Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 12
Heyrt, séð og lesið Þetta eru nokkur sýnishorn af því, sem kom fram á Saga mink samkeppninni. Sunnudagur 23. janúar 1977 Minkabændur í Manitoba bjartsýnir en d íslandi fækkar minkabúunum Einhvern tima heföi fólk ekki látiö sér til hugar koma aö sauma skinnbætur á olnbogana á minkaskinnsjakka eins og þessum. Eigendur minkabúsins íLundar eru íslenzkir í móðurætt A meðan fréttir berast um það til Kanada aö tvö af sex minkabúum á islandi veröi senn lögð niður vegna rekstrar- örðugleika er gott hljóö i minka- framleiðandanum Rich ard Petersen, sem býr i is- lenzku nýlendunni Lundar i Manitoba. Richard Petersen segir i viðtali við Free Press fyrir nokkru að minkanúskap- ur i Manitoba sé ekki eins um fangsmikill og hann var fyrir nokkrum árum, en hann gleöst yfir þvi, þar sem um leið og búum hefur fækkað þar, eins og á íslandi, hafa þau sem fyrir eru heldur stækkað. Verðhækkanir eru einnig fyrirsjáanlegar, svo framtlðin er björt i augum Richards Petersen. íslenzkur minkabóndi. Richard Petersen er reyndar islenzkur i aðra ættina. Móöir hans heitir Steina og var dóttir Kela og Halldóru Rafnkelsson, sem bjuggu i grunnavatns- byggðinni, en Archie Petersen faöir hans er af dönskum eöa norkum ættum. Lundar er mjög islenzk byggð um 100 kilömetra norövestur af Winnipeg, og þar er meðal annars kennd Islenzka I barnaskólanum, eins og áöur hefur verið skýrt frá I grein héö- an að vestan i Timanum. Þegar verö á minkaskinnum lækkaöi verulega fyrir nokkrum árum voru um 600 manns viö minkarækt i Manitoba, en nú eru minkaframleiðendurnir að- eins 25 talsins. beir lifðu sem sagt af mögru árin, og þau feitu eru framundan, meö hækkandi minkaskinnsverði. Richard Petersen, sem stjórnar Lundar Fur Farm Ltd, er 36 ára að aldri, en með hon- um viö minkaræktina er bróðir hans Ray, sem er 29 ára gamall. Petersenbræðurnir hafa stund- að minkaeldi i sameiningu i tiu ár, en þeir tóku við minkabúinu af fööur sinum, sem stofnaöi það fyrir um það bil 30 árum. Richard Petersen er nú forseti Manitoba Fur Breeders Asso- ciation, og fylgist þvi vel meö öllu, sem gerist á sviði minka- ræktarinnar, bæöi hér i ná- grenninu og víðar um heim. Hann minnist þess, að áriö 1965 voru minkaskinnin seld fyrir 16 dollara stykkið (2000 krónur) og þótti þaö gott verð i þá daga. Hann minnist þess til falla á Lundar Fur Farm Ldt. Arið 1976 verkaöi Lund- ar-stööin um 4500 skinn, sem til féllu hjá bræðrunum sjálfum, og auk þess um 2100 skinn frá öðr- um aðilum. Þetta eru rúm 10% þeirra 50 til 60 þúsund skinna, sem framleidd eru i Manitoba, en alls segir Richard Petersen, að um 750 þúsund minkaskinn hafa verið framleidd i Kanada á siðasta ári. Minkaskinnaframleiðslan i Kanada er aðeins „dropi i hafið” af heimsframleiðslunni, en um 18 milljónir skinna komu á markaðinn á siðasta ári og þar af 8.475milljónir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð, að þvi er segir i skýrslu um fram- leiðslu minkaskinna, sem ný- lega birtist i norska blaðinu, Norsk Pelsdyrbiad. Þar segir reyndar einnig, að framleiöslan i Kanada hafi verið um 900 þús- und skinn, og skakkar þar nokkru miðað við það, sem Richard Petersen segir i viðtal- inu við Free Press. Minkarnir éta 5400 egg á dag Petersen segir, að rekstrar- lika, að skinnaverðið hrapaöi allt niður i 10 dollara, eöa um 1850 krónur, miðai við núver- andi gengi, en það var á árunum 1970-1971. Verka skinn fyrir aðra — Þetta var vonlaus útgerö i þá daga, segir Richard, — og þess vegna hættu mjög margir af smærri framleiöendunum. 1 dag kostar það um 15 dollara (2700-2800 krónur) aö framleiða eitt skinn, svo viö verðum að fá betra verð ef við eigum að geta haldið áfram framleiðslunni. Minkabændur vonast nú til þess að fá að meðaltali um 4500 til 5000 krónur fyrir minka- skinnið og Richard Petersen er viss um, að verðið veröur ekki innan við 3700 til 4000 krónur. Archie Petersen, faöir þeirra Richards og Ray hóf minka- ræktina árið 1945 og átti þá að- eins sex dýr. Hann fór þegar i upphafi að rækta minka af full- um krafti auk þess sem hann setti á fót skinnaverkunarstöö, sem er við lýöi og tekur að sér að verka skinn annarra minka- bænda, auk þeirra skinna, sem Vesti úr minkaskinni. Köflótta fóðrið, sem sést á kraganum er heldur óvenjulegt á minkaskinnsjakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.