Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 23. janúar 1977 Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrui: borgarmál Borgaryfirvöld taka verndun slitlags á götum fram yfir öryggi í umferðinni Strætisvagnar Reykjavíkur eiga að aka áfram án negldra hjólbarða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í hálku eða ófærð A FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag kvaddi Alfreö Þor- steinsson, borgarfulltrúi, sér hljó&s og ger&i a& umtalsefni þá hættu, sem þaö heföi I för meö sér fyrir öryggi vegfarenda I Reykjavik, hve illa strætisvagn- ar borgarinnar væru búnir til aksturs i hálku og snjó. A1 freð vakti athygli á til- lögu, er Leifur Karlsson, full- trúi Fram- sóknarflokks- ins i stjórn S.V.R., heföi boriö fram á siöasta stjórn- arfundi fyrir- tækisins. Til- lagan hljóöaöi efnislega þannig: „Vegna erfiöra og oft mjög hættulegra akstursskilyröa i vetrarfærðinni óska ég undirrit- aöur, og legg sérstaklega á- herzlu á, aö stjórn S.V.R. beiti sér fyrir, að vagnar S.V.R. veröi nú þegar búnir nagladekkjum aö framan og þó sérstaklega þeir vagnar, sem þjóna öllum erfiöustu leiðum leiöakerfis S.V.R. og er þar sérstaklega átt viö úthverfin.” Sveinn Björnsson, stjórnar- formaöur S.V.R., heföi hins vegar lagt til, að látið yröi sitja viö óbreytt ástand í þessum efn- um, þaö sem eftir væri vetrar. Tillaga Sveins haföi aö sjálf- sögðu veriö samþykkt, þótt meö henni væri verið aö ýta vandan- um á undan sér — meö ófyrir- sjáarilegum afleiöingum fyrir öryggi allra vegfarenda i borg- inni. „Þvi aö hér er ekki ein- göngu um aö ræöa öryggi vagn- stjóranna eöa þeirra fjölmörgu, sem ferðast meö vögnunum, heldur lika öryggi annarra veg- farenda i umferðinni,” sagði Alfreð. Hann lýsti siöan þeirri ó- ánægju, sem um langt skeiö hefði rikt hjá vagnstjórum S.V.R. meö búnað strætisvagn- anna. Nú siöast heföi þessi ó- ánægja leitt til þess, aö flestir vagnstjóranna hefðu sent stjórn S.V.R. bréf, þar sem þeir legöu áherzlu á, aö strætisvagnar borgarinnar yröu þegar i staö búnir negldum hjólböröum, en engu aö siöur yröi haldið áfram að bera salt á götur, þegar þess þætti þörf sökum hálku eöa ó- færðar. Alfreö lagði siðan fram til- lögu, sem efnislega var sam- hljóða tillögu Leifs Karlssonar. Magnús L. Sveinsson (S) tók næstur til máls og kvaö það misskiln- ing, aö vagn- stjórar bæru sjálfir ábyrgö á tjóni þvi, er af hlytist, ef strætisvagn ætti sök á slysi — þaö væri borgarsjóöur, þar sem borgin væri eigandi vagnanna. Þá varaöi Magnús viö oftrú á negldum hjólbörðum, þvi aö i ljós hefði komið, aö þeir veittu oft og tiðum ekki þaö öryggi, er almennt væri talið. Borgarfull- trúinn taldi rétt aö láta reyna á það, hvernig óbreyttur búnaöur vagnanna gæfist, það sem eftir væri vetrar, en taka svo til at- hugunar, hvort sú reynsla gæfi tilefni til'aö breyta búnaöinum. Þorbjörn Broddason (Abl.) tók undir orö Alfreðs Þor- steinssonar og visaöi i þvi sambandi til bókunar, er hann heföi gert á um ræddum stjórnarfundi S.V.R. Bókunin væri svohljóöandi: „Ég tel örþrifaráð aö negla dekk strætisvagna vegna þeirra spjalla sem þaö veldur á götum. Hins vegar er óverjandi meö öllu aö búa vagnana svo, að þeir valdi hættu iumferöinni. Ég styö þvi tillögu Leifs Karlssonar um, aö vagnar á erfiðustu leiöum veröi búnir negldum dekkjum, þar til hálkueyöing er komin i sómasamlegt horf.” Lýsti Þorbjörn stuðningi viö tillögu Alfreös. Björgvin Guömundsson (Afl.) tók I sama streng og kvaöst ætla að greiöa til- lögu Alfreös atkvæði. Björgvin kvaö marga af vagnstjórum hjá S.V.R. hafa komið aö máli viö sig og beöiö sig um aö fá þvi framgengt, aö strætisvagnar borgarinnar væru sæmilega búnir til aksturs að vetrarlagi. Alfreö Þorsteinsson leiörétti ýmislegt það, sem Magnús Sveinsson haföi áöur sagt. T.d. minnti Alfreö á þaö, aö i um- ferðarlögum væri heimildtil að svipta ökumenn, þ.á.m. vagn- stjóra, ökuréttindum, ef þeir ættu sök á slysi, þótt ekki væri nema með vanbúnaði ökutækja. Þá kvað hann reynda vagn- stjóra hafa rætt við sig um þessi mál og m.a. lýst þvi, hvernig það væri að missa þungan strætisvagn, fullan af fólki, stjórnlausan niður mikla um- ferðargötu, t.d. Bankastræti, vegna þess aö búnaöi til vetrar- aksturs væri áfátt. Alfreð taldi sýnt, aö borgar- yfirvöld settu það markmiö að vernda slitlag á götum borgar- innar ofar þvi markmiði að tryggja öryggi borgarbúa I um- ferðinni. En hvort þeirra væri mikilvægara? Þvi þyrfti von- andi ekki aö svara. Að lokum benti borgarfulltrú- inn á þá staðreynd, að kostnað- ur við aö búa strætisvagna borgarinnar — eða a.m.k. hluta þeirra — negldum hjólbörðum_ væri ekki svo ýkja hár. Gizkaöi hann á 2-3 millj. króna i þvi sambandi. Albert Guömundsson (S) auk framangreindra tók þátt i um- ræðunum. Tillögu Alfreðs Þorsteinsson- ar var að svo búnu visað til borgarráös meö niu atkvæöum borgarstjórnarmeirihlutans gegn sex atkvæðum minnihlut- ans. —ET. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: borgarmál Norðlenzkir togarar fá 14,50 kr. hærra verð á kg. en reykvískir Ástæðurnar eru skortur á fiskkössum og viðunandi aðstaða BÚR í landi Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi, hélt itarlega ræöu viö siö- ari umræöu um fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir áriö 1977, er fram fór i fyrrakvöld. t ræöu sinni vék Kristján m.a. aö rekstri Bæjarútgeröar Reykjavikur. Fram kom hjá hon- um, aö togarar Otgeröarfélags Akureyringa fengu mun hærra meðalverö á kg. fyrir afla sinn á si&asta ári en togarar BÚR eöa 14,50 kr.! Astæöan er fyrst og fremst sú, að aðeins 16-17% af afia reykvisku togaranna var settur i fiskkassa, me&an þeir norölenzku komu meö allan afla sinn aö landi i kössum. Jafnframt á slæm a&sta&a BÚR i landi sinn þátt i þessum verömismun. Þessi kafli úr ræöu Kristjáns fer hér á eftir: „1 fjárhagsáætluninni er gert ráö fyrir aö verja 130 millj. kr. til Framkvæmdasjóðs og mun meginhluti fjármagns sjóðsins ganga til bæjarútgerðarinnar eins og undanfarin ár eöa um 115 millj. kr. Framlög i Framkvæmdasjóö hafa á undanförnum árum veriö sem hér segir skv. fjárhagsáætl- unum. 1976 = 130 millj. kr. 1975 = 100 millj. kr. 1974 = 100 millj. kr. 1973 = 100 millj. kr. Svo tilallt þetta fjármagn hefur fariö til bæjarútgeröarinnar. Ekki hefur, a.m.k. I borgar- stjórn, veriö ágreiningur um þessar fjárveitingar til útgeröar- innar, þar sem fyrirtækiö hefur skapaö mikla atvinnu i borginni og ekki verið sýnt, hvaö komiö gæti i staðinn, ef bæjarútgeröin yröi lögö niöur eöa gæfist upp vegna fjárhagserfiöleika. Agreiningur hefur hins vegar verið mikill milli meirihlutans og minnihlutans um, hvernig staöiö hefur verið aö rekstri fyrirtækis- ins. Togaraflotinn hefur að visu verið endurnýjaöur. Oll aöstaöa 1 landi hefur hins vegar verið næst- um óbreytt frá stofnun fyrir- tækisins og allt hjakkaö þar i sama farinu. Borgarfulltrúar allra flokka minnihlutans hafa bæöi sameig- inlega og hver i sinu lagi flutt til- lögur til úrbóta 1 málefnum BÚR. Þær tillögur voru ekki samþykkt- ar en eru eigi aö siður geymdar i fundargeröum. Sem dæmi skal tekin hér tillaga, sem borgarfull- trúar Framsóknarflokksins fluttu i borgarstjórn 6. febrúar 1975 1975 eða fyrir tveimur árum: „Borgarstjórn samþykkir aö láta bæjarútger&ina hafa til ráö- stöfunar nú þegar eöa svo fljótt sem auöiö er hálfa Bakka- skemmu i Vesturhöfninni. t fram- haldi af þeirri ráöstöfun veröi komið þar upp kaldri fiskmóttöku og iöndun úr togurum BÚR frá Faxagaröi að Grandabakka”. Crræða- og áhugaleysi Sjálf- stæöismanna um nauösynlegar endurbætur hjá BÚR, hefur veriö með eindæmum. Meöan Ingvar Vilhjálmsson og synirhans reistu nýtt og vandað frystihús á dýr- asta og traustasta hafnarbakka 1 Reykjavikurhöfn, fengu skyld- menni þáverandi formanns út- geröarráðs þaö verkefni aö teikna frystihús fyrir BÚR., sem staö- sett var á haffletinum vestan Grandagarös. Þar hefur ekki enn verið búið til land. Krafa um útboð trygg- inga Tryggingamál bæjarútgeröar- innar hafa verið meö nokkuö sér- stökum hætti. Þar hafa trygging- ar ekki veriö boðnar út. Megin- hluti trygginganna er og hefur verið hjá Sjdvátryggingarfélagi Islands, en fyrrverandi formaöur- útgeröarráös var einnig formað- ur stjórnar Sjóvá, og stór hluthafi i þvi fyrirtæki. Ariö 1976 greiddi BÚR i iögjöld af tryggingum 64,3 millj. kr. Meginhluti trygging- anna rann út um sl. áramót. Aö sögn vannst þá ekki timi til aö bjóöa tryggingarnar út og var þvi samiö til eins árs, aö mestu við fyrri tryggjendur. Þá kröfu verö- ur hins vegar aö gera, aö bæjar- útgerðin hliti þeim samþykktum sem geröar hafa veriö i borgar- stjórn aö tryggingamál og trygg- ingar BÚR, veröi boönar út siðar á þessu ári. Mikil verðmæti i húfi Hin langvinna og stööuga krafa borgarfulltrúa minnihlutaflokk- anna og ekki sizt okkar Fram- sóknarmanna um, aö hafizt yröi handa um uppbyggingu BÚR, i landi virðist nú loks vera aö bera árangur. Nú virðist hilla undir, að útgeröin fái aöstööu i Bakka- skemmunni, þar verði komiö upp kaldri geymslu og löndun togar- anna flytjist i Vesturhöfnina. Bæjarútgerðin er eitt stærsta atvinnufyrirtæki i borginni. Það hefur gifurlega þýðingu fyrir framtið hennar aö þær breyting- ar, sem rætt hefur verið um aö gera á þessu ári verði fram- kvæmdar. Til aö sýna, hverjir fjárhagslegirhagsmunireru hér i húfi hef ég aflað mér samanburö- ar á verðmæti þess afla, sem tog- arar BÚR fengu árið 1976 og þess afla sem togarar Útgeröarfélags Akureyringa fengu það sama ár. Samanburður við Akur- eyri Fimm BÚR-togarar öfluöu á árinu 1976 16.639 tonn. Fyrir afl- ann fengust kr. 693.4 milljónir. Meöalverö á kg. var þannig 41.67 kr. Fimm togarar útgerðarfélags Akureyringa öfluðu samtals 17.261 tonn. Fyrir þann afla fengu þeir 969.5 millj. kr. eöa meöal- verö kr. 56.17. Þannig var munurinn á meöal- verði afla togara BÚR og togara ÚA kr. 14.50. Löndunarkostnaður er veru- lega meiri i Reykjavik en viðast annars staöar (mun hafa verið svipaöuri Hafnarfiröi 1975). Staf- ar þaö af úreltum tæknibúnaði, slæmri aðstööu og keyrslu i gegn- um miðbæinn, auk þess er fljót- ara og kostnaðarminna að landa kössuðum fiski en lausum. Sam- kvæmt upplýsingum sem tekizt hefur að afla, er varlega áætlað að hér kosti að landa 1.25 kr. meiri á kg. en eðlilegt geti talizt. Þaö sem tapast vegna ofan- greindra ástæöna er hjá BÚR.: Millj. kr. 8% kassauppb.á 13.8611 46,0 Vegna verra mats á 20% af þorski ogýsu 26,6 Vegna of hás löndunark. 20,0 Samt. imillj. kr. 92,6 En nota á kassa undir allan fisk verður aö stytta útiverutima skipanna og útgeröin aö ráða löndunardögum, en þaö er ekki hægt við núverandi löndunaraö- stööu. Togarar ÚA, komu með nær allan sinn afla i kössum, greitt er 8% hærra verð fyrir fisk i köss- um, en eru þó verulega betri kaup i honum fyrir frystihús. Togarar BÚR, komu með 2778 tonn i kössum áriö 1976 eða 16- 17% aflans. Var þaö gert án þess að nokkur aðstaöa sé til aö taka viö kössum né þvo þá nema á gangstétt og götu utan viö húsiö. Togarar sem koma meö allan afla i kössum eru meö 95-99% afl- an í fyrsta gæðaflokki. En togarar sem koma meö fisk lausan, fá verulega verra mat á þorsk og ýsu eöa 70-75% i 1. gæðaflokki. Eru það sérstaklega skip frá Reykjavik, sem ekki nota kassa og fá verra mat. Togarar BÚR eru með betra mat en sumir af Reykjavikurtogurunum, sem landa hjá öðrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.