Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. janúar 1977 { l| l| I H l( II l( I! 3 1 Akureyri Sjúkrahótel á vegum R.K.Í. tekið í notkun Guðmundur Blöndal, framkvæmdastjóri Rauða kross deildar Akureyr- ar, t.v. og við hlið hans eru hjónin Björg Jónsdóttir og Jón Guðmunds- son, en þau veita sjúkrahótelinu forstöðu. — Timamynd: Karl. i Eldhúsinnréttingar af lager nú getum við afgreitt heilu eld- húsin af lager með nokkurra daga fyrirvara. Staðlaðar skápa- einingar í úrvali. Tvö útlit. — brúnbæsuð fura „exklusiv” og eikarlíki úr plasti. )Klæðaskápar og baðskápar Ennfremur fyrirliggjandi 40 og 50 cm fataskápar. Hæðin er 210 cm. AAismunandi innréttingar. Baðskápar með frönskum hurðum úr Ijósri furu. iiicciuiii bMjjuicyyjuin uy leitu ykkur að kostnaðarlausu og allra skuldbindinga af yk hálf u. OG SJAIÐ HVAÐ VIÐ HOFUAA Kalmar - Innréttingar h.f. Grensásvegi 22 - Simi 8-26-45 — Formaður R.K.l. á Akureyri er Halldór Halldórsson, læknir og framkvæmdastjóri er Guðmund- ur Blöndal. Sjúkrahótelið á Akureyri. Hjörtur Björnsson, einn vistmanna á nýja sjúkraheimilinu. Hjörtur, sem búsettur er i Grund I Svarfaðardal, hefur dvalið á sjúkrahótelinu frá opnun þess 4. janúar siðastliðinn. K.S. Akureyri. — Fjórða janúar sl. var sjúkrahótel Rauða kross deildar Akureyrar formlega tekið I notkun með komu fyrsta sjúk- lingsins. Aðdragandi sjúkrahótelsins er sá, að seinnipart vetrar 1975 fór stjórn Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar þess á leit við deildina, að hún athugaði möguleika á þvi að hefja rekstur sjúkrahótels I bænum. Eftir að stjórn R.K.t. hafði heitið deildinni fjárstuðn- ingi var ákveðið að leita eftir húsakaupum og varð fyrir valinu húseignin að Skólastig 5, en það hús er þægilega nærri sjúkrahús- inu og þótti henta vel að flestu leyti. Kaupsamningurinn var gerður fyrri hluta sumars, en siðan þá hafa gagngerðar breytingar farið fram á húsinu. Fyrsti sjúklingurinn kom á hótelið eins og áður sagði þann 4. janúar, en siðan þá hafa alls dvalizt þar 12 sjúklingar frá einn og upp i fimmtán sólarhringa hver. Eins og stendur er hægt að hafa á hótelinu 7 sjúklinga samtimis, en þegar framkvæmdum er að fullu lokið geta dvalizt þar 13 i senn. Um áramót höfðu verið greidd- ar 8 milljónir af stofnkostnaöi hótelsins, en hins vegar mun deildin skulda tæpar 10 milljónir vegna þessara framkvæmda. Hjónin Björg Jónsdóttir og Jón Guðmundsson hafa verið ráðin til þess að annast rekstur sjúkra- hótelsins. begar hóteliö verður fullnýtt verður svo aöstoðarfólk ráðið. Þetta sjúkrahótel verður rekið með svipuðu sniði og sjúkrahótel R.K.I. i Reykjavik og er það ætlað sjúklingum sem i fyrsta lagi biða vistunar á sjúkrahúsi t.d. meðan á forrannsókn stendur. I öðru lagi sjúklingum, sem dvalizt hafa á sjúkrahúsi, en þurfa á eftirmeð- ferð að halda, eða geta ekki strax lagt á sig venjulega heimferð né geta séð um sig sjálfir. 1 þriðja lagi verða þarna sjúk- lingar, sem eru i meðferö á sjúkradeild og ferðafærir, en þurfa ekki að liggja i rúmi á sjúkrahúsi og i fjórða lagi sjúk- lingar, sem geta dvalizt utan spit- ala t.d. á milli aðgerða. Til þess að fólk fái inni á sjúkrahóteli þarf það aö hafa læknisvottorð frá lækni, sem ber ábyrgð á þvi, meðan það dvelst þar, þvi að þar fær það ekki aðra þjónustu en fæði og húsnæði. Sú þjónusta er reyndar ókeypis á sama hátt og dvöl á sjúkrahúsi. Sjúkrasamlög greiða daggjöld, sem eru ea. 2000 kr. á dag til sjúkrahótelsins, en til viðmiðunar má segja að Fjórðungssjúkrahús Akureyrar fær frá sjúkrasamlag- inu 15.000 kr. I daggjöld. Sjúkrahótel R.K.l. á Akureyri er hið vistlegasta i alla staöi og á örugglega eftir að verða vinsælt af þeim, sem þar dvelja. Hreint| ^iond I fogurt I lond I LANDVERND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.