Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 23. janðar 1977 Spjallað við unga bændur: Ævintýramennska að hefja bú- skap eins og verðlagi er hóttað — segir Björn Magnússon, bóndi, Hólabaki Mó-Reykjavik—Það var erfitt aö byrja bilskap þegar ég byrj- aði, en ég tel að það sé gersam- lega ófært nú, sagði Björn M agnús so n bóndi á Hólaba k i i viðtali við Timann. t upphafi hóf ég bUskap i Hnausum meö fööur minum, og gat þvi byrjað án þess að leggja i miklar fjárfest- ingar. Siðan keypti ég jörðina Hólabak áriö 1972, ogþá kostaði jörð og bú 4 millj. kr. Ekki gat ég fengið nema 400 þúsund kr. föst lán til þeirra kaupa svo vissulega var það erfitt. Siðan varö ég fyrir tveim ár- um að ráðast i byggingu á fjósi, og sú f járfesting er nú komin i um 15 millj. kr. Föst lán til þess- ara fjárfestingar er ekki nema um helmingur af kostnaði. Þaö má því segja, að þetta sé hrein æfintýramennska og vonlaust, að þetta getinokkru sinni staðiö undir sér með núverandi verð- lagi og fyrirgreiðslu til land- búnaðarins. Það, sem gerir þetta hvaö erfiðast, er hve vaxtakostnað- urinn er gifurlegur. Ég er að vísu ekki endanlega búinn að taka saman hvað ég þarf að greiöa i vexti á siðasta ári, en það er örugglega nokkuð á aðra milljón bæði af fjárfestingu og rekstri. En i varölagsgrundvelli land- búnaðarvara er ekki gert ráð fyrir aö vaxtakostnaður sé nema rúm 200 þúsund. Er þvi ljóst aö verulega hallar á hjá mér jafnvel þótt ég sé með nokkuð á annað visitölubú. Og þessa auknu vaxtabyrði get ég hvergi tekiö nema af minum launum. Þessu til viðbótar kemur svo aö fjölmargir aörir liöir i verö- lagningu landbúnaðarins eru Feögarnir aö Hólabaki Björn Magnússon og Ingvar sonur hans gefa kúnum. Björn er nú aö ljUka viö aö byggja fjós yfir 45 mjólkurkýr auk geldneyta. rangir og kostnaðarliöir allt of: lágt reiknaðir. Allt veröur þetta til þess að launin minnka og bóndinn og hans fjölskylda hef- ur minna til þess að lifa af. Nú er svo komið, að sam- kvæmt verðlagsgrundvellinum eru launin aðeins helmingurinn af því, sem bóndinn á aö fá fyrir sinar vörur. Hitt fer i ýmsan kostaað, eins og áburðarkaup, fóðurbæti, vexti og sitthvað fleira. En þegar svo fjölmargir kostnaðarliðir eru of lágir áætlaðir, verður þaö til þess að launinminnka verulega ikrónu- tölu og sifellt gerist erfiðara að láta enda ná saman. Það er þvi ljóst, að það verður að taka stefnuna f landbúnaö- armálum til gagngerrar endur- skoðunar, ef hrun á ekki að blasa við. Stjórnvöld verða að fara að huga betur að land- búnaðinum og hlúa að honum svo hann geti sinnt hlutverki sinu. Það er að sjálfsögðu engin „patentlausn” til á þessum málum, en fyrst af öllu verður að taka verðlagninguna til endurskoðunar og gera hana raunhæfa.þannigað bóndinnfái það sem honum ber. Einnig verður aö leysa fjár- hagsvandræði Stofnlánadeild- arinnar svo hún geti sinnt sinu hlutverki. Jafnframt veröur aö sjá til þess, að mismunurinn milli þeirra, sem standa i fram- kvæmdum og þeirra, sem fjár- festufyrir nokkrum árum, verði ekki jafn mikill og nú er. En með þvi að hafa farið út i jafnmiklar fjárfestingar i bú- skap eins og ég hef gert, er mað- ur búinn að binda sig i báða skó. Ég get ekki losnaö við þessar fjárfestingar á raunhæfu verði, þvi það er ófært fyrir nokkurn að kaupa þær þvi verði sem þær kosta. Þvier mér og öðrum, sem likt er ástatt fyrir, nauðugur einn kostur að halda áfram meðan nokkur leið er. Við verðum að vinna alla daga, þvi ekki hefur maður ráð á að taka sér afleys- ingarmann. Það er þvi eins og ég sagði áö- an hrein æfintýramennska að fara út i búskap nú á dögum. Þvi verður hér að verða á alger stefnubreyting, enda er ófært annað en halda áfram að fram- leiða landbúnaðarvörur i land- inu. Ég tel, að forustumenn bænda verði nú að fara að vera harðari i kröfugerð fyrir okkur, en þeir hafa verið, og jafnframt verður að krefjast þess af stjórnmála- mönnum, aö þeir láti hlut land- búnaöarins ekki enn um sinn eftir liggja. Ællar þú að smíða gæðing, eða gotl hús? Hvort sem um er aó ræöa föndur eða framkvæmdir, efniviðurinn fæst hjá okkur. Hafiö samband vió sölumenn. Súöarvogi 3, Reykjavik. Simi 86365. HÚSASMIÐJAN HF Vió höfum á lager: Smióatimbur. allar algengar stæróir/ Þurrkaó smióatimbur / Þilplötur i úrvali. Mótatimbur/ Sperruefni/ Þakjárn. Steypustál / Heflaóa trélista Einangrunarefoi. 3 í§ v r Handbók bænda Hjá Búnaðarfélagi Islands er kominn út 27. árgangur Handbók- ar bænda. Aö venju er mjög fjöl- breytilegtefni i bókinni. Þar er að finna upplýsingar um helztu stofnanir, félög og fyrirtæki, sem eru tengd landbúnaöi. Þá eru upplýsingar um bændaskólana og garðyrkjuskólann, m.a. inntöku- skilyröi. Itarlegar upplýsingar eru um lánareglur stofnlána- deildar landbúnaðarins. Þá er út- dráttur úr Jarðalögum og lögum um ábúð. Einnig eru þar helztu atriði úr lögum um flokkun og mat á gærum og ull. Samtals er 31 faggrein i Handbókinni. Þar eru teknir fyrir flestir þættir land- búnaðarins. Allt er þetta nýtt efni, sem ekki hefur birzt áður á prenti. Mjög gagnlegar leiðbein- ingar eru fyrir hestamenn um fóðrun og meðferð hrossa. Þar er samþjappaður fróöleikur, sem ætti að koma hestamönnum að verulegu gagni. Þá er skrá yfir stóðhesta, sem hrossaræktar- samböndin áttu á siöastliönu hausti. Þar sem minkaræktin er farin að skila verulegum arði á þeim búum, sem náö hafa tökum á henni, munu eflaust ýmsir hugsa til hreyfings og setja á stofn minkabú. Þvi eru timabær- ar leiðbeiningar i Handbókinni um minkarækt. Samtals eru greinar eftir 24 höfunda i bókinni. Hún er 278 bls., prentuö i Guten- berg. Ritstjóri Handbókarinnar er Jónas Jónsson. Bókin fæst hjá- Búnaðarfélagi Islands og hjá flestum formönnum hreppabún- aðarfélaga i landinu. Hótelhúsnæði til leigu Til leigu er hótelhúsnæðið að Rauðarár- stig 18, Reykjavik. Frestur til að skila tilboðum er til 26. jan. 1977. Allar nánari upplýsingar veitir Alvar Óskarsson, Rauðarárstig 18. Húsbyggingasjóður Framsóknarfélag- anna i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.