Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 30
30
UiiSJÍIi
Sunnudagur 23. janúar 1977
Trommu-
leikari
Little
Feat í
1. sæti
Þá koma hér enn ein
úrslit úr kosningum Zig-
Zag-blaðsins/ og var nú
kosið um bezta trommu-
leikarann. Birtum við hér
þá 25 efstu og ef að likum
lætur eru margir þeirra
ekki alltof þekktir hér á
landi/ og sumir þeirra
jafnvel óþekktir, en eigi að
siður góðir trommuleik-
arar. I fyrsta saéti er hinn
frábæri trommuleikari
bandarísku hljómsveitar-
innar Little Feat, Richard
Hayward.
Little Feat er svo gott sem
óþekktir hér á landi, þrátt fyrir
fimm mjög góðar, og sumar
hverjar frábærar, plötur — og er
það miöur.
Fyrir aftan nöfn trommuleikar-
anna eru nöfn hljómsveita, sem
leika, eða hafa leikiö, meö sem
fastir meðlimir, og er það viðbót
frá Nú-tfmanum. Varö I nokkrum
tilfellum að bafa spurningar-
merki þvi við komum nöfnum
þeira ekki fyrir okkur.
« Fyrir þá sem vilja kynna sér
"trommuleik Richard Hayward,
birtum viö hér lista yfir plötur
Little Feat — Little Feat, Sailin
Shoes, Dixie Chicken, Feat’s
Don’t Fail Me Now, og Last
RecordAlbum.
Næsta plata _ þeirra, sem
væntanleg er fljótlega, mun að
öllum lfkindum heita The Next
Record Album.
1. Richie Hay ward ........
Little Feat
2. LevonHelm ..............
The Band
3. Charlie Watts...........
Rolling Stones
4. Keith Moon..............
Who
5. Dave Mattacks ..........
Fairport Convention
6. Russ Kunkel........i....
Session
7. Terry Williams .........
?
8. Ringo Starr.............
Beatles
9. Jim Gordon..............
Session
10. John Densmore...........
Doors
11. Ginger Baker............
Cream, Airforce
12. John Barbata............
Jefferson Starship
13. MichaelClarke...........
Byrds, Burrito, Firefall
14. John Bonham.............
Led Zeppelin
15. Robert Wyatt............
Soft Machine, sóló
16. Bill Kreutzmann.........
Gratcful Dead
17. PhilCollins.............
Genesis
18. DonHenley...............
Eagies
19. JoeVitale...............
9
20. ArtieTripplII...........
?
21. CarlPalmer..............
Emmerson Lake & Paimer
22. Mitch Mitchell..........
Jimi Hendrix
23. B.J.Wilson..............
?
24. Ralph Molina............
Crazy Horse
25. GeneParsons.............
Byrds, Burrito
LITTLE FEAT — Richard Hay-
ward er sá, sem sitjandi er.
*
Verðlaunahafar
/ jólagetraun
Nú-tímans
Skilafrestur i jólagetraun Nú-tfmans rann
út 15. jan s.l. og var nú I vikunni dregið úr
réttum lausnum. Þrenn verðlaun eru veitt,
allt hijómplötuverðlaun frá FACO — og hlýt-
ur sá, sem 1. verðlaun fær, þrjár plötur,
Sailorplötuna Third Step, nýju Georg
Harrison plötuna Thirty Three And 1/3 og ti-
undu plötu Chicago — Chicago X
2. verðlaun eru tværplötur, plöturnar Hotel
Caiifornia með Eagles og Free For All með
Ted Nugent.
3. verðlaun er ein plata, Children Of The
World með Bee Gees.
Rúmlega 200 lausnir bárust, eöa töluvert
færri en i áramótagetraun Nú-timans 1975.
En hér eru nöfn vinningshafanna:
1. verölaun — Valdís Gunnarsdóttir,
Gaukshólum 2, Reykjavik.
2. verölaun — Þór Stefánsson Birkivöllum 11,
Selfossi.
3. verölaun — Finnur Finnsson, Furulandi 1
B, Akureyri.
Nú-timinn þakkar öllum, sem tóku þátt I
gamninu, en rétt svör voru: 1. Tatari 2.
Tempo 3. Tilvera 4. Flowers 5. Óðmenn 6.
Mods. Flestir flöskuðu á Tilveru og Mods.
EVA PERON
SUPER-
STAR
FLESTUM er liklega enn í fersku minni hið fræga
verk Jesus Christ Superstar eftir þá félaga Tim Rice
og Andrew Lloyd Webber, sem m.a. var sýnt hér á
landi á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Nú hafa þeir
félagar samið aðra rokkóperu, sem vakið hefur geysi-
lega athygli í Bretlandi. ópera þessi heitir „EVITA"
og fjallar um líf Evu Peron/ fyrri konu Juan Peron/
fyrrum einræðisherra í Argentínu.
Eva þessi Peron var og er
mjög dýrkuð í heimalandi sinu
— og þegar hún lézt úr krabba-
meini áriö 1952, aöeins 33ja ára
gömul, var lik hennar smurt til
ævarandi varðveizlu liktog um
dýrling væri að ræða.
Gagnrýnendur f Bretlandi
telja verk þetta taka Jesus
Christ Superstar töluvert fram
hvaö tónlistarleg gæði snertir.
Segja þeir, að hér sé um
þroskaðri og alvarlegri tónlist
að ræöa, og vafamál hvort hægt
sé aö kalla þettarokkóperu, þvl
það sé mjög ólfkt þeim verkum
sem hafa verið nefnd því nafni,
eins og „Tommy” eftir Pete
Townsend.
Með aðalsönghlutverkið í
„EVITU” fer ung stúlka, Julie
Covington að nafni, og hefur hún
hlotið mikið hrós fyrir frammi-
stööu sina. Auk hennar koma
ýmsir við sögu, t.d. C.T.
Willamson, Barbara Dickson og
Tony Christie.
Sem dæmi um þá athygli, sem
verk þetta hefur vakiö, má
nefna, að lagið „Don’t Cry For
Me Argentina” fór sömu viku og
þaö var gefið út á lítilli plötu,
beint f 12. sætið' á brezka vin-
sældarlistanum — og er það
nánast einsdæmi þar f landi.
Um þessar mundir er verið aö
setja „EVITU” á sviö f London
og fastlega er búizt við þvf, að
innan tiðar verði hafizt handa
um kvikmyndun verksins eins
og gert var með Jesus Christ
Superstar — og það er alls ekki
borin von, að Islendingar muni
jafnvel setja þetta verk á svið
áöur en langt um líður. En ugg-
laust líða þó mánuðir — jafnvel
ár. Myndin hér aö ofan er af
hinni einu og sönnu Evu Peron.
— SÞS