Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 18

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 23. janúar 1977. menn og málefni í tilefni af ritgerð Þórs Whitehead um herstöðvamólin Hermann Jónasson. Ritgerð Þórs Whitehead 1 siöasta árgangi Skimis birtist ritgerö eftir Þór Whitehead, sem hann nefnir LýBveldi og herstööv- ar 1941-1946. Aöallega fjallar rit- geröin um gang herstöövamál- anna á árunum 1945-1946, sem segja má, aö hefjist meö form- legri beiöni Bandarikjastjórnar um herstöövaleigu til lengri tima, sem erborinfram l.október 1945, en lýkur meö Keflavikursamn- ingnum svonefnda I september 1946. A þessum tima sat svokölluö nýsköpunarstjórn aö völdum, þ.e. stjórn Sjálfstæöisflokksins, Al- þýöuflokksins og Sósialista- flokksins. Þór Whitehead byggir aöalfrá- sögn sina á skýrslum, sem banda- riski sendiherrann, Louis G. Dreyfus, sendi stjórn sinni og fjallar einkum um viöræöur hans viö islenzka stjórnmálamenn. Vafalaust er sitthvaö rétt i þess- um skýrslum Dreyfus, en aö dómi þeirra, sem fylgdust meö málum á þessum tima, veröur hann þó ekki talinn áreiöanlegt vitni. T.d. má fullyröa, aö nær allt af þvi, sem hann þykist hafa eftir Her- manni Jónassyni, getur ekki staö- izt. Þaö hlýtur aö vera sprottiö af misskilningi eöa ágizkunum, byggöum á ótraustum heimild- um. Þannig má fullyröa, aö Her- mann hefur aldrei sagt i nóvem- ber 1945, aö ekkert væri þvi til fyrirstööu aö semja um leigu á herstöövum til 5-15 ára, og „spáö þvieins og Ólafur Thors, aöleigu- samningurinn framlengdist sjálf- krafa aö óbreyttu heimsástandi.” Þeir, sem höföu nánast samstarf viö Hermann Jónasson á þessum tima, vita, aö þetta getur ekki staöizt. Asama hátt beraö efa sitthvaö, sem haft er eftir þeim Jónasi Jónssyni og Vilhjálmi Þór. Þeir höföu þó vissa sérstööu. Jónas Jónsson var á þessum tima orö- inn fylgjandi nánu samstarfi viö Bandarikin og fór ódult meö i ræöu og riti. Hann var þá hættur aö mæta á fundum i þingflokki og miöstjórn Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Þór fór ekki heldur dult meö þaö, aö hann vildi náiö samstarf Islands og Bandarikj- anna. Hvorugur þeirra var á þessum tima talsmaöur fyrir Framsóknarflokkinn I umrædd- um viöræöum. Þar sem Þór Whitehead styðst aðallega við þessa einu heimild i frásögn sinni, gefur hún hvorki tæmandiyfirliteöa rétta mynd af þeim sögulegu atburöum, sem geröust á þessum tima og þó einkum mánuöina október og nóvember 1945. Hins vegar er aö þvi leyti fengur aö henni, að hún lýsir þvi vel hve vafasamar og rangar leyniskýrslur geta oftver- ið. Vegna þess aö ritgerö Þórs Whitehead lýsir þessum atburö- um engan veginn tæmandi, þykir ekki úr vegi að rifja hér upp nokkra höfuöþætti þeirra. AAálaleitan Bandaríkjanna Þaö haföi legiö i loftinu um skeiö, en gerðistfyrst formlega 1. október 1945, aö Bandarikin báru fram þær óskir viö islenzku rikis- stjórnina, aö 'hún fengi leigöar herbækistöövar i Hvalfiröi, i Fossvogi og hjá Keflavik til langs tima. Aöur haföi Ólafur Thors forsætisráöherra tilkynnt Banda- rikjastjórn, aö slik krafa væri „ótlmabær”, aö þvi er Þór White- head segir. Hann segir ennfrem- ur, aö Ólafi hafi gramizt, aö Bandarikjastjórn skyldi viröa þessa óskhans aö vettugi, „eink- um þar sem ekkert mælti gegn framhaldandi hersetu, án samn- inga.” Nýsköpunarstjórnin var ósammála um framtiöarstefnuna og þvi viröist hafa veriö innan hennar þegjandi samkomulag um aö ýta ekki á eftir brottför hers- ins, þótt hann ætti aö vera á för- um samkvæmt herverndar- samningnum 1941. Stjórnin gat sem sagt sætt sig viö „áfram- haldandi hersetu án samninga”, a.m.k. um hrið. Fyrstu viöbrögö stjórnarinnar voru þau, aö fara sem leynilegast með herstöövabeiöni Bandarikj- anna. Haldinn var lokaöur þing- fundur um máliö, og sett á laggirnar tólf manna nefnd, þar sem hver flokkur átti þrjá full- trúa. Fulltrúar Framsóknar- flokksins voru Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og Jörundur Brynjólfsson. Afstaða Breta Aður en lengra er haldið, er ekki ófróölegt að vikja að afstööu annarra stórvelda, sem hlutu aö láta sig þetta mál varöa. Fyrst og fremst höföu íslendingar mikinn áhuga á aö vita um afstööu Breta, sem höföu verið óbeinir verndar- ar þeirra siöustu aldirnar og létu sig miklu varöa hernaöarleg mál- efni Norður-Atlantshafsins. Bandariska stjórnin lét brezku stjórnina vita fyrirfram um, aö hún myndi æskja herstööva á ís- landi til langs tima. Þetta likaöi Bretum ekki að öllu leyti vel. Um þetta segir svo i ritgerö Þórs Whitehead: „Er Bretar höfðu vegiö og met- iö aöstæöur, fóru þeir þess á leit viö Bandarikjastjórn, aö hún léti sér nægja leigu á herstöðvum til skamms tima. Félli leigan úr gildi, er öryggisreglur SÞ kæmu til framkvæmda. Loks var fariö fram á, að Bandarikjastjórn ábyrgöist aö brezki herinn heföi frjálsan aðgang að íslandi i styrjöld, sem Bandarikin stæöu utan viö. Lokamarkmið Breta meö þessari tillögu liggur i aug- um uppi. Að herstöövasamningn- um útrunnum, ætluöu þeir að beita aöstööu sinni i öryggisráö- inu til þess aö knýja fram áætlun- ina um öryggissamning viö Is- land. Bandarikjastjórn visaöi málamiölun Breta á bug og sagö- ist ekkert vilja eiga undir geö- þótta Sovétrikjanna i SÞ. Afréö brezka stjórnin þá aö draga sig i hlé og veita Bandarikjamönnum engan atbeina.” Þess verður aö gæta, aö á um- ræddum tíma voru Sameinuöu þjóöirnar aöeins hálfs árs gamlar og þá geröu menn sér miklu stærri hugmyndir um hlutverk öryggisráösins en varö I reynd. Afstaða Rússa Annaö stórveldi, sem hlaut einnig aö láta sig herstöövabeiöni Bandarikjanna varöa, voru Sovétrikin. Bandarikin tilkynntu þeim fyrirfram, alveg eins og Bretlandi, að þau myndu fara fram á herstöðvar til langs tima hér á landi. Búast hefði mátt viö, aö Sovétrikin mótmæltu þessu kröftuglega, en engar opinberar heimildir virðast þó finnanlegar um slikt. Hins vegar má draga nokkra ályktun af þvi, aö hinn 21. nóvember 1945 birtist eftirfarandi frétt i Þjóðviljanum undir stórri fyrirsögn. „Moskvuútvarpiö skýröifrá þvi i gær, aö Arbeiderbladet,. blað norsku stjórnarinnar, hafi ritað um kröfu Bandarikjastjórnar um herstöövar á Islandi. Blaöið seg- ir, aö Bandaríkjastjórn hafi fariö þess á leit aö fá hernaöarstöövar á íslandi, meöal annars stóran flugvöll 50 km frá Reykjavik. Þessi tilmæli Bandarikjastjórnar bera öll einkenni einhliða erindis- reksturs. Þess vegna er ekki aö undra, þótt islenzka rikisstjórnin hafi synjaö um það aö láta hernaðarstöðvar af hendi viö ein- stakt stórveldi, en boöizt i þess stað til að láta öryggisstofnun hinna sameinuðu þjóöa stöövar I té, jafnframt þvi, aö tsland fer þess á leit aö veröa tekið upp i samtök hinna sameinuöu þjóöa. Þetta var hyggilegasta svariö sem Islendingar gátu sent, segir blaöiö.” Af fréttinni i Þjóöviljanum veröur ekki ráöið, hvort Moskvu- útvarpiö hafi sagt nokkuö um máliö frá eigin brjósti. Sennilega hefur það ekki verið, fyrst Þjóö- viljinn getur ekki um þaö. Al- gengt er, aö rússneskir fjölmiöl- ar taki þannig upp umsagnar- laust ummæli úr erlendum blöö- um, ef rússnesk stjórnvöld eru þeim samþykk. Af þessu viröist ekki fjarri lagi að draga þá ályktun, aö afstaöa Rússa hafiekki veriö ólik afstööu Breta, þ.e. að þeir hafi viljaö þoka íslandi undir umsjón öryggisráös Sameinuöu þjóö- anna, þar sem þeir voru lildegir til aö veröa áhrifamiklir, eins og málin stóöu þá. Þrír kostir Annað bendir og ekki siöur i þessa átt. A þessum tima var mjög náiö samstarf milli rúss- neska Kommúnistaflokksins og lslenzka Sósialistaflokksins, þótt Eysteinn Jónsson. þetta hafi breytzt á siöari árum. Þjóöviljinn var hljóöur um þetta leyti um herstöövamálin, enda leiddi þaö af leyndinni, sem stjórnin vildi halda yfir beiöni Bandarikjanna. Hinn 27. október gerir Þjóöviljinn þó herstööva- máliö að umræöuefni i forustu- grein og segir m.a.: „Fyrir Island viröast þrir kost- ir fyrir hendi: 1. að engar herstöövar veröi hér i framtíðinni. 2. aö öryggisráö „Hinna Samein- uöu þjóöa” fái hér þá aðstöðu, sem þvi er talin nauösynleg til aö tryggja alþjóðaöryggi og friö. 3. að eitthvert eitt stórveldanna fái hér hernaöarbækistöövar. Fyrsta kostinn kjósa allir Is- lendingar. Þriðja kostinn geta þeir einir valiö, sem ekki eru Is- lendingar i raun og sannleika, og sem auk þess vilja stuöla aö tor- tryggniog árekstrum meöal þjóð- anna. Annan kostinn mundu Is- lendingar geta sætt sig við.” Af þessum ummælum Þjóðvilj- ans veröur vart annaö ráöið, en að blaðiö sé að undirbúa menn undir það að sætta sig við „annan kostinn,” þ.e. aö öryggisráöiö fái héraöstööu og varnarmál Islands veröi leyst á þann hátt. Herseta er böl Framsóknarflokkurinn var i stjórnarandstöðu á þessum tima. Ólafur Thors lét forustumenn hans fljótlega fá vitneskju um orðsendingu Bandarlkjanna og fengu þeir leyfi til aö skýra frá henni á miðstjórnarfundi, en heit- iö var fullkominni leynd. Miö- stjórnarfundurinn var haldinn 4. október. 1 fundargerðinni segir svo, eftir aö formaöur flokksins haföi skýrt frá bandarisku orö- sendingunni: „Setti fundarmenn hljóöa viö þessi tlðindi. Jón Árnason óskaöi eftir aö heyra álit þingmanna, sem fyrr hefóu fengiö vitneskju um máliö en aörir miöstjórnarmenn. Hermann Jónasson kvaöst fús til aö segja sinn hug. Að hafa hér her frá ööru landi er böl. Og þvi mun maður neita, meöan maöur ekki veit þaö meö vissu, aö ekki sé nema um tvennt aö velja, aö annaö hvort setjist hér upp aust- ur- eða vesturveldi.” Maöur, sem talar þannig á lok- uöum flokksfundi, er meira en óliklegur til aö segja skömmu siö- ar viö bandariska sendiherrann, aö ekkert væri þvi til fyrirstööu aö semja um 5-15 ára herstöðva- leigu, eins og Þór Whitehead seg- ir aö Dreyfus hafi eftir honum. Þaö mun lika vera sameiginlegt álit þeirra, sem þekktu Hermann Jónasson, að hann heföi veriö manna óliklegastur til aö segja annaö viö útlendan sendiherra en eigin flokksmenn i þröngum hópi. Bæöi höfundur þessarar greinar ogaörir, sem hann hefur rætt viö og umgengust Hermann náiö á þessum tima, muna ekki annaö en afstaöa hans hafi jafnan verið sú á þessum tima, sem felst i framangreindum orðum hans. Aðstaða til bráðabirgða Hitt kom mönnum yfirleitt saman um, aö ekki væri hægt að neita þvi aö ræöa viö Bandaríkin og mun Eysteinn Jónsson hafa oröaö þetta viöhorf miöstjórnar- manna einna gleggst á miö- stjórnarfundi 30. október, en um þaö segir svo i fundargeröabók- inni: „Eysteinn Jónsson lýsti sinni persónulegu afstööu til málsins. Taldi hann, aö ekki myndi veröa hjá þvi komizt að taka upp viö- ræður við Bandarikjamenn og þá með þaö fyrir augum, aö þeim gæti oröiö veitt aðstaða til bráöa- birgöa á meöan séö er hversu fer um alþjóðaöryggi á næstu mán- uöum.” Það, sem Eysteinn átti hér viö meö bráöabirgðasamkomulagi, laut einkum aö flugvöllunum, þar sem Islendingar voru ekki viö- búnir að taka einir viö stjórn þeirra. Meðal þingmanna flokks- ins rikti full eining um, að útilok- aö væri aö gera samning til lengri tima og verður siöar vikið aö þvi. Þetta gildir þó ekki um Jónas Jónsson, sem var hættur aö sækja flokksfundi. Misskilningur er þaö hjá Þóri Whitehead, að Timinn hafi hellt oliu á eldinn á þessum tlma og reynt aö gera stjórninni erfitt fyr- ir. I Timanum rikti þögn um þetta mál á þessum tima og var það gert aö beiðni forsætisráö- herra, sem forustumenn Fram- sóknarflokksins féllust á. Eina undantekningin var grein, sem birtist 12. október vegna trúnað- arbrots Þjóðviljans. Greinar þær I Tímanum, sem Þór Whitehead vitnar til, birtust ekki fyrr en 16. og 30. nóvember, þegar máliö var komið á allt annaö stig. Uppkast Ólafs Innan stjórnarflokkanna rikti mikið ósamkomulag um þaö, hvernig svara ætti orösendingu Bandarikjanna. Bæöi Sjáifstæðis- flokkurinn og Alþýöuflokkurinn munu hafa viljað svara þvf á svipaöa leiö og Eysteinn Jónsson. Sóslalistaflokkurinn mun hins vegar hafa viljað láta svariö veröa „vingjarnlegt nei,” eins og komizt er aö oröi I einni fundar- gerö miðstjórnar Framsóknar- flokksins. Hins vegar mun Sósial- istaflokkurinn hafa veriö fús til viöræöna um aöstööu, sem öryggisráö Sameinuöu þjóðanna yröi veitt hér-, sbr. forustugrein Þjóðviljans frá 27. október, sem áöur er vitnað til. Ólafur Thors reyndi aö samrýma þessi óliku sjónarmiö flokkanna i uppkasti aö tillögu, sem Framsóknarflokk- urinn mun hafa fengiö i hendur 2. nóvember og rædd er á miö- stjórnarfundi daginn eftir. Efnis- lega hljóöaði hún á þessa leiö: „tslenzka rikisstjórnin viöur- kennir móttöku orösendingar Bandarikjanna um herbækistööv- ar á tslandi. Á Alþingi var hinn 24. febrúar siöastliðinn samþykkt aö leita eftir þvi, aö tsland yrði tekiö i tölu Sameinuöu þjóöanna. Rikisstjórnin lætur i ljós ánægju Framhald á bls. 29.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.