneri
Tlminn sér tii örlygs Hálfdanar-
sonar og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar.
Og fyrstaspurningin, sem borin
var fram, var á þessa leið:
— Hvernig stóö á því að þetta
,,barn” fæddist i heiminn, ef ég
má komast svo að orði?
— Upphafið var það, að ég hafði
unnið mikið að útgáfustarfi og
fræöslumálum á öðrum vett-
vangi, og þegar þau timamót
urðu i lifi minu að ég fór þaðan,
þá komst ég að þeirri niðurstöðu,
að ég kynni ekkert annað en aö
fást við'prentað mái. Annars er
staðreyndin sú, aö við vorum
búnir að gefa út bækur i tvö ár,
áöur en við stofhuðum bókaútgáf-
una örn og örlygur. Það voru
feröahandbækurnar, sem við gáf-
um út strax vorið 1964, og svo aft-
ur 1965, og héldum reyndar áfram
að gefa þær út, þangað til vega-
handbækurnar leystu ferðahand-
bækurnar af hólmi.
Fyrsta jólabókin okkar kom svo
út 25. nóvember 1966. Það var
Landiðþitt, sem hinn landskunni
ljósmyndari og rithöfundur, Þor-
steinn Jósepsson, hafði tekið
saman samkvæmt beiðni minni.
Og við þessi tfrnamót miðum við
aldur fyrirtækisins.
— Starfsemin hefur auðvitað
verið smá i sniðum fyrsta spöl-
inn?
— Já, verkið fór allt fram
heima í stofu hjá mér, og bókun-
um varpakkað i einu kjallaraher-
bergi. Og simi fyrirtækisins var
einkasiminn minn á stofugangin-
um ííbúðinni.Enstarfsemingekk
vel. Landið þitt varð strax ákaf-
lega vinsæl bók, — raunar met-
sölubók, — og hefur selzt i stóru
upplagi siðan. Tveimur árum
seinna bættum við öðru bindi við
hana, eftir Steindór Steindórsson
frá Hlöðum. Þessar tvær bækur
„i setti” hafa orðið svo feikilega
vinsælar, að mér kæmi ekki á
óvart, þótt þær væru einhverjar
mest seldu bækur á landinu, æ
siðan.
Sigild verk og
fagrir gripir
— Hafið þið ekki gefið út flestar
tegundir bókmennta, þennan ára-
tug, sem fyrirtækið er búið að
starfa?
— Já, það hygg ég að sé ekki
fjarri lagi. Viðsettumst einu sinni
niður og ætluðum að fara að
flokka útgáfubækur okkar, en
komumst að þeirri niöurstöðu, að
sú flokkun yrði harla erfið, þvi að
hver flokkurinn greip inn i annan.
En ég held, að við séum með
„eitthvað handa öllum”, eins og
stundum er sagt,enda hefur al-
menningur nú þegar kveöið upp
sinn dóm um þetta atriði.
— Mér skilst, að bók eins og
Landið þitt hafi verið nýmæli á
sfnum tima. Hafið þið ekki gert
þetta oftar, að fitja upp á nýmæl-
um i bókaútgáfu?
— Jú, víst höfum við reynt að
finna okkur nýja farvegi. 1 fram-
haldi af „Landinu þinu” höfum
við gefið út bækur, sem allar bera
heiti.er enda á „þfri”, „þinn” eða
„þitt”. Þetta eru uppsláttarrit, og
flestir kannast við þau. Það nægir
að ég nefni nöfn eins og Heimur-
inn þinn, Bibliuhandbókin þin^
Lögbókin þin, Formálabókin þin.
Þessar bækur eru allar I sama
flokknum.
Björgunar-og sjóslysasaga Is-
lands, sem komin er út i átta
bindum, var lfka nýmæli á sihum
tima, þótt áður hefðu komið út
bækur um einstök tilvik og at-
burði á sjó eða i tengslum við sjó-
sókn. En það hafði aldrei verið
gerð tilraun til þess að skrifa um
alla slika atburði i réttri timaröð.
Eins og ég sagði, þá telur sjó-
slysasaga okkar nú þegar átta
bindi, ogþó hygg ég að annaðeins
sé eftir. Ritstjóri þessa bókar-
flokks er ákaflega duglegur og
mikilvirkur rithöfundur, Steinar
J. Lúðviksson, enda er hér vita-
skuld um geysimikla vinnu að
ræða. Mig langar líka að nefna
nafn Björns Þ. Guðmundssonar,
sem skrifaði báðar lögbækurnar,
Lögbókina þina og Formálabók-
ina þina. Björn er ungur maður
aðárum, og hefur með þessu unn-
ið ágætt verk, bæði að vöxtum og
gæðum. Heiminum þinum rit-
stýrði Jón ögmundur Þormóðs-
son og var það mikið vandaverk.
Séra Magnús Guðjónsson þýddi
Bibliuhandbókina og leysti það
verk vel af hendi.
Vegahandbókin, sem við gáfum
út, er fyrsta bók sinnar tegundar
hér á landi. Hún hefur frá upphafi
notið mikilla vinsælda, og gerir
það enn. Ekki má ég heldur
gleyma Matreiðslubókinni, sem
Ib Wessmanþýddi ogstaðfærði af
mikilli snilld, og við gáfum út i
fyrra. Það er eiginlega fyrsta er-
lenda matreiðslubókin, sem er
þýdd og færð að islenzkum að-
stæðum, enda var henni frábær-
— Á næsta jólamarkaði mun að venju
verða margt dgætra bóka, þar ó meðal
ein, sem vekja mun mikla eftirtekt, en
hún fjallar um stórpólitískan atburð
íslenzkan, sem olli miklu umróti
í hugum fólks ó sínum tíma
Hannibal Valdimarsson, þáverandi samgönguráðherra, með fyrstu
vegahandbókina sem hann reit formála að.
örlygur Hálfdanarson og Steindór Steindórsson með þjóðhátiðarútgáfu
Feröabókar Eggerts og Bjarna.
gefa þær hingað, og þær eru nú i
vörzlu Islendinga. Og svo verð-
mætar eru þessar myndir, að
þegar við spurðum Danska
Visindafélagið, hvort við ættum
ekki að tryggja þær á meðan við
hefðum þær að láni, þá fengum
við þau svör, að það væri ekki
hægt.
Nú i sumar gáfum við út Dýra-
riki íslands eftir Benedikt Grön-
dal til þessaðminnasthundrað og
fimmtiu ára afmælis hans,sem er
sjötta október næstkomandi. Um
þessa bókhefúr veriðsagt, aðhún
sé „fegursti prentgripur á Is-
landi” — og þau orð skrifaði sá
maður, sem hefur slika þekkingu
og smekkvisi til að bera, að ég er
óhræddur við að gera hans um-
mæli að minum.
Þessar tvær siðast töldu útgáf-
ur eru alveg tvimælalaust tima-
mótaútgáfur. Og mér er sérstak-
lega ljúft að minnast samstarfs
okkar Steindórs Steindórssonar
frá Hlöðum, ekki aðeins hvað
varðar þessar tvær bækur, heldur
einnig margt annað, sem við höf-
um verið að gera hér i fyrirtæk-
inu.
Gunnar Friðriksson, forseti Slysa
varnafélags Islands, með fyrsta
bindi bókarflokksins Þrautgóðir
á raunastund, flytur ávarp við út-
komu þess.
Nýir skáldsagna-
höfundar og
eftirminnilegir
ævisögumenn
lega vel tekið af islenzkum hús-
mæðrum.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar i þýðingu
Steindórs Steindórssonar, sem
við gáfum út 1974, var verðugur
áfangi á tiu ára afmæli Ferða-
handbóka s.f. Annars er gaman
að geta þess, að þessi útgáfa varð
til þess, að lituðu frummyndirn-
ar, sem upphaflega voruteiknað-
ar fyrir bókina, komu hingað
heim, ekki til láns, eins og ætlað
var í fyrstu, heldur er nú búið að
— Viðhöfum nú hér talað um si-
gild verk, sem flestir landsmenn
kunna væntanlega einhver skil á.
En hafið þið ekki lika gefið út
bækur eftir nýja og alls óþekkta
höfunda?
— Jú, það höfum við gert, til
dæmis á sviði skáldsagnagerðar.
Þar höfum við gefið út bækur
tveggja höfunda, sem flestir
munu kannast við núorðið. Ég á
hér við Snjólaugu Bragadóttur
frá Skáldalæk og Einar Guð-
mundsson frá Hergilsey. Við höf-
- 3^ 1 ‘-‘S'
r 1 4' • 1
$1 I
L 1
Listmálarinn, refaskyttan og sagnaþulurinn, Þórður frá Dagverðará,
mundar byssu sina á skrifstofum forlagsins.