Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 16
16 mmiíi Sunnudagur 23. janúar 1977 l Það er alkunn stað- reynd að mörgum listamönnum fer að fara aftur þegar liða tekur a daginn. Þeir hafa lært mikið og hafa tekið ut þroska, en það er aðeins þetta: mynd- imar verða verri með hverjum deginum sem liður, þótt ýmsu megi leyna með göðri kunn- áttu og tækni. Su stefna er hann bar i fanginu alla ævi ásamt öðrum, hefur reynzt röng. Eitthvað svipað virðist vera að gerast hjá arkitektunum, bræðrum þeirra. Þrátt fyrir ný efni til húsagerðar og allsnægt- ir, þá virðist nú svo komið, að hús með áþreifanlegri sál verða ekki lengur til — og Breiðholts- jökull hlepst stöðugt upp, sænskur, fskaldur og ryðfrir, og þetta skeður á sama tima og gömlu indælu húsin i bænum falla eitt af öðru fyrir kúlunni, eða verða slökkviliðinu að bráð. Oddgeirsbær. Konungur i heimsókn Nú seinast var það Oddgeirs- bær sem féll, og þegar þetta er ritað er vélskóflan að tæta i sig grundvöllinn og kálgarðinn. Svört moldin er glóðvolg og blóðilminn leggur að vitum okk- ar, ogein af staðreyndum næsta dags er sú, að hér stendur ekki lengur neinn Oddgeirsbær, hann varð að vikja fyrir öðrum hags- munum, öðru húsi. Þótt Odd- geirsbær hafi menningarlega séð borið sig vel, þá urðu aðrir hagsmunir að sitja i fyrirrúmi, hann vikur sem sé fyrir nýju, fallegu húsi, sem hann Kjartan Sveinsson hefur teiknað, en hann gerir hús litil að utan en stór að innan. Það er sérgrein hans. Oddgeirsbær var oröinn mjög gamall, og mun upphaflega hafa verið smiðaður upp úr tveim bæjum, sem stækkaöir voru i einn. Sagan segir, að þeg- ar konungurinn kom 1874, hafi Oddgeir veriö að hiaöa garðinn fyrir framan húsið. Konungur leit viö i Oddgeirsbæ, en Odd- geir hafði litinn tima og stóð ekki upp frá verki sinu, og urðu samtöl við kóng þvi með minna 'móti, eöa I styttra lagi. Siðan eru liðin rúmlega eitt hundiaö ár, og nú nagar skurð- grafan holdið á landinu með járntenntum skoltinum og brátt er ekkert eftir. Oddgeirsbær. Nú er ekki leng- ur hægt að mynda og þvi verður að notast við teikningu. Nýi Oddgeirsbærinn, teiknað- ur af hinum vinsæla bygginga- t æknif r æði ngi, Kjartani Sveinssyni. SYRPA UM fólk í listum HUS Hús ris á húsi Það fylgir ekki sögunni, hvort efnt var til mótmæla, þegar Oddgeir og hann Þórður I Odd- geirsbæ rifu niður tvö gömul hús til þess að smiða úr þvi eitt stórt. Varla hefur það þó verið, þvi i þá daga bar hlutina að með öðrum hætti, með yfirveg- uðum hljóölátum fögnuði. Menn voru þvi vanastir aö reisa nýja bæi oná þá gömlu, bæ eftir bæ. Að endurbyggja bæinn Skurðgrafa f holdi jarðar, þar sem áöur stóö Oddgeirsbær. Hróbjartur Hróbj artsson, arkitekt byggir sér hds i gömlu listrænu hverfi. Húsið er fullfrágengið núna og varð það reyndar strax hið ytra. var ekki lastað I þá daga, heldur þótti það mannsbragur að húsa upp á nýtthjá sér — og i þá daga kunnu menn að byggja hús án þess að æpa á umhverfið og ógna miðtaugakerfinu i sjálfum sér og öðrum, og bæirnir og landið féllust I faðma i kyrrlát- um unaði. Oddgeirsbær var ekki aðeins hús, hann var lika starfstöð. Oddgeirsbær var byggður sjó- mönnum, sem reru úr Mið-Sels- vör, sem mun vera undir vegin- um þar sem gamla Sóttvörn er (og nú hús landhelgisgæzlunn- ar), svo til beint niður af húsi Vita- og hafnamálastjórnarinn- ar. Þar aðeins sunnar er Stóra- Selsvör undir sömu götu fyrir framan JL-húsið. Þórður i Oddgeirsbæ mun hafa róið úr vörinni fram yfir 1930. Menn höfðu fiskhús á varar- kambi, fiskurinn var saltaður og vaskaður og siðan breiddur til þerris á klappir og stakk- stæði, og hann þótti óvenju hvit- ur. Þórðurogþeir forverar hans höfðu ávallt eitthvað af skepn- um, fáeinar kindur og hesta. Pétur E. Þórðarson, sjómaður bjó seinastur manna i Oddgeirs- bæ igamla stil, en frá þessu er sagt til þess að minnast þess, að það var ekki bara verið að afmá gamlan bæ, heldur Jika seinustu minjar atvinnusögu, sem lika ODD hefurfarið undir annað, — mal- bik og ný hús. Oddgeirsbær var starfstöð, aðsetur sjómanna og fiskverk- unar, manna sem lifðu af gæö- um sjávar.kartöflum og sauðfé. Þeir unnu allt, eða næstum allt, fyrir sig sjálfir voru smiðir og bændur, en fyrst og fremst sjó- menn og útgerðarmenn. Núteljamenn, að allar þessar starfstöðvar i Reykjavik séu horfnar undir annað, Hliðarhús- in líka, en þau stóðu við Vestur- götu, rétt austan við Ægisgötu, búið er að setja einn stóran punkt aftan við hljóðláta, mikla sögu. Eiga sumir að vernda meira en aðrir? Hér hefur verið rakin byggða- saga i fáeinum orðum og þegar maðurinn með kúluna kemur á staðinn, þá er i rauninni allt orð- ið of seint, kerfið er nefnilega sjálfvirkt og hinzta stundin verður ekki umflúin. Samt höf- um við friðunarlög og húsa- kirkjugarð uppi i Arbæ, já og ótal margt annað, Torfusamtök og samtök, sem vilja þyrma Grjótaþorpinu. Þessi samtök hafa unnið mikið og merkilegt starf, og hver sem hefur vinn- inginn þegar upp er staðið, sam- tökin eða yfirvöldin, kerfið eða kúnstin, þá hefur skilningur manna aukizt til muna á gildi fornra húsa og þjóðhátta. En húsafriðun er ekki ein- vörðungu menningarlegt við- fangsefni, heldur lika peninga- legt. Það kostar peninga að halda upp á gömul hús, alveg eins og það kostar peninga þeg- ar þökin fara i ferðalög þegar hann hvessir á jöklinum i Breið- holti. Það kostar mikla peninga aðblása lifi i hús, sem er byrjað að deyja, og spurningin er að- eins, eða mjög oft sú, hver á að borga? En rikið? Hverjir kvarta sárastútafsköttunum? Eru það ekki hinir sömu og skilja gömul hús beturen aðrir i þessu landi, ekki veitég nú betur. Þjlðviljinn ritaði skynsamlega um Odd- geirsbæ, en boðaði samt enga skattahækkun til þess að standa undir kostnaði. Svona blessuð börnerum við nú þráttfyrir allt, eða var það kannski meiningin, aö núverandi eigendur Odd- geirsbæjarleggðu niður plön sin þegjandi og hljóðalaust, bara af þvi að Þjóðviljinn vill ekki láta rifa bæinn? Sá sem þetta ritar þekkir ekki plön þeirra i Oddgeirsbæ, en ef að likum lætur eru þau svipuð og þegar hann Þórður og hann Oddgeir byggðu einn bæ úr tveim árið 1873 eða 4. Þeir voru að húsa upp hjá sér, og það er þetta fólk líka að gera, þótt það virðisthins vegar ekki einkamál hvers og eins lengur hvað hann tekur sér fyrir hendur i sinum eigin húsagarði. Það er einmitt þetta, sem er mergurinn málsins. Það er ekki unnt að leggja kvaðir á vissan hluta borgaranna, að þeir standi undir friðunarsjónarmiðunum, en aðrir húseigendur ekki, þetta eru sameiginlegir hagsmunir, og þvi er varðveizla þeirra lika sameiginlegt viðfangsefni. Löggjöf og mismunun borgaranna Eitt af þvi, sem unnizt hefur með húsafriöunarhreyfingum, er að þingið hefur reynt aö koma til móts við ný viðhorf móti morknum húsum. Arið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.