Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 40
Sunnudagur 23. janúar 1977. j LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06 Fiiher Price leikfung eru heimsfrceg Póstsendum Brúðuhús Skólar Benzinstóðvar Sumarhus Flugstöðvar Bilar fyrirgóóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS L __________________________________ s u Ð U R E Y R I við S r U G A N D A F J • • O R Ð Tenging hitaveitunnar merkur áfangi í mikilli byggingu þorps- ins Tíminn ræðir við Ólaf Þórðarson, oddvita Mó-Reykjavik- íbúum á Suöureyri við Súganda- fjörð hefur f jölgað um helming siðan 1910, og er það meiri fjölgun en i nokkru öðru þorpi á norðanverð- um Vestfjörðum, að sögn ólafs Þórðarsonar odd- vita. Nokkuð jöfn fjölgun hefur verið allan þennan tima að undanskildum árunum 1940-50, en þá fækk- aði ibúunum nokkuð. Nú eru ibúarnir rúmlega 500, og þar snúast öll hjól og mikið er að gera. 1 næsta mánuði verður nýja hitaveitan tekin i notkun og nýr skuttogari er væntanlegur i marz eða april. Mikil atvinna er á staðnum og skortur á fólki, en húsnæðisskortur hamlar þvi að fók flytji þangað. I vor verður byrjað á að byggja leiguibúðir. Hitaveitan tengd eftir mánuð Stöðugt er unnið aö þvi að full- gera hitaveituna, og hafa fram- kvæmdir staðiö yfir siðan i fyrra- vor. Nú er langt komið að leggja aöveituæðina inn i þorpið og kerf- ið inn i þorpinu er tilbúið. Eftir er aö koma dælum fyrir, og einnig er eftir ýmis frágangur. 1 haust var borhola hitaveit- unnar dýpkuð úr 540 metrum i 680 metra og gefur sú dýpkun mjög góða raun. Við það tvöfaldaðist vatnsmagn holunnar og einnig hitnaði vatnið nokkuð. Fást nú yfir 40 sekúndulitrar af vatni, en talið er að um 24 sek- úndulitra af vatni þurfi nú fyrir þorpið. Við dýpkunina hitnaði vatnið einnig allnokkuð, og nýleg- ar mælingar sýna að þaö sé enn að hitna. Siöustu mælingar sýndu, að botnhitinn er 66,8 stig, en yfir- borðshitinn 63,2 stig. Ölafur Þóröarson sagði, að þaö yrði mjög merkur áfangi i sögu þorpsins, þegar hitaveitan verður tengd, og miklar vonir eru bundn- ar við það aö hún verði til þess aö byggð eflist enn á Suðureyri. Kostnaður við framkvæmdir er i dag um 110 milljónir kr., en ýmis kostnaður er eftir og þvi ekki alveg ljóst hvað hitaveitan kem- ur til meö að kosta fullgerð. Fjörkippur í byggingar- framkvæmdir. Byggingarframkvæmdir tóku fjörkipp á siðasta ári, en þá var byrjað á sjö nýjum fbúðarhúsum á Suðureyri, en það er meira, en áður hefur verið. titlit er fyrir að Umboðsmenn Tímans Vinsamlega sendið lokauppgjör fyrir árið 1976 fyrir 31. janúar n.k. Wkmmm Barnaskólinn á Suðureyri. Myndina málaði Jón Kristjánsson, sem var skóla- _ stjóri á Suöureyri á undan ólafi. þetta sé þó aðeins byrjunin á meiri framkvæmdum, og byrjað verði á enn fleiri húsum næsta sumar. Sveitarfélagið hefur ákveðið að hefja byggingu kjarnahúss, sem i j verða 6 - 7 ibúðir og verða þessar j ibúðir siðan leigðar út, en mikill skortur hefur verið á sliku hús- næði á Suðureyri. Stefnt er að þvi að ibúðirnar verði tilbúnar ári eftir að framkvæmdir hefjast. i Sifellt er nokkuð um að fólk hafi spurst fyrir um atvinnu og hús- næðismál hér. Virðast æði margir hafa hug á að flytja hingað. En við höfum ekki haft upp á neitt húsnæði og bjóða, og þvi Framhald á bls 39. — Veiztu hvaða þjóðflokkur er hlynntur eldgos- um? — Nei. — Kratar — þeir treysta á Kröflu. PALLI OG PÉSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.