Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. janúar 1977
7
Bjartur í
Sumarhíisum:
Sá leki er hollur sem Ur
loftinu kemur.
Fyrstu dögum ársins varði ég
til þess að ferðast frá Mjóafirði
til Reykjavikur, Leiðin lá um
kunnar slóðir og áfangastaður i
austfirzkri sjávarbyggö. Þar sá
ég nokkuð, sem nú kemur mér
til að stinga niður penna. í hálf-
rökkri átti ég leið framhjá
nýlegu húsi opinberrar stofnun-
ar. Þótti mér undarlega við
bregða aö komin var ný hæð of-
an á húsið, þvi ég átti þess enga
von. Við nánari athugun kom
lika I ljós að hér var aðeins um
að ræöa nýtt þak með örlitlu
porti. Mér var sagt að þak húss-
ins, sem var flatt i fyrstu hefði
lekið. Viðgerð fór fram. Þaö lak
eigi að siður. Járn var lagt á hið
flata þak. Allt kom fyrir ekki.
Loks var gripið til örþrifaráða?
og gert þak með góöum vatns-
halla og vatnshelt efni i yzta
borði. Mér var og sagt að bygg-
ingameistari á staðnum hefði
varað við fyrri þakgerðum en
án árangurs.
1 þúsund ár byggðu Islending-
ar hús með þökum, sem voru
hæst i miðjunni. Jafnlengi
fannst enginn bóndi svo blár á
görn, að hann viljandi gerði hey
sinflöt að ofan og þvi siður með
lægð i miðjunni. Jafnvel Bakka-
bræöur, sem þó reyndu nýjung-
ar i húsagerö breyttu ekki lögun
þaksins, svo vitað sé. Of eftir aö
Islendingar fengu vatnshelt efni
á hús sin, bárujárniö, notuðu
þeir þaö um skeið með ágætum
árangri.
Nú kemur þar sögu, að land-
inn tekur að nema húsagerö á
visindalegan hátt. A fáum árum
eignaðist þjóðin dugmikla sér-
fræðinga á þessu sviði: Arki-
tekta, verkfræðinga, tækna og
byggingameistara, að ógleymd-
um meisturum i pipulögnum,
múrverki, járnabindingu, raf-
magni, málun, dúklagningu
o.s.frv.
Eins og nærri má geta er eng-
inn slorbragur á þeim hibýlum,
sem hönnuð eru og byggð af
slikum kunnáttumönnum, enda
eru þau allt i senn fögur og hag-
kvæm, hlý og björt. Þó er einn
galli á gjöf Njarðar. Ótrúlega
mörg hinna nýrri húsa halda
ekki vatni, — migleka eins og
tágarhripið andskotans, svo
sleppt sé öllu rósamáli. Skulu
hér tilfærð nokkur dæmi, sem ég
þekki persónulega, til viðbótar
þvi, sem getið er i upphafi þessa
greinarkorns.
Ég bjó fjóra vetur i nýrri
blokk i Vesturbænum. Þar var
nóg að gera i stórrigningum fyr-
ir ibúana — inni, og á sumrin
fyrirsmiðina—uppiá þaki. (Nú
Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra
Veður,
reynsla
og
vísindi
nútimans
Vilhjálmur Hjálmarsson.
. I þrjú ár átti ég sæti i fjárveitinganefnd, segir menntamálaráðherra, i þessari grein sinni. Ekki
\ var þann tima veitt fé til nýbygginga húsmæðraskóla, nema hvað árlega var nokkrum milljónum
ætlað tíl viögerða á flötu þaki yngsta skólahússins. Myndin er af Húsmæöraskóla Suðurlands að
Laugarvatni.
bý ég i húsi frá 1926 og húsiö
okkar heima á Brekku er frá
1882, hvorugt lekur).
Stundum heimsæki ég frænd-
fólk i háhýsi i Austurbænum.
Sérniðurá flöt þök einbýlishúsa
þar sem húsráðendur eða liðs-
menn þeirra sýsla meö pensil,
pott og primus á góöviðris-
kvöldum. Virðist auðvelt að
geta sér tilum erindi þeirra þar
uppi á þökunum.
i þrjú ár átti ég sæti i f járveit-
inganefnd. Ekki var veitt fé til
nýbygginga húsmæðraskóla á
þeim tima, nema árlega ætlaöar
nokkrar milljónir til viðgerða á
flötu þakiá yngsta skólahúsinu.
Um árabil sat ég i stjórn
landssamtaka nokkurra. Manni
þótti tómleg aðkoma á fundar-
stað, ef enginn smiöur var að
störfum á flötu þakinu fyrir ut-
an skrifstofugluggana.
1 fyrra var ég staddur i skóla-
húsi hér i borg, gekk afsiðis og
kom að tjörn á gangi, fúi var
kominn i loft og gólfdúk. — A
leiðinni út að bil minum sá
ég tvo smiði að rifa flatt þak af
næsta húsi.
Nýlega var byggt hús yfir dýr
tæki við sérskóla hér i borg. Ég
hef komið þar i þurru og séð
lekaflekkina i lofti og á gólfi.
Hef ég heyrt, að þetta sé taliö
„ellefubalahús”.
Ég hef nokkrum sinnum
„messað” i óvenjustóru og
glæsilegu félagsheimili norður i
landi. Lekamerki sjást i lofti og
heimamenn ræða i fullri alvöru
um nýtt þak eftir misheppnaðar
tilraunir til aðgerða á flata þak-
inu.
Austur á fjörðum hefir veriö
margreynt að þétta þak á nýju
félagsheimili með nokkrum ár-
angri en þó er talið tvisýnt um
leikslok.
Skóli nokkur norðanlands
starfar i misgömlum húsakynn-
um. Elzta húsið er vatnshelt,
það i miðið tæplega og nýbygg-
ingin alls ekki.
t siðustu viku kom ég á opin-
bera skrifátofu i nýlegu húsi i
útjaðri borgarinnar. Gulir
flekkir á hvitu lofti vitnuðu um
leka, sem nú kvað hafa verið
þéttur.
Fyrir nokkrum árum var
byggt hús á vegum rikisstofnun-
ar i nágrenni höfuðstaöarins. Sú
bygging lak „öll”,þ.e. bæði þak
og veggir. örðugt hefir reynzt
úr að bæta.
Stopp! Meira næst, mætti lika
segja, þvi af nógu er að taka.
Sennilega væri rétt að setja
nefnd i þetta mál, þvi flestir
munu þeirrar skoðunar að ekki
megi við svo búiö standa.
Vatnshalli og vatnsþétt efni er
þó raunar það sem upp á vant-
ar, annað ekki. Og þetta veit öll
alþýða. En þaðer ekki nóg.
Nýjung hjá
Villa rakara
— sem hefur opnað
rakarastofu
Nú er hægt að
panta tíma
— Ég hef ákveðið að taka upp þá
nýjung, að gefa viðskiptavinum
minum kost á að panta ákveðinn
tima til hársnyrtingar. Nú er nóg
að hringja og panta þann tima
sem hentar, sagði Villi Þór rak-
ari, sem hefur nú flutt rakara-
stofusina.sem var aðSiöumúla 8,
að Ármúla 26. Villi Þór sagði, aö
þessi þjónusta hafi mælzt mjög
vel fyrir, enda getur nú fólk pant-
að tima — og þarf ekki að blða
timunum saman á rakarastofu
eftir klippingu.
Hin nýja rakarastofa Villa Þórs,
er á 2. hæö og er hún mjög rúm-
góð og skemmtileg. — Þeir, sem
panta ekki tima, eru velkomnir
en þeir þurfa þá kannski að biöa
smástund, þvi að þeir, sem hafa
pantað tima, ganga fyrir, sagði
þessi kunni rakari.
VILLI ÞÓR — sézt hér við klipp-
ingu á nýju rakarastofunni.
(Timamyndir G. E.)
Til sölu er jörðin
Þorbergsstaðir,
Laxárdalshreppi, Dalasýslu, ásamt til-
heyrandi afréttarlöndum, á Þverdal og
Laxárdalsheiði.
Tilboð sendist fyrir 1. febrúar nk. til af-
greiðslu blaðsins. Merkt 1966.
Hey til sölu
Til sölu nú þegar 20-25 tonn af lausu heyi.
— Upplýsingar gefnar i sima (91) 7-40-92 i
dag.
Jörð til sölu
Hokinsdalur, Auðkúiuhreppi, Vestur-ísa-
fjarðarsýslu er til sölu i núverandi á-
standi. — Upplýsingar i sima 3-71-48 og
8-55-36 eftir kl. 19 daglega.