Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.01.1977, Blaðsíða 29
Sunnudagur 23. janúar 1977, 29 ®Mennog málefni sina yfir þvi að stjórn Bandarikj- anna hefur tjáð sig fúsa til að styöja að þvi, að svo verði. Rikis- stjórnin væntir þess, aö þaö drag- ist ekki lengi, að úr þvi gæti orðið og lýsir yfir þvi, að tsland er reiðubúið til að taka á sig þær skuldbindingar, sem þvi fylgja. Með tilvisun til þessa er islenzka rikisstjórnin reiðubúin til að taka upp viðræður við stjórn Banda- rikjanna um þessi mál.” Óljóst svar Niðurstaða Framsóknarflokks- ins var sú, að þetta uppkast ólafs Thors að svari, væri allt of óljóst ‘ og hafnaði flokkurinn þvi að eiga aðild að þvi. A fundi 1 tólf manna nefndinni, sem var haldinn 5. nóvember, gerði Framsdknar- flokkurinn eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni: „Forsætisráðherra hefur lagt fram tillögu að svarnótu til Bandarikjastjórnarog óskaö eftir þvi, aö þingflokkarnir svöruðu þeirri tillögu játandi eða neitandi. Að áliti Framsóknarflokksins er svar þetta svo óljóst, að það getur orðiö skiliö á ýmsa vegu. Svarinu hljóta þvi að fylgja skýringar frá utanrikisráöherra eð rikisstjórn- inni, sem Framsóknarflokknum er ókunnugt um. Flokkurinn get- ur þviekkifallizt á að senda svar- nótuna eins og hún liggur fyrir.” Þótt Framsóknarflokkurinn hafnaöi þannig að eiga aðild að svarnótunni, lýsti hann sig fylgj- andi fyrirvara, sem Alþýðu- flokkurinn hafði falið forsætisráö- herra aö láta fylgja með nótunni munnlega, en hann var á þá leið, að Alþýðuflokkurinn leggöi ekki þann skilning i svarnótuna, að i henni fælist að taka mætti upp samninga á grundvelli beiðni Bandarikja um herstöðvaleigu til langs tima. Sósfalistaflokkur- inn lýsti einnig fylgi sinu við þennan fyrirvara. Þannig voru þrír flokkar með mikinn þing- meirihluta á bak við sig búnir að hafna beiðninni. Það sýnir, að Bandarikjamenn hafa haft meira en litið ófullkomnar upplýsingar um afstöðu þingmanna, ef það er rétt ályktun hjá Þóri Whitehead, að þeirhafi talið ólaf Thors „eina ljónið I vegi fyrir tafarlausri sam- þykkt herstöðvabeiðninnar.” „Helvíti hefur mér nú tekizt vel" A miðstjórnarfundi, sem var haldinn 3. nóvember, þegar rætt var um uppkastið að svarnótu ólafs, sagði Bjarni Asgeirsson sögu af sér og ólafi Thors, sem Guðbrandur Magnússon hefur talið rétt að færa til bókar. Þeir Ólafur og Bjarni voru góðkunn- ingjar. Bókun Guðbrands er á þessa leið: „Bjarni Ásgeirsson: 1 gær- kvöldi mætti ég Ólafi Thors á götu. Spurði hann, hvort við vær- um búnir að taka afstöðu til svamótunnar. Kvaö ég nei við þvi, og væri það vegna þess, aö við skildum ekki tillöguna. Hún gæti þýtt já og nei og allt sem þar er á milli. „Helviti hefur mér nú tekizt vel”, sagði Ólafur Thors. Sfðan reyndi Ólafur að sannfæra Bjarna um, að þetta þýddi játandi svar viö fyrirspurn Bandarikj- anna. En kommúnistar myndu ekki geta samþykkt niðurlagið.” Svo fór þó, að kommúnistar samþykktu niðurlagið, enda var Ólafur búinn að beita þvi agni, sem dugði, en það var að gera viðræðurnar um væntanlega aö- stöðu öryggisráðsins á Islandi að aðalefni svarsins. Þór Whitehead segir réttilega, að þetta hafi hann (Ólafur) „stilfært til að sefa sósíalista”. Stjórnarflokkarnir féllust að lokum allir á uppkast Olafs, en Alþýöuflokkurinn og Sósialistaflokkurinn meö þeim fyrirvara, sem áður greinir. Þegar fregnir bárust af þessu svari út um heim, var það al- mennt túlkað svo, að Island hefði hafnað herstöövabeiöni Banda- rikjanna, en boðizt til að láta öryggisráðiö fá bækistöðvar. Þetta séstm.a. glöggt á fréttinni i Moskvuútvarpinu, sem áöur er vitnað til. Þjóðviljinn birti þá fréttathugasemdalaust og viröist þvi hafa verið sömu skoðunar. Bandarikjastjórn reyndi hins vegar i fyrstu að túlka svariö sem jákvætt svar við orðsendingu sinnifrá 1. október um herstöðva- leigubeiðnina. Lenti i tilefni af þvi i nokkru oröaskaki milli Ólafs Thors og bandariska sendiherr- ans. En raunverulega var leigu- málið endanlega úr sögunni, þar sem Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sósial- istaflokkurinn höfðu lýst yfir þvi, að þeir vildu ekki ræða máliö á þeim grundvelli, og vitaö var, aö margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins voru sama sinnis. Segja má, aö um synjunina hafi rikt þjóðareining. Rétt er aö rifja upp, að litið blað, Útsýn, hafði mjög mikil áhrif á almenningsálitið, meðan þögn rikti um herstöðvabeiðnina i öörum blöðum. Ritstjóri útsýnar var Finnbogi R. Valdimarsson. Útsýn skýrði greinilega frá öllum málavöxtum. Ég sakna þess, aö Útsýnar skuli ekki getið í ritgerð Þórs Whitdiead, þar sem Útsýn er lika ein helzta samtima- heimildin frá þessum sögulegu mánuöum. Tvær leiðir En með þvi að hafna beiðninni um leigusamning til langs tima, voru öryggismál þ jóöarinnar ekki endanlega afgreidd. Eftir var að finna á þeim varanlegri lausn. Um tvær leiöir virtist á þessari stundu geta veriö aö velja: Oryggissamstarf við Engilsaxa eða aðstöðu fyrir öryggisráðið, ef það yrði einhvern tima það, sem þvi var ætlað að verða. Um þetta efni var f jallað i greinum Timans 16. nóvember og 30. nóvember. Þar er i fyrstu átaliö, að of mikil leynd hafi veriö látin hvíla yfir herstöövamálinu og ætti ekki aö vinna að utanrikismálum á þann hátt. Þaö yrði að hafa þjóðina meira með i ráðum. 1 ööru lagi er svoeindregiö tekin sú afstaða, að frekar eigi að velja öryggissam- starf við vestrænar þjóðir en að leggja landið undir varðgæzlu Sameinuðu þjóðanna, sem Rúss- ar fengu m.a. aðild að. Það væri betra að semja við einn aðila en marga, það væri ekki eftirsókn- arvert að hljóta sömu aöstööu og þau riki, sem þá voru undir eins konar sameiginlegri öryggis- gæzlu stórþjóöanna, sbr. íran og Austurriki. Enginn vissi heldur um þaö á þessum tima, hvað úr Sameinuðu þjóöunum yrði. Þess vegna væri bezt meöan hættu- ástand rikti, að treysta á vernd Engilsaxa, en þó á þeim grund- velli, að það gengi ekki i berhögg við sjálfstæði þjóöarinnar. Á aðalfundi miðstjórnar Fram sóknarflokksins, sem haldinn var i aprilbyrjun 1946, var samþykktsérstök ályktun um utanrikis-og varnarmál og þar er umrædd stefna mörkuð enn ljós- ar. I niðurlagi hennar segir: „Jafnframt lýsir fundurinn yfir þeirri skoöun, að áherzlu beri að leggja á nána samvinnu við þjóðir Engilsaxa og Noröurlanda- þjóðirnar, og sérstakt samstarf við engilsaxnesku þjóðirnar um öryggismál landsins, án þess að erlendur her dvelji i landinu.” Hér var mörkuð sú stefna, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft að leiðarljósi siðan. Tillaga Hermanns Jónassonar t áramótagrein eftir Hermann Jónasson, sem birtist i Timanum 29. desember 1945, ræöir hann nokkuð um herstöðvamálið. Hann segir, aö erlend blöð skilji svar is- lenzku rikisstjórnarinnar til Bandaríkjastjórnar þannig, að hún sé fús til að taka við alþjóðaher frá væntanlegu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að gæta flugvallanna, sem ekki megi vera óvaröir, og e.t.v. annarra herstöðva á tslandi. Hættan fyrir menningu okkar og sjálfstæði sé þó engu minni frá alþjóðaher en her einnar þjóðar. Eina rétta lausn þessa máls sé sú, að Islendingar komi upp eigin öryggisliöi, sem gæti flugvall- anna, hvort heldur sem við vær- um undir vernd öryggisráösins eða einstaks rikis. Ef kostnað- urinn við þetta yrði meiri en sanngjarnt þætti að við tækjum sjálfir á okkur, ætti viökomandi aðili aö greiöa það, sem umfram væri. I raun og veru væri hér ekki i meira ráðizt en þegar við tókum landhelgisgæzluna I okkar hendur. Þetta sé eina leiðin til aö verða laus við hersetu. Að mörgu leyti er hér um að ræöa ekki ósvipaða lausn og Ein- ar Agústsson geröi tillögur um i vinstri stjórninni. Þótt þessi tillaga Hermanns Jónassonar sé orðin 30 ára gömul, er hún enn i fullu gildi, ef við ætlum ekki að búa við varanlega hersetu. Þ.Þ. Tilkynning Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu Viðskipta- ráðuneytisins, dags. 5. jan. 1977, sem birtist i Stjórnartiðindum og 3. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1977, fer 1. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1977 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru i auglýsingunni, fram i febrúar 1977. Umsóknir um þá úthlutun skuiu hafa borist Landsbanka Islands eða Utvegs- banka íslands fyrir 1. febrúar 1977. Gjaldeyrisdeild bankanna. ÚRVALS glerhákarl -skyrhákarl-sviðasulta svínasulta -hrútspungar- lundabaggi - smþr bringukollar-hvalrengi-hvalsulta-flatkökur marineruö síld - reykt síld - haröfiskur- sviö úrvals hangikjöt-lifrapylsa - blóömör borrabakkinn Kr. 850:-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.