Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 15
aiisííL 15 Sunnudagur 23. janúar 1977 Nokkrir aðstandenda sýningarinnar: Þorlákur Þóröarson, Gisli Alfreðsson, Róbert Arnfinns- son, Benedikt Árnason, Jóhanna Noröfjörö, Margrét Guömundsdóttir, Birgir Engilberts, Oddur Björnsson, Geir óttar Geirsson. um betur upp. Margrét Guömundsdóttir brást heldur ekki, enda ástund- ar hún vönduö vinnubrögö aö hverju sem hún gengur. Þaö er ef til vill ekki höfuöat- riði aö menn skynji eða nemi ákveöna sögu, eöa trúgerðuga atburöarás, en eftir sálarlyft- ingu þeirra félaga, trúir maöur Meistaranum vel til þess að yrkja sonnettur um syfilisinn og annað i þeim dúr. Hið óvænta hefur tilgang. Höfundur oröar þetta i viötali á þennan hátt: Seinni verk min eru vafa- laust innhverfari, persónurnar meira unnar. Ef til vill mætti segja að þau séu „hefðbundn- ari” — þótt enn sé ég töluvert upptekinn af þvi „óvænta” i röksemdarfærslunni. Ef til vill meira en nokkru sinni áöur. —' Röksemdirnar hafa þvi færzt nokkuð inná taugasystemið og kirtlavesenið, sem er kallaö sálarlif á sunnudögum”. ,,— I framhaldi af þvi sem ég sagöi siðast mætti ef til vill oröa svariðá þá leiö, aö ég sé fremur farinn aö rýna i manninn en samfélagið. Meistarinn er viss tilraun að „einangra” manninn — ná taki á honum, þó ekki væri nema eina örskotsstund. Oftast- nær fæst ég ekki við samfélagiö nema að þvi leyti sem þaö mót- ar manninn — og mina eigin hugsun. Kannski er þetta ómeö- vituð barátta. Og sjálfsagt erfitt að sætta deiluaöila, eins og fyrri daginn”. Undir þetta getum viö tekið. Það fer ekki milli mála, aö Oddur Björnsson hefur nú náð mjög langt i samningu á talmáls texta. Ef til vill er þó of mikiö af eintali, löngum einræöum i texta hans, þannig aö þaö veiki hina sameiginlegu krafta, sem við nefnum leikhús. Þessa hæfileika getur höfund- urnotað betur ileikritun i fram- tiðinni, til dæmis væri fróölegt að sjá „sögulegt” verk unniö upp með þessum hætti. Makbeö er „sögulegt” verk öörum þræöi, þótt það verði fljótt við- skila viö sparlega ritaöa annála á fluginu. A þetta er aöeins bent til þess að vekja athygli höfundar á dýr- mætum hæfileikum, aö þaö veröur að finna þeim hentugan farveg. Leikmynd Birgis Engilberts var mjög góö, og virðast leik- myndasmiðir nú fyrst vera aö ná tökum á þessum kjallara. Sagt var að Guömundur Hagalin heföi ráðlagt kerlingu fyrir vestan aö kjósa ekki Jón Auðuns á þing, þvi hann væri alltaf i neðri deild þingsins, þrátt fyrir langa þingsetu. Svipaða tilfinningu hafa menn um efra og neðra svið Þjóöleik- hússins. Mjög mikill fengur er að hinu litla sviði, þótt óhentugt sé og þyrfti að kanna þaö ræki- lega hvort ekki er unnt að „konstruera” húsið upp á nýtt, þannig aö súlurnar hyrfu og að- stöðumunurinn lika. Enn betra væri þó aö byggja nýjan sal viö húsiö,, þar sem færa mætti upp „intim” verk eins og Meistar- ann. Jónas Guðmundsson. ÞORRINN ER HAFINN Við bjóðum upp á 14 tegundir á þ orrabakkanum á aðeins kr. 850 HÓLAGARÐUR KJORBÚO. LÓUHOLUM 2—6 SIMI 74100 40 sicfur sunnucmga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.