Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 9
Myndir og texti Magnús Ólafsson r á miklar framkvæmdir 0 Sunnudagur 23. janúar 1977 mmm bæjarstjóri sagöi, aö aöstaöa þar væri öll hin bezta. — Viö erum þvi mjög hlynntir að ný fyrirtæki, komi til bæjar- ins og bjóöum alla, sem áhuga hafa á, velkomna, sagöi Þórir. AAiklum hafnar- framkvæmdum ólokið Siöan 1974 hefur mikiö veriö unniö i hafnarframkvæmdum á Sauðárkróki, og i sumar var dælt upp úr höfninni og mynduö mikil uppfylling á hafarsvæö- inu. En enn er miklum fram- kvæmdum ólokið. Fjárveitingar á þessu ári eru þó mjög naumar til framkvæmda, og þvf ekki lík- ur til að mikið verði hægt aö gera. Frá Sauöárkróki eru geröir út þrir togarar, se. eru i eigu Út- geröarfélags Skagfiröinga. Þeir landa aflanum á Sauöárkróki, en siöaner aflanum ú- hverju skipi skipt á milli frystihúsanna tveggja á Sauöárkróki og frysti- hússins á Hofsósi. Hefur þetta samstarf gengiö mjög vel. Þriðjungur gatna- kerfisins lagður bundnu slitlagi Verulegt átak var gert sl. sumar i gerö varanlegra gatna á Sauöárkróki. Þá voru 28 þús- und ferm. malbikaöir, og er nú búiö aö leggja bundið slitlag á um þriöjung af öllu gatnakerfi bæjarins. Efniösem notaö er i malbikið, er sótt I árnar viö Syöstu- Grund, sem er skammt frá Varmahliö, og þvi um 30 km frá Sauöárkróki. Þar fannst mjög gott efni, og sagöi Þórir Hilmarsson bæjarstjóri, aö þetta væri meö albezta efni, sem völ væri á. Taldi hann þvi, að vel gæti komið til greina, aö á Sauöárkróki yröi sett upp miö- stöö fyrir blöndun og efniö siöan flutt meö skipum til fjarlægra staða. Einnig væri kjöriö aö taka þar efni til aö nota þegar fariö yröi aö leggja Noröur- landsveginn bundnu slitlagi. hefðu allar þessar framkvæmd- ir stöövazt, þegar verst lét. Þórir sagöi, aö ekki væri ljóst, hvað hægt væri aö framkvæma i gatnagerö i sumar en þaö færi alveg eftir þvi hve mikið fé fengist til framkvæmda. En á- hugibæjarbúa á að halda áfram væri mikill og hefðu þeir staöiö sig mjög vel viö aö greiöa sinn hluta af framkvæmdakostaöin- um. Hestamennskan í blóð borin Hestamennska er vinsæl á Sauðárkróki, enda flestir Skag- firöingar hestamenn. Margir bæjarbúar eiga hesta, og fer hestaeigendum þar sifellt fjölg- andi. Nú hefur bærinn látiö skipu- leggja landsvæöi fyrir hesta- mennina og eiga þar að vera hesthús, félagsaðstaða, skeiö- völlur og áhorfendasvæöi. Hesthúsin verða öll svipuö aö stærö, og i öllum tilfellum eru nokkrir hestamenn saman um hvert hús. Undir sama þaki er einnig hlööupláss og aöstaöa til aö geyma reiötygi. Þegar er búiö aö byggja þrjú hús, og næsta vor er ráögert aö byrgja fleiritilviðbótar. Þeg ar blaöamaður var á ferö á Sauöárkróki, voru hestamenn i óða önn aö innrétta eitt húsiö, en þeir eru fjórir I félagi, sem byggja þaö, og þar veröur rúm fyrir 20 hesta. 10 þúsund rúmmetro hótel Nú er Guðmundur Tómasson hótelstjóri á Hótel Mælifelli aí undirbúa byggingu nýs hótels, á Sauöárkróki. Hann sagöi i viö- tali við blaöamann, aö von hans væri sú, aö framkvæmdir gætu hafizt næsta ár, en fyrir- hugaö er að byggja 9-10 þúsund rúmmetra hótel á þrem hæöum. Þar veröur gistiaöstaöa fyrir allt aö 70 manns i 35 herbergjum auk þess, sem þar verður grill- stofa og veitingasalur fyrir 200- 250 manns. Guömundur er einnig með ýmsar hugmyndir á döfinni tii aö auka þjónustu viö feröamenn i Skagafiröi. 1 næsta mánuöi tekur til starfa bilaleiga sem hann er að setja á stofn, og auk þess hefur hann hug á aö koma á fót hestaleigu, bátsferðum i Drangey og skoöunarferöum á bifreiöum til nærliggjandi staða. Von sin væri sagöi Guö- mundur aö hægt yröi aö bjóöa feröamönnum upp á eitthvat nýtt alla daga vikunnar, enda væru möguleikarnir mjög mikl- ir á Sauðárkróki og þar i ná- grenninu. En þetta kostar allt mikla fjármuni i byrjun, sagöi Guö- mundur, og þvi ekki ljóst hvenær þessar hugmyndir kom ast I framkvæmd. Hesthúsin þrjú, sem nú er búiö aö byggja á Sauöárkróki. Fleiri gint hús er fyrirhugaö aö byggja nesta sumar. Guömundur Tómasson hótelstjóri hjá hestum sinum I hesthúsi, sem hann hefur nýlokiö viö aö byggja. Hann hefur i hyggju aö koma á fót hestaleigu.og þvier velliklegt, aö bráöum veröi hægt aö leigja þessa stólpagripi, sem viö stallinn eru. Heildarkostnaöur Sauöár- króksbæjar við malbikunar- framkvæmdirnar var 86 millj. kr. Þar af kostuðu jarövegs- skipti og lagnir i götur 47.3 millj. kr., en kostnaöurinn viö undir- lagsefnið og malbikunina var 38,7 millj. kr. Kostaði þvi hver fermetri 1.840,00 kr. Framkvæmdin var fjármögn- uö þannig, að gatnageröargjöld námu 15 millj. kr. Framlag 25% sjóösins 10 millj. kr. Lán, sem fengiö var af þéttbýlisvegafé 2 millj. kr. og heimiluö lán úr Byggöasjóöi námu 27 millj. kr. Aö öðru leyti var framkvæmdin fjármögnuö með beinum fram- lögum úr bæjarsjóði, eöa lán- um. Þórir Hilmarsson bæjarstjóri sagði aö þaö hefði verið mjög erfitt fjárhagslega aö standa i þessari fram, sérstak- lega vegna þess aö ýmis fram- lög komu mjög seint. Nefndi hann þar til framlag 25% sjóös- ins og heimilaðar lánveitingar úr Byggöasjóöi. Þaö sem bjarg- aði þessari framkvæmd hefði þvi veriö sérstaklea góö fyrir- greiösla útibús Búnaðarbankans á Sauöarkróki. Ef sú fyrir- greiðsla heföi ekki komiö til, Hmu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.