Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 23. janúar 1977 27 Mennta- mála- ráðherra- fundur Norður- landa Óeðlileg vinnubrögð -5 Sigþór Sigurf sson i Litla- Hvammi i Mýrdal hefur sent Timanum svolátandi fréttatil- kynningu af hálfu hóps áhuga- manna um hafnargerð við Dyr- hólaey: A fundi hóps áhugamanna um hafnargerð við Dyrhólaey, sem haldinn var i Ketilsstaöaskóla föstudaginn 14. janúar 1977 var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fundur hóps áhugamanna um hafnargerð viö Dyrhólaey, sem unnið hefur að þeim málum undanfarið ár og kynnt hug- myndir sinar þar að lútandi heima i héraði og opinberum aðilum, lýsir furðu sinni og vitir þau vinnubrögð þeirra aðila, sem stóðu fyrir fundi um hafnarmál o.fl. i Vik 8. janúar s.l. að gengiö var fram hjá þess- um hópi við boðun fundarins og umræður um máliö, þar sem viö teljum einnig, að þær fram- kvæmdir, sem við höfum unniö að, geti á eðlilegan hátt tengzt öðrum hugmyndum um stærri framkvæmdir á sviði hafnar- mála. Fundurinn varar við slikum vinnubrögðum, þegar um mál sem þessi er að ræöa, og bendir sérstaklega á, að stefnumörkun heimamanna hefur til þessa miðazt við þróun á grundvelli fiskihafnar, en ekki kollsteypu tengda slikum risaframkvæmd- um, sem nú er rætt um. Undan- fari allra ákvaröana um slikt mál verður að vera nákvæm rannsókn á öllum þáttum máls- ins, jafnt vistfræðilegum sem félagslegum og almenn umræða allra þátta þess heima i héraði”. —_ A menntamálaráðherrafundi Norðurlanda i Kaupmannahöfn 17. nóv. 1976 var lýst stuðningi viö að bókmenntaverðlaun Norður- landaráös yrðu sem allra fyrst hækkuö úr 50 þúsundum danskra króna i75þús. d.kr.,eðaium það bil 2,4 millj. isl. króna. Verð- launafjárhæðin hefur verið ó- breytt frá öndveröu eða i 15 ár. Einnig voru fundarmenn hlynntir þvi að gert yröi ráð fyrir sérstök- um styrk að fjárhæð 25 þús. d.kr. handa rithöfundi, sem birt hefði fyrstu bók sina á þremur næstu árum á undan styrkveitúngu. Þá var gert ráð fyrir nokkurri skipulagsbreytingu á úthlutun bókmenntaverðlaunanna, þannig að fulltrúar frá Dönum, Færey- ingum og Grænlendingum kæmu i úthlutunarnefndina, og aö sama nefnd annist einnig styrkveiting- ar til útgáfu norrænna rita i þýð- ingu á máli grannþjóðanna. Þessi nefnd fjalli einnig um úthlutun hins nýja 25 þús. króna styrks, ef samþykktur verður. Tveir nýir deildarstjórar voru ráðnir i Norrænu menningar- málaskrifstofuna, — Lilla Voss frá Danmörku óg Gustav Skut- hálla frá Finnlandi. Rúmlega 200 umsóknir bárust um stöðurnar. Samþykkt var að koma á fót 5 manna nefnd til þess að fjalla um hugsanlegan fjárhagsstuðning við norrænt iþróttasamstarf, einkum iþróttir fyrir börn, ung- linga og fatlaða, starfsiþróttir o.s.frv. Einnig er nefndinni ætlað að athuga hvort þörf er fyrir sér- stakarráðstafanir tilþessað auð- velda þátttöku þeirra i norrænu iþróttasamstarfi, sem eiga um langan veg að sækja i þessu sam- bandi. Nefndinni er ætlað að láta kostnaðaráætlun fylgja tillögum sinum og raða verkefnum til framkvæmda eftir þvi hve mikla áherzlu hún telur að leggja beri á þau. Þá var rætt um samstarfið á sviði leiklistarmála og hugs- anlegasameiningunefnda þeirra, sem fjallað hafa um svonefnd Vasanámskeið og úthlutun f jár til gestaleikja. A sameiginlegum fundi ráð- herranefndarinnar og mennta- málanefndar Norðurlandaráðs var m.a. rætt um Menningarsjóð Norðurlanda og nauðsyn þess að efla sjóöinn. Sjóðurinn hefur nú árlega 6,5 millj. danskra króna til umráða, eða um 208 millj. is- lenzkra króna, en hafði áður 5,6 millj. d.kr. Árið 1975 bárust sjóðnum 962 umsóknir að fjárhæð samtals 66 milljónir danskra króna. 158 af þessum umsóknum, að f járhæð 8 millj. danskra króna féllu undir aðrar norrænar stofn- anir en sjóðinn, en af þeim 804 umsóknum, sem þá voru eftir, að fjárhæð 58 millj. d.kr., gat sjóöur- inn einungis sinnt 126 umsóknum og veitti samkvæmt þeim 5,6 millj. d.kr. Af fé þvi sem sjóður- inn greiddi áriö 1975 voru um það bil 13% til kennslumála, u.þ.b. 67% til annarra menningarmála. Menntamálanefnd Norður- landaráðs hefur jafnan lagt á- herzlu á aö efla Menningarsjóð Norðurlanda og Itrekaði það enn á ný á þessum fundi. Þess má geta að fjárhæð hinna svokölluöu norrænu „menningar- fjárlaga”, þ.e. fjárveitingar þjóð- þinganna til norræns menningar- samstarfs, eru á árinu 1976 45,3 millj. d.kr. eða u.þ.b. hálfur ann- ar milljarður islenzkra króna. 1 tengslum viö menntamála- ráðherrafundinn var haldinn embættismannafundur og fundur um dreifingu sjónvarpsefnis um gervihnetti. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, tók þátt i fundunum af hálfu menntamálaráðuneytisins. Hin öra eftirspurn eftir innréttingum okkar hefur gert okkur kleift að bjóða nú ódýrustu eldhúsinnréttingarnar á markaðnum. í Haga eldhúsum er hver hlutur á sínum stað í léttu samræmi lita og forma. Enda um 283 mismunandi einingar að velja og fjórar gerðir - fjórar blómalínur, sem bjóða upp á marga valkosti um verð, efni og sam- setningu. Þannig er afar auðvelt að uppfylla óskir kaupandans, hvort sem hann er að endurnýja gamla innrétt- ingu eða flytja inn í nýja íbúð. Spyrjið, hringið eða skrifið og x biðjið um litmyndabækling. Við / tökum mál, skipuleggjum og / teiknum - ykkur að kostn- / aðarlausu og gerum tilboð c? án skuldbindinga af ykkar hálfu. hagi : Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. 4\V ,-•• / Verslunin Glerárgötu Akureyri. Sími: (96) 21507. 26, Eumusnv eru ODYRiVRI Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.