Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. janúar 1977 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. > Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- jitræti 7, slmi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsinga- slmi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Stöðnun eða framfarir Sú hugsun hefur viða skotið upp kollinum siðustu misseri, að þjóðráð sé að draga sem mest úr opin- berum framkvæmdum, og hefur meðal annars ver- ið skirskotað til þess, að þá geti svokölluð einka- neyzla aukizt. Þetta lætur sjálfsagt vel i eyrum þeirra, sem vilja hafa sem mest fé handa á milli, og með þvi marki eru auðvitað margir brenndir. Til mikilla framkvæmda þarf mikla skattheimtu, hvort heldur rikið á i hlut eða sveitarfélög, og hóflausar lántökur og skuldasöfnun eru hengingaról, sem seg- ir til sin áður en lýkur. Staðreynd er og, að lág- launafólk er aðþrengt eins og nú er komið, og ber enginn á móti þvi, að það verði að leiðrétta. A hitt er þó einnig að lita, að þær opinberar fram- kvæmdir, sem samtiðin stendur raunverulega und- ir, eru framlag okkar i þágu nútiðar og framtiðar. Aukin einkaneyzla þeirra, sem þegar hafa nægjan- legt handa á milli, er aftur á móti að verulegu leyti glatað fé. Ekki svo litið af þvi fer i súginn við upp- fyllingu alls konar gerviþarfa, sem hæpið getur ver- ið, að auki lifshamingjuna, og stundum stuðlar beinlinis að óhamingju. Er þar órækast vitni, hvað gerist á vinveitingastöðum og drykkjukrám, sem allt of mörgum eru fordyri mikillar ógæfu. En ein- mitt um þann farveg er hætt við, að ótaldar krónur, sem færu til aukinnar einkaneyzlu, myndu streyma. Það væri ekki heldur góð skipti, ef opinberar fram- kvæmdir, sem þjónað geta heilum byggðarlögum og alþjóð manna með einum eða öðrum hætti, drægjust stórlega saman, en þess i stað kæmu ein- vörðugu einkaframkvæmdir, sem ekki hafa þjóð- félagslegt gildi, nema sumar, en beinast oft að þvi, hvað gróðavænlegt er að áliti manna, sem fjárráð hafa eða eiga innangengt i banka. Varla verður lagt að jöfnu þjóðhagslegt notagildi brúar yfir ölfusár- ósa, nýs vegar frá Akureyri austur i Fnjóskadal eða aukinna tilrauna og rannsókna i þágu atvinnulifsins og á hinn bóginn kaupsýsluhalla, sem ekki uppfylla neina samfélagsþörf nema siður sé. Einboðið er þvi, að bæta ber hag þeirra einstak- linga og stétta, sem verst er nú búið að, en halda af fremsta megni uppi opinberum framkvæmdum, sem annað tveggja eru liklegar til að skila arði i þjóðarbúið, beint eða óbeint, og gera mannlifið betra og farsælla. Jafnvel á sjálfum kreppuárunum á milli 1930 og 1940 var þeirri stefnu fylgt af mikilli atorku, þótt þá væri þröngt um vik, og ætti okkur ekki að vera meiri vandi á höndum um framkvæmdir nú en þá, ef orku þjóðarinnar og vinnuafli er skynsamlega beint að störfum, sem auka útflutning eða draga úr innflutn- ingi og gefa arð, sem er raunverulegur, en ekki að- eins tölur á pappirsblaði. An eðlilegrar skiptingar á þvi sviði getum við hvorki staðið undir miklum opinberum framkvæmdum, nema með harla var- hugaverðri skuldasöfnun, og leyft okkur samneyzlu i rikum mæli, né heldur verulegri einkaneyzlu nema þá fáir útvaldir. Og þegar skekkjan er orðin að lam- andi fargi, munu jafnvel hinar háu eikur, sem gnæfa yfir mannfélagskjarrið, ekki heldur geta sog- ið næringu úr jarðveginum, þótt þær teygi rætur sinar vitt um. Það hallar undan fæti, þegar of fáir draga fisk úr sjó, stunda nytsaman iðnað eða rækta jörðina, þvi að frá þessu fólki eru öll gæði runnin. Óteljandi verkefni biða viðs vegar um landið — verkefni, sem stuðla að eflingu framleiðslu- og úr- vinnsluatvinnuveganna, létta kjör manna, auka ör- yggi þeirra og glæða menningu og manndóm. Ekki verður allt gert á einum degi. En það má ekki fella neinn dróma á viðleitni okkar til þess að gera landið allt betra og byggilegra og lifsbjargarmöguleikana meiri sem allra viðast. Þá kvæðum við upp áfellis- dóm yfir okkur sjálfum og svikjum niðja okkar.—JH i:tii| n • n < 19 ERLENT YFIRLIT Chirac var lengi á „svörtum lista" Nú býður hann Frakklandsforseta byrginn Jacques Chirac MARGT bendir til þess, aö til meiriháttar tiöinda geti dregiö i frönskum stjómmál- um, sökum vaxandi árekstra milli þeirra Giscard d’Estaing forseta og Jacques Chirac, leiötoga Gaullista. Þegar Gis- card myndaöi fyrstu stjórn sina i maílok 1974, geröi hann Chirac aö forsætisráöherra, og gekk þá fram hjá mörgum eldri og reyndari leiötogum Gaullista, en eölilegt var aö velja forsætisráöherra úr hópi þeirra, þar sem þeir mynduöu stærsta stuðningsflokk forset- ans i þinginu. Astæða þess, aö Giscard valdi Chirac fremur en einhvern af eldri leiðtogum Gaullista sem frekar þóttu koma til greina, var talin sú, aö hann teldi Chirac llklegri til aö veröa afskiptaminni en þá um stjórnarstefnuna. Hann myndi fyrst og fremst kapp- kosta aö framfylgja þeirri stefnu, sem forsetinn mótaöi. Chirac átti þannig aö veröa eins konar framkvæmdastjóri en ekki stefnumótandi. Þetta varö líka þannig i fyrstu, en bráðlega kom þó i ljós, aö Chirac stefndi hærra. Hann brauzt til fullra valda i flokki Gaullista og var kosinn for- maður hans gegn vilja flestra hinna eldri leiötoga. Siöan reyndi hann aö móta stjómar- stefnuna I vaxandi mæli. Fyrir rúmu ári tók þó fyrst aö gæta verulegs ágreiri- ings milli hans og forsetans. Chirac vildi láta ganga til þingkosninga, þótt tvö ár væru eftir af kjörtimabilinu, þvl að hann óttaöist, aö samfylking kommúnista og jafnaöar- manna kynni aö styrkjast á þeim tima, og væri þvl bezt aömæta henni strax i ksoning- um. Giscard vildi hins vegar, aöþingiö sæti út allt kjörtima- biliö, og jafnframt sýndi hann ýms merki þess, aö hann hygöist koma á samstarfi millihins óháða flokks slns og miöflokkanna og láta sam- steypu þeirra taka aö sér for- ustuhlutverkiö gegn vinstri fylkingunni. Giscard hugöist þannig þoka Gaullistum til hliðar. Jafnframt mátti af ýmsu ráöa, aö hann gæti hugs- að sér samstarf viö jafnaöar- menn, ef vinstri fylkingin ynni i þingkosningunum. CHIRAC gerði sér ljóst aö hverju Giscard stefndi og ákvað þvi aö veröa fyrri til. Hann sagöi forsætisráöherra- starfinu lausu og Giscard myndaði stjórn, þar sem færri Gaullistar áttu sæti en áður. Chirac sneri sér svo eingöngu aö þvi aö efla flokk Gaullista og viröist honum hafa oröiö verulega ágengt, enda á margan hátt álitlegur foringi, sem aö vissu leyti minnir á de Gaulle. Aö undanförnu hefur hann hvað eftir annað boöiö forsetanum byrginn og þykir bersýnilegt, aö hann stefnir aö þvi aö knýja fram kosningar sem fyrst. Verulega hefur þó ekki skorizt i odda milli þeirra fyrr en i siðustu viku, þegar Chirac tilkynnti, aö hann myndi bjóöa sig fram i borgarstjórakosningunum I Paris, en Giscard var áöur bú- innað lýsa stuöningi viö annan frambjóöanda og treysti á, aö Gaullistar myndu styöja hann, þótt hann tæki þá ákvöröun án samráös viö þá. Þetta hefur Chirac ekki viljað þola for- setanum og teflir sér því sjálf- um fram. Af þessu getur leitt, aö vinstri fylkingin vinni kosningarnar, en fyrir Gis- card væri þaö mikill ósigur, ef Chirac hlyti meira fylgi en sá frambjóðandi, sem forsetinn styöur. Eftir þessi tiðindi er farið að ræöa um þaö meira en áöur, að brátt komi til þing- kosninga i Frakklandi. CHIRAC var ekki nema 41 árs aö aldri, þegar Giscard geröi hann aö forsætisráö- herra 1974. Hann var búinn aö eiga sæti á þingi siðan 1967, og þótti frami hans þvi skjótur. Hann er fæddur 29. nóv. 1933, kominn af efnuöu miöstéttar- fólki. Aö menntaskólanámi loknu ákvaö hann aö fara I námsferö til Bandarikjanna af Giscard forseti eigin ramleik. Hann fór vestur um haf með flutningaskipi, vann fyrir sér fýrst sem upp- þvottamaöur á veitingahúsi, en síðar sem einkabilstjóri áttræðrar ekkju, og sótti svo námskeiö viö Harvardhá- skóla. Eftir heimkomuna frá Bandarikjunum hóf hann laganám, sem hann lauk meö ágætum. Arið 1962 réöst hann i þjónustu Pompidous, sem þá var forsætisráðherra, sem eins konar einkafulltrúi, og fékk Pompidou strax mikiö álit á honum. Hann var skip- aöur aöstoöarráöherra 1967, og var hann um skeiö aö- stoðarráöherra d’Estaings. Arið 1972 skipaöi Pompidou hann landbúnaöarráöherra, og ári siðar var hann skipaöur innanrikisráöherra. Frá þvi á menntaskólaárum sinum haföi Chirac veriö á „svörtum lista” i innanrikisráöuneytinu, en hann haföi þá undirritaö hiö svonefnda Stokkhólmsávarp gegn kjarnorkuvopnum. Þaö hafði næstum komið honum i koll, þegarhann sóttifyrstum starf hjá rikinu, að hann reyndist þá vera á „svörtum lista” í umræddu ráðuneyti. Ef til vill stafar þaö af þessu, aö þaö var eitt fyrsta verk Chiracs sem forsætisráðherra aö banna simahleranir og aör- ar peráónunjósnir. Chirac hefur unniö sér álit sem mikill athafnamaöur, sem gengur hreint til verks, en þykir stundum skorta þá tungumýkt, sem Frakkar eru frægir af. Hann vekur mikla athygli, hvar sem hann fer, þvi aö hann er manna hæstur vexti. Starfsorka hans er sögö . i samræmi viö stæröina. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.