Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. jánúar 1977 23 ar nám og þekkingaröflun. Kynntar eru nýjar aðferöir við lækningu afbrigöilegra barna og fjallað um greindarmælingar. Sjónum er beint að nýjungum i kennslu, þar á meöal er lýst svokölluðum opnum skól- um. Einnig er rætt um sjón- varp sem upplýsingamiðil f yrir börn. Þýöandi og þulur óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar Sýndar verða myndir um Kalla i trénu og Amölku. Siðan verður sagt frá Tómasi, sex ára þroskaheftum drer.g. Þá hefst nýr myndaflokkur, sem gerður er i sameiningu af islenska, norska, danska . og sænska sjónvarpinu. Þessar myndir fjalla um börn undir striðslok, þ.e. ár- ið 1944. í þessum þætti er á dagskrá fyrsta myndin af þremur frá norska sjón- varpinu, og nefnast þær „Meðan pabbi var i Grini- fangelsinu.” Umsjónar- menn Hermann Ragnar Stefánsson og Sigriður Mar- grét Guðm undsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Páls- dóttir. 19.00 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Allir eru að gera það gott Fyrri skemmtiþáttur meö Ríó, Agúst Atlason, Helgi Pétursson og Gunnar Þórðarson flytja lög við texta Jónasar Friðriks og bregða sér i viðeigandi gervi. Siöari þátturinn verð- ur sýndur að viku liðinni. Umsjón Egill Eövarösson. 20.55 Saga Adams-fjölskyld- unnar Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur 12. þáttur. Henry Adams, sagn- fræðingur Efni ellefta þátt- ar: Charles Francis Adams, sonur John Quincy Adams, er sendiherra i Bretlandi, meðan borgarastyrjöldin geisar i Bandarikjunum. Tveir sona hans ber jast með Norðurrikjaher. Adams fær Breta til að falla frá stuðn- ingi viö Suðurrikjamenn, sem hefði getaö breytt úr- slitum styrjaldarinnar. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir 21.55 Vietnam er eitt riki I jlíli- mánuði siðastliðnum hófst sameining Norður- og Suð- ur-Vietnams. Norskir sjón- varpsmenn fóru til Viet- nams til að kynna sér, hvernig staðið er að upp- byggingu landsins eftir styrjöldina löngu, sem lauk íapril 1975. Þýðandi og þul- ur Jón O. Edwald (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 22.25 Að kvöldi dags Séra Grimur Grimsson, sóknar- prestur i Asprestakalli i Reykjavik, flytur hugvekju 22.35 Dagskrárlok Mánudagur 24. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 tþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson 21.05 Eyjan Korsika Heimildamynd um Korsiku og ibúa hennar, en Korsika hefur lotið franskri stjórn f rá árinu 1769. Gerð er grein fyrir hinu hefðbundna sam- félagi og ýmsum vanda, sem eyjaskeggjar eiga við að etja, — ekki sist unga ' fólkið. Þýðandi Ragna Ragnars. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.45 Myndin Breskt sjón- varpsleikrit eftir Susan Barrett. Leikstjóri John Glenister. Aöalhlutverk Maurice Denham og Ann- ette Crosbie John Edwards er skólastjóri. Senn liður að þvi, aö hann láti af störfum fyrir aldurs sakir. Skóla- nefndin ákveður að láta mála mynd af honum i viðurkenningarskyni fyrir heillarikt starf og felur ungri konu verkið. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskráriok • • r Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival hefur hann í starfi. Menn Cromwells fundu í sérhverju klaustri, allar sjö dauðasyndirnar, dramb,ágirnd, girnd, græðgi, öfund, leti og reiði, og þegar betur var aðgáð, sáu umboðsmennirnir að girndarsyndin blómgaðist í mörgum myndum. Samkvæmt framburði þessara sendi- manna Cromwells, áttu-nunnurnar að eiga börn og munkarnir að afvegaleiða skriftabörn sín, eða iðka glæpsamlegt athæfi sín í milli, hinir ófyrirleitnu umboðsmenn Cromwells roðnuðu upp að augum, þegar þeir sögðu frá þessum glæpsamlegu dæmisögum. Cromwell lokaði þrjú hundruð litlum klaustrum, enginn hefði möglað út af því, nema náttúrlega hinir trúuðu, ef hann hefði gefið leikmönnum hluta af klaustureignunum. Aðalsmennirnir höfðu gert ráð fyrir aó eignast nokkrar klausturjarðir og bændurnir höfðu gert ráð fyrir að landskuidir þeirra lækkuðu. En konungur hélt jörðunum og hækkaði afgjöldin og enn harðar boru beiningamennirnir leiknir, því múnkarnir höfðu gef ið þeim að borða. Þegar betlararnir komu til að sækja mat sinn, voru klausturdyrnar lokaðar og embættismenn stjórnarinnar lúbörðu þá og hótuðu þeim hengingu. Þá sameinuðust aðalsmenn, bændur og betl- arar að bragði um ást á múnkunum og trúnni. Þegar Ijónið var búið að gleypa bráðina, gerðu hinir óánægðu úlfar og sjakalar uppreisn. Múnkarnir boðuðu krossferð hinna kristnu pislarvotta. Cromwell bauð þeim eftirlaun, en þeir höf nuðu því boði, af hinni mestu fyrirlitningu. Hinir almennu borgarar tóku að kurra og sá orðrómur komst á kreik, að meyjar- líkneskjur hinna ýmsu miklu helgistaða væru teknar að gráta. Múnkarnir töluðu um hroka og yfirgang Hinriks og svívirðilega framkomu hans við hinn heilaga föður, og þeir báru fána með mynd af Kristi, með hinum f imm blæðandi sárum. Lincolnshire bændurnir fylgdu múnk- unum, eins og sauðir, fæstir þeirra vissu hvert ferðinni var heitið. Þeir vissu það eitt að þeir voru að hef ja píla- grímsf ör og hugðust öðlast paradísarvist. Að baki þeim stóð leynileg aðstoð aðalsmannanna, pílagrímarnir voru tólf eða fimmtán þúsund að höfðatölu. Þeir höfðu á orði að ganga til Lundúna og kref jast höfuðs Cromwells, og það hefði Hinrik látið eftir þeim með glöðu geði, ef Cromweli hefði ekki verið sú list lagin að fylla ríkis- kassann. Hinrik vissi líka að ef hann léti undan þessum guðsmönnum og hinni örgu hjörð, sem fylgdi þeim að málum, ef hann léti á sér sjá óttamerki, þá mundi allur aðallinn skríða úr bælum sínum og fylkja sér gegn honum og drepa hann og kjósa síðan Maríu til drottn- ingar. Hinrik valdi því þann kostinn að koma á laggirnar her, nýliðana fékk hann frá suðurhéruðum landsins, aðallega menn, sem bjuggu á ströndinni við Sundið, en þar ríkti meiri menningarbragur en annars staðar í landinu. Hinrik valdi menn, sem tóku trúarbrögðin ekki of alvarlega og voru því reiðubúnir að takast á við klerk- ana. Konungur fól Brandon herstjórnina, hann var að vísu lélegur hershöfðingi, en hvergi hræddur. Cromwell hefði verið betur fallinn til að stjórna liðinu, þar sem hann var gamall hermaður, en enginn aðalsmaður hefði fengizt til að hlýta forystu Cromwells, vegna hins lítils- siglda uppruna hans. Þegar Lincolnshirebúar höfðu gert uppreisn, fylgdu hinir herskáu íbúar í Yorkshire og Lancashire brátt i kjölfarið og hófu á loft gunnfánartn , með hinum fimm benjum. Nokkrir biskupar og margir aðalsmenn slógust í þann hóp, ásamt hinum gömlu f jandmönnum Wolseys og stuðningsmönnum Maríuog Karls. En lítill hugur fylgdi máli og sá liðsöfnuður varð aldrei nema samansafn af aumasta skríl. Brandon slampaðist áfram í blindni, með hina óvönu liðsmenn og Hinrik neyddist brátt til að kalla Howard til hjálpar, hann hét honum víðlendum kirkjujörðum og vináttu sinni. Howard var fljótur að gleyma að hann hafði fallið í ónáð, hann var áf jáður í að snúast gegn hinum f jölmenna her pilagríma og glaður við að finna blóðlykt. En hann gæti svo sem átt í fullu tré við þessa aumingja og Howard taldi skynsamlegt að láta þá þreyt- ast. Howard var tekinn að eldast og ekki eins herskár og forðum, hann kaus þvi frekar að beita slægð en valdi, kattareðlið var orðið honum tamast. Howard réð Hinrik til að bjóða uppreisnarmönnunum að semja frið, eða að minnsta kosti vopnahlé, en skilmálar konungs voru of strangir. Hann krafðist að uppreisnarmenn framseldu tíu fyrirliða, en þeir vildu engan framselja. Þeir fóru fram á að Cromwell yrði vikið frá, ásamt öllum bisk- upum, sem voru andvígir páfanum. Þeir minntust jafn- vel á erfðarétt Maríu, þeim fannst þeir vera hinir sterku og höguðu sér samkvæmt þvi. Hinrik gerði sér upp mikla göf ugmennsku, hann hagaði sér eins og bezti faðir og uppreisnarmennirnir voru nógu einfaldir til að trúa honum. Ollum gauragangininum virtist lokið, með sátt og samlyndi og uppreisnarmennirnir héldu hver til síns heima. En Hinrik ætlaði sér að koma fram hefndum, þeir Cromwell og Crammer hvöttu hann líka óspart. Howard var að þjálfa hermenn sina og í febrúar var hann til- búinn til orrustu. Um veturinn höfðu næstum allir uppreinsarmennirnir tvístrast hingað og þangað, en þegar foringjunum varð Ijóst að Howard var um það bil að ráðast gegn þeim, kölluðu þeir sína menn til vopna á ný, sumir hlýddu, en þetta var óskipulagður skari, og Howard réðst að þeim, hann þreytti þá og lék á þá, þar til þeir voru orðnir örvita, þá hentu þeir frá sér gunh- fánunum og flýðu. Howard handtók eina tvö hundruð menn, sem hann lét hengja og lima sundur. Það fóru fram aftökur í öilum héruðum landsins og alls staðar í borgunum í norðurhluta Englands. Fangar þeir, sem mestur þótti fengur að voru f luttir til London, þar voru þeir teknir af líf i til skemmtunar f yrir Cockneyana, þeir voru afgreiddir í Tyburn. Ein vel ættuð og trúuð f rú var brennd í Smithfield. Tveir aðalsmenn, sem höfðu verið mikilsmetnir uppreisnarforingjar, voru fluttir norður í land, á leiðinni voru þeir sýndir bændunum, annar þeirra var tekinn af lífi í Hull, hinn i York, lík þeirra voru skilin eftir til að rotna á virkisgörðunum. Þegar hér var komið sögu gat Cromwell haldið áfram að ræna klaustrin. Jane verður barnsha fandi Einu sinni enn leið að vori, grænu ensku vori, með snöggum skúrum, bláum himni og skýjum, sem voru eins og ullarlagðar, þá hristi Hinrik af sér þunglyndið. Óttinn, sem hefndarlöngunin hafði leyst af hólmi, hafði enn á ný fært Hinrik lífsgleði. ímyndunarafl hans hafði fengið útrás, hann hafði séð sjálfan sig sigraðan, eltan og myrtan. Þegar slík martröð rætist ekki, þá öðlast líkaminn aftur sinn upphaflega kraft. Hinrik fannst jafnvel Jane aðlaðandi. Hún brosti og þó hún væri dauf, þá virtist hún þó lifandi. Andi Önnu, sem hafði verið skelfingin uppmáluð, var nú smátt og smátt að fölna. Návist dauðans eykur allar langanir, i blindni leitast maðurinn við að viðhalda og f ramlengja líf sitt og til að kveikja nýtt líf. I febrúarlok, þegar f jöldamorðin stóðu sem hæst, f ékk Hinrik vitneskju um að einu sinni enn ætti hann von á að verða faðir. Kraftaverkið hafði orðið í janúar, á þeim hræðilega tíma, þegar Hinrik, með hjálp þeirra Cromwells og Howards hafði verið sem tauga- „Þú ert aö keyra körfuvagn ein- hvers annars, Denni. Okkar vagn er fullur af grænmeti.” 'DENNI ! DÆMALAUSI i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.