Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. janúar 1977 5 Hver hlýtur hnossid? Karl Bretaprins er eftirsóttasti pip- arsveinninn í evrópska háaðlinum. Það er ekkert leyndarmál, að hann er mikið upp á kvenhöndina og verður auðveldlega ást- fanginn. Venjulega stendur það þó ekki nema í fáeinar klukkustundir eða daga, — í hæsta lagi nokkrar vikur. Englendingar fylgjast af miklum áhuga með ástamálum Karls, og miklar umræður hafa sprottið um það hver verði næsta drottning Bretlands. Brezku fjölmiðlarnir láta sitt ekki eftir littja i þessum umræðum og hafa þeir ósjaldan komið með fréttir um að prins- inn hafi sézt i fylgd með þessari eða hinni og hafi farið vel á með þeim. Fjölmargir kvenmenn hafa verið orðaðir við hann siðustu árin, bæði konur með blátt blóð i æð- um og réttar og sléttar almúgastúlkur. Af nógu er að taka en sem dæmi má nefna Astrid prinsessu af Luxemburg, Georginu Russel, Pene- lopa Eastwood, Lady Cecil Kerr, Lady Caroline M. Percy, prinsessa Elena frá Rúmeniu, Karólina prinsessa af Mónakó og Angela Nevill. Alexandra Hays og Charlotte Hasters. Elena þykir hafa allt til að bera til að verða góð drottning og geta alið væntanlegum kóngi syni. Einhvers staðar mátti lesa að Karl og Karólina af Mónakó yrðu fallegt par, en það var þó einn hængur þar á. Þau höfðu aldrei hitzt. Nú eru uppi sögur um að Davina Sheffield, sem verið hefur náin vinkona Karls um lengri tima verði næsta drottning Bretlands, en timinn einn mun skera úr um það. Karl, sem orðinn er tuttugu og átta ára nýtur lifsins i hvivetna og finnst sjálfum ekkert liggja á að festa ráð sitt, Og hann hefur látið svo um mælt, að hann verði að vanda valið vel, þvi hann muni aðeins kvongast einu sinni. „Þrátt fyrir kreppuna" t London er smáveitingahús, se'm er rekið jf Richard New- port greifa, og er kallað Kaviar-restaurant. Eins og nafnið ber með sér er sér- réttur hússins rússneskur kaviar. Hann er mjög dýr eins og allir vita, en Richard greifi segir, — að þrátt fyrir þá efna- hagslegu kreppu , sem yfir Engiand gangi, þá séu, guði sé lof, (segir greifinn) alltaf fjöldi fólks, sem eigi mikla peninga, og þaö vill fá það bezta fyrir peningana sina — og það fá þeir hér hjá mér. Smáskál af kavfar kostar á þessu veitingahúsi um 4000 isl. krónur, og svo þarf auövitað helzt -að drekka kampavfn með til þess að njóta herleg- heitanna sem bezt. Þarna kemur rfka „fina” fólkið I London mjög oft i hádegismat, en ekki er getið hvað reikning- urinn hljóðar upp á með drykkjarföngum, þjónustu- gjöldum og öðru slfku, — en liklega er upphæðin allt að þvi það há að nægja myndi fyrir einni „pulsu með öllu” handa 100 manns! Ímeð j Imorgun- | kaffÍnu 11 — Trúöu mér, ég þekki karlmenn, Þetta er bara bragð hjá honum pabba, svo að hann komist út einu sinni án þess aö þú sért með. — Marta. Karl getur ekki gert viö sjón varpið. Má ég koma til ykkar og horfa á dagskrána. — Ég var aö rifast við manninn minn. Er hann kominn aftur til yðar, fanga- vörður? — Hvað viltu, maður verður þó að fá sér I glas á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.